Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 4
SVIÐSLJÓS
Skúli Hansen
skulih@mbl.is
„Ráðuneytið ákveður þannig að
setja megi í gang rekstur án þess að
afla starfsleyfis og gengur svo langt
að vísa til skilmála starfsleyfis
óskylds félags, Als, álvinnslu. Við
gátum ekki sætt okkur við þetta,
kvörtuðum til umhverfisráðuneytis-
ins og vildum fá skýringar á þessu.
Það komu engar haldbærar skýr-
ingar frá því,“ segir Halldór Jóns-
son, framkvæmdastjóri Als, ál-
vinnslu hf. í Helguvík. Kratus
sérhæfir sig í endurvinnslu á álgjalli
og er starfrækt á Grundartanga.
Segir þetta dæmalaust
Halldór furðar sig á því að Kratus
hafi síðasta sumar fengið undan-
þágu frá því að sækja um starfsleyfi
en sú undanþága gilti til 1. mars sl.
Þá hafi hún nýverið verið framlengd
þrátt fyrir aðfinnslur Als, álvinnslu.
Halldór hefur sent inn kvörtun til
umhverfisráðuneytisins vegna fram-
lengingar á undanþágu fyrirtækis-
ins Kratus frá því að hafa gilt starfs-
leyfi. Hann bendir á að Kratus hafi
fengið heimild til að fara ekki í um-
hverfismat þótt starfsemi þess sé án
efa matsskyld. Þá segir hann dæma-
laust að eitt fyrirtæki hafi getað
fengið leyfi til að starfa á grundvelli
starfsleyfis annars fyrirtækis.
Gamaldags aðferð
Halldór segir ekki mikið jafnræði
fólgið í þessu enda hafi Alur, ál-
vinnsla þurft að fara í gegnum um-
hverfismat áður en félagið fékk
starfsleyfi. Að sögn hans er sú að-
ferð sem Kratus beitir við endur-
vinnslu álgjalls gamaldags og í eðli
sínu ólík þeirri umhverfisvænu að-
ferð sem Alur, álvinnsla beitir við
endurvinnslu álgjalls. Því valdi það
áhyggjum að undanþága Kratusar
sé veitt á grundvelli starfsleyfis Als,
álvinnslu, enda sé umrætt starfs-
leyfi sérsniðið að framleiðsluferlum
fyrirtækisins.
„Þeir blanda salti við álgjallið sem
þeir fá og þeir brenna þetta síðan,
en þegar salt brennur þá er hætta á
að til verði díoxín. Við bætum hins-
vegar engu efni við og vinnum ál-
gjallið sem sagt alveg með hreinum
aðferðum,“ segir Halldór og bætir
við: „Það er óheimilt að fallast á nýj-
an rekstur sem hefur útblástur
díoxíns í för með sér.“ Vísar þar til
Stokkhólms-samningsins um þrá-
virk lífræn efni, sem Ísland er aðili
að.
Þolmörkum náð
Halldór skilur ekki hvers vegna
nýr rekstur sem bætir við díoxín-
mengun á svæði sem er þegar komið
upp að þolmörkum þurfi ekki að
fara í starfsleyfi áður en rekstur
hefst. Vísar hann með þessum orð-
um sínum til nýlegrar úttektar sér-
fræðingahóps á vegum Faxaflóa-
hafna sem komst að þeirri
niðurstöðu að þolmörkum væri náð
á Grundartanga hvað varðar styrk
brennisteinsdíoxíðs við jaðar þynn-
ingarsvæðisins.
Aðspurð segist Svandís Svavars-
dóttir umhverfisráðherra vera kom-
in með umrætt mál á sitt borð og
kveðst hún vera með það til skoð-
unar.
Furðar sig á undanþágu Kratusar
Halldór Jónsson, framkvæmdastjóri Als, álvinnslu, segir það dæmalaust að fyrirtækið Kratus hafi
getað fengið leyfi til að starfa á grundvelli starfsleyfis Als Kvartar til umhverfisráðuneytisins
© Mats Wibe Lund
Grundartangi Loftmynd af iðnaðarsvæðinu á Grundartanga. Starfsemi Kratusar er á Grundartanga en þar fer fram endurvinnsla á álgjalli.
Kratus
» Fyrirtækið er á Grund-
artanga og sérhæfir sig í end-
urvinnslu álgjalls.
» Það fékk undanþágu frá því
að sækja um starfsleyfi 12. júní
2012. Undanþágan var fram-
lengd í marsmánuði sl.
» Alur, álvinnsla er með starf-
semi sína í Helguvík.
4 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Aðalsafnaðarfundur
Grafarholtssóknar
Aðalsafnaðarfundur Grafarholtssóknarverður haldinn
eftir messu í Guðríðarkirkju 12. maí kl. 12:15.
• Venjuleg aðalfundarstörf
• kosningar í sóknarnefnd
• Önnur mál.
