Morgunblaðