Morgunblaðið - 15.04.2013, Síða 11
Morgunblaðið/Ómar
Stuð Siglingaklúbburinn í Siglunesi á hundrað báta, kajaka, árabáta, segl-
báta, vélbáta, seglskútur og fleira og það er mikið fjör hjá krökkunum.
Úti á sjó er fjörið Hér eru krakkar á námskeiði í ölduróti. Jónas feiti hefur siglt með margt barnið enda smíðaður sérstaklega til þess fyrir þrjátíu árum.
unnið við að sigla í Karíbahafinu og
hvaðeina. Eitt sinn datt mér í hug að
hlaupa Laugaveginn sem er 55 kíló-
metra leið, alveg án þess að æfa
hlaup, en ég bjó vel að hjólaforminu.
Ég hljóp þetta á sex klukkutímum
og sex mínútum og var í 12. sæti,“
segir Óttarr sem stóð fyrir því að
hafa opið fyrir þá sem vildu stunda
sjósund í Nauthólsvík árið 2006.
„Það er ævintýri líkast hvernig það
hefur þróast, við sjáum á gestabók-
unum að um tuttugu þúsund manns
hafa mætt í sjósundið á þessum sjö
árum. Það er magnað að upplifa að
margir koma helst í vitlausu veðri í
stormi og stórhríð. Ein af ástæð-
unum fyrir því að fólk mætir í sjó-
sund til að synda í núll gráða heitum
sjó þegar það hefur aðgang að 37
gráða heitum sundlaugum, er þörfin
til að takast á við áskoranir.“
Krummarnir þekkja mig
Nokkur dýr eru hluti af daglegu
lífi þeirra sem starfa í Siglunesi, þar
eru þrjár kanínur sem halda til á
blettinum í kringum Sigluneshúsið
og einnig hefur minkur reglulega
viðkomu í grjótinu í flæðarmálinu.
„Það er ágætt að hafa minkinn, hann
heldur niðri rottunum. Og svo eru
það krummarnir, þeir hópa sig sam-
an hér, ætli þeir séu ekki um tólf
þegar þeir eru flestir. Þeir búa inni í
Fossvogi og koma hingað til að fá að
éta, ég kem með matarafganga
heiman frá mér og gef þeim alltaf á
sama blettinum hér austan við sigl-
ingaklúbbinn. Þeir fljúga stundum í
flokk á eftir mér þegar ég hjóla heim
í lok vinnudags. Ég hef á tilfinning-
unni að þeir þekki mig, matföður
sinn.“
Morgunblaðið/Rósa Braga
Viðhald Sigurður Örn Aðalsteinsson starfsmaður var í óða önn að skafa
gamla málningu af trébátnum Jónasi feita, hann þarf að mála á hverju vori.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 15. APRÍL 2013
www.volkswagen.is
Volkswagen Caddy
Caddy er áreiðanlegur, sparneytinn og þægilegur
í allri umgengni. Lipur vinnuþjarkur með frábæra
aksturseiginleika og ríkulegan staðalbúnað.
Hann er fáanlegur með bensín-, dísil- og metan-
vélum frá framleiðanda.
*Miðað við Caddy TSI bensín, 86 hestöfl, beinskiptur.
Aukahlutir á mynd, álfelgur og þokuljós.
Góður
vinnufélagi
Atvinnubílar
Til afgreiðslu strax
Fæst einnig fjórhjóladrifinn
Caddy* kostar aðeins frá
3.090.000 kr.
(2.642.151 kr. án vsk)
HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · sími 590 5000 · hekla.is · umboðsmenn um land allt:
Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
Ef þig langar til að bæta kunnáttu
þína í matargerð má gera ýmislegt til
að auðvelda málin. Það skiptir t.d.
máli að hafa öll hráefnin tilbúin,
grænmetið skolað og þar fram eftir
götunum. Þannig fær maður betri yf-
irsýn yfir það sem á að fara saman og
hvenær út í pottinn eða á pönnuna.
Þá er auðvitað mikilvægt að ganga
frá jafnóðum. Annað eykur hættuna á
sulli og sóðaskap sem getur eyðilagt
ánægjuna af eldhúsdútlinu. Eins er
gott að yfirfara kryddskápinn til að
vita hvað maður á og ákveða upp-
skriftir út frá því.
Betri eldamennska
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Hráefni Hafðu allt tilbúið sem þarf.
Röð og regla
Í tilefni af degi lífeindafræðinga sem
er í dag, verður opið hús hjá Rann-
sóknakjarna bæði á LSH Hringbraut
og LSH Fossvogi frá kl. 13.30-14.30.
Lífeindafræðingar munu koma saman
og vonast þeir til að sjá sem flesta.
Allir eru velkomnir.
Alþjóðlegur dagur
lífeindafræðinga
Lífeindafræði
lykill að
lækningu