Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 8

Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 HTH er metnaðarfullt danskt fyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu á innréttingum í eldhús og baðherbergi – auk fataskápa. HTH er einn stærsti framleiðandi innréttinga í Evrópu, enda er dönsk hönnun og danskt handverk eftirsótt og mikils metið um heim allan. Komdu og upplifðu af eigin raun þá snilld, þegar saman fer listræn sýn hönnuða, nákvæmar og framúrstefnulegar lausnir, framleiðsla sem stenst fyllilega allan samanburð og uppfyllir ströngustu gæða- og umhverfisstaðla. Velkomin í ORMSSON LÁGMÚLA 8 og kynnist því nýjasta og flottasta í eldhúsinnréttingum frá HTH – og því heitasta í AEG eldhústækjum. Við hönnum án skuldbindinga fyrir þig tillögur að nýja draumaeldhúsinu þínu og gerum þér frábært verðtilboð. ELDHÚSIÐ ER HJARTA HEIMILISINS ELDHÚSDAGAR 20% afsláttur af öllumHTH innréttingum í maí! 20% afsláttur af hágæða AEG eldhústækjum* *með kaupum á HTH eldhúsinnréttingum Helgaropnun: LAUGARDAG FRÁ KL. 11-16 SUNNUDAG FRÁ KL. 13-16 LÁGMÚLA 8 · REYKJAVÍK · 2. HÆÐ · SÍMI: 530-2819 & 530-2821 í ORMSSON Jose Manuel Barroso, forseti fram-kvæmdastjórnar ESB, fer ekki leynt með hvert sambandið stefnir. Breska dagblaðið Telegraph segir frá því að hann hafi hellt olíu á eld umræðunnar um aðild Bretlands að sambandinu með því að lýsa því yfir að fjármálalegur samruni evrusvæð- isins muni leiða til „aukins pólitísks samruna“ allra 27 aðildarríkjanna.    Málið snýst aðsögn Barroso um efnahagslegan og peningalegan samruna fyrir allt Evrópusambandið. Framkvæmdastjórn- in muni brátt setja fram slíkar hug- myndir og þær verði orðnar að veruleika innan fárra ára.    ÍBretlandi vekjaþessi ummæli Barroso athygli vegna þess að Cameron forsætisráð- herra hyggst reyna að endurheimta eitthvað af fullveldinu sem landið hefur misst til Brussel.    Ummæli Barroso eru að ein-hverju leyti svar við þessum áformum enda segir hann alla leið- toga í Evrópu verða að sætta sig við að pólitískur samruni sé óhjá- kvæmilegur.    Íslenskir aðildarsinnar halda þvífram að Ísland geti fengið afslátt af kröfum ESB í því sem þeir kalla „samningaviðræður“ þó að enginn árangur hafi enn náðst og engar vís- bendingar séu um afslátt, nema síð- ur sé.    Ætla þeir líka að halda því framað Ísland fengi afslátt þegar kemur að þessum aukna samruna sem Barroso og aðrir leiðtogar ESB ætla sér að knýja í gegn á næstu ár- um? Jose Manuel Barroso Óhjákvæmileg samrunaþróun STAKSTEINAR David Cameron Veður víða um heim 9.5., kl. 18.00 Reykjavík 8 skýjað Bolungarvík 7 léttskýjað Akureyri 8 skýjað Nuuk -1 snjókoma Þórshöfn 7 alskýjað Ósló 13 skýjað Kaupmannahöfn 18 heiðskírt Stokkhólmur 21 léttskýjað Helsinki 20 skýjað Lúxemborg 16 skýjað Brussel 15 léttskýjað Dublin 8 skúrir Glasgow 10 skúrir London 13 skýjað París 16 heiðskírt Amsterdam 15 léttskýjað Hamborg 17 skýjað Berlín 22 skýjað Vín 24 léttskýjað Moskva 23 heiðskírt Algarve 22 heiðskírt Madríd 23 léttskýjað Barcelona 21 léttskýjað Mallorca 23 heiðskírt Róm 22 léttskýjað Aþena 18 skýjað Winnipeg 7 skýjað Montreal 21 skýjað New York 13 skúrir Chicago 22 alskýjað Orlando 25 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 10. maí Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 4:28 22:21 ÍSAFJÖRÐUR 4:12 22:48 SIGLUFJÖRÐUR 3:54 22:31 DJÚPIVOGUR 3:52 21:56 LEIÐRÉTT Fyrsta nýja flugvélin keypt 1930 Sagt var frá því 1. maí sl. að TF- KAK væri fyrsta nýja flugvélin sem keypt var til Íslands og það árið 1946. Hið rétta er að Albert Jóhann- esson keypti nýja vél frá Irwing- verksmiðjunum í Bandaríkjunum árið 1930 og var hún gjarnan kölluð „Vífilsstaðavélin“. Hækka þarf skattleysismörk veru- lega til kjarabóta fyrir eldri borgara. Þetta kom fram á landsfundi Lands- sambands eldri borgara sem haldinn var í Hafnarfirði 7. og 8. maí síðast- liðinn. Á fundinum voru settar fram nokkrar ályktanir um kjaramál eldri borgara. Þar kom meðal annars fram að hækka þyrfti skattleysis- mörk verulega, enda væri það besta kjarabótin fyrir eldri borgara. Lögð var áhersla á niðurskurð á kjörum aldraðra frá miðju ári 2009 þegar bætur voru skertar. „Sá mikli niðurskurður hefur haft áhrif á kjör þúsunda eldri borgara á undanförn- um árum,“ segir í tilkynningu frá Landssambandi eldri borgara. „Því er skorað á nýkjörna þingmenn að virða réttarstöðu aldraðra.“ Leiðrétting vanefnd Fundurinn skoraði á verðandi rík- isstjórn að taka til við að innleiða nýtt frumvarp um almannatryggn- ingar. „Vanefndir við að leiðrétta kjör eldri boragara í samræmi við launaþróun brjóta í bága við lög.“ Fundurinn lýsti einnig yfir óánægju vegna mikilla hækkana sem tóku gildi um síðastliðin áramót, en þær felast meðal annars í hærri læknis-, sjúkraþjálfunar- og nú síð- ast lyfjakostnaði. Þá var óskað eftir nýrri stefnu við álagningu fasteigna- gjalda. larahalla@mbl.is Skora á nýja þing- menn  Ályktað um kjara- mál eldri borgara

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.