Sóknarnefndin
Guðmundur Stefán Maríusson, einn af þremur Íslend-
ingum sem hafa klifið hlíðar Everest undanfarnar vik-
ur, er hættur við tilraun sína til að ná á toppinn. Síð-
ustu dagar hafa farið í aðlögun þar sem
fjallgöngumennirnir klífa upp og niður til skiptis og
reyna þannig að venjast hækkuninni og kvillunum sem
fylgja þunna loftinu. Ingólfur Geir Gissurarson, félagi
Guðmundar, heldur áfram för sinni.
Að sögn Jóns Jóhanns Þórðarsonar, talsmanns félag-
anna, hætti Guðmundur við eftir seinni aðlögunarferð-
ina upp í hlíðar Everest. Hann glímdi við veikindi í öðr-
um búðum fjallsins, sem eru í 6.480 metra hæð, og á
leið upp í þriðju búðir fékk hann sáran brjóstverk sem
hvarf ekki. „Ef ég væri 25 árum yngri hefði ég haldið
áfram en maður verður að hafa skynsemina ofar
keppnisskapinu,“ sagði Guðmundur í samtali við Jón
Jóhann.
Áður en Guðmundur kvaddi ferðafélaga sína hélt
hópurinn kveðjustund. „Borðuð var kaka og horft á
kvikmynd, “ segir Jón. Einnig voru fluttar ræður til
heiðurs Guðmundi. Hæðaraðlögun hópsins er nú lokið
og hvílist Ingólfur nú fyrir lokaátökin.
Leifur Örn Svavarsson, sem einnig klífur Everst,
hefur náð því markmiði sínu að gista einn í 7.000 metra
hæð. Næsta markmið var að komast upp í 7.700 metra
hæð en að sögn Sigrúnar Hrannar Hauksdóttur, eig-
inkonu Leifs, hefur veður aftrað för hópsins. „Þetta var
aðallega vegna þess að það var ekki breyting á veð-
urspánni næstu vikuna,“ segir Sigrún. „Því var ekkert
vit í því að vera á ferðinni.“ Þar af leiðandi var ákveðið
að halda niður í grunnbúðir og ná þar góðri hvíld.
„Hópurinn mun jafnvel lækka sig meira,“ segir Sigrún.
Í framhaldi af því verður beðið eftir að veðrið leyfi
áframhaldandi göngu og einnig eftir að línur verði til-
búnar.
Að sögn Sigrúnar er ekki raunhæft að gera ráð fyrir
að Leifur nái á toppinn fyrr en um 20. maí næstkom-
andi. larahalla@mbl.is
Ljósmynd/Adventure Consultants
Ævintýri lokið Fjallgöngugarpurinn Guðmundur Stefán Maríusson áður en hann hélt heim á leið í gær.
Hættur við toppinn
Guðmundur glímdi við veikindi á leið upp Everest
Ingólfur og Leifur Örn halda áfram að markinu
Kæra nokkurra hvalaskoðunarfyrir-
tækja vegna ákvörðunar Siglinga-
stofnunar um farþegafjölda og ör-
yggismál svokallaðra RIB-báta er til
skoðunar hjá innanríkisráðuneytinu.
Þetta staðfestir Jóhannes Tómas-
son, upplýsingafulltrúi ráðuneytis-
ins, í samtali við blaðamann. Að sögn
Jóhannesar eru vonandi bara fáar
vikur í að ráðuneytið skili niðurstöðu
sinni í málinu.
Eins og Morgunblaðið greindi frá í
gær eru hvalaskoðunarfyrirtæki
sem gera út svokallaða RIB-báta
ósátt við þær kröfur sem Siglinga-
stofnun hefur viljað gera til reksturs
bátanna með tilliti til öryggismála.
Til dæmis má nefna að stofnunin vill
að ekki séu fluttir fleiri en tólf far-
þegar með bátunum þó svo að þeir
rúmi átján farþega. Auk þess vill
stofnunin að farþegarnir séu klæddir
björgunarflotgöllum meðan á sigl-
ingu stendur á tímabilinu frá 30.
september til 1. júní ár hvert.
Í viðbótargögnum sem þrír
rekstraraðilar RIB-báta sendu inn-
anríkisráðuneytinu vegna fyrr-
nefndrar stjórnsýslukæru kemur
meðal annars fram að umræddir að-
ilar krefjast þess aðallega að ákvörð-
un Siglingastofnunar verði hnekkt
en til vara að henni verði frestað
fram til hausts þar til frekari lausna-
miðaðar umræður og ákvarðanir
geta farið fram og fengið ítarlega
skoðun, bæði með Siglingastofnun,
hagsmunaaðilum sem og hlutaðeig-
andi ráðuneytum.
Ennfremur krefjast fyrirtækin
þess að ráðuneytið beini þeim til-
mælum til stofnunarinnar, ef til þarf
með bráðabirgðareglugerð fram til
haustsins 2013, að hún veiti farþega-
leyfi fyrir umrædda báta fyrir árið
2013 á því tímabili sem óskað er eftir,
í samræmi við fjölda sæta og björg-
unarbúnaðar um borð í hverjum bát.
skulih@mbl.is
Kæra vegna RIB-báta
í skoðun í ráðuneyti
Segir vonandi fáar vikur í niðurstöðu
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Sjóferð RIB-bátur á siglingu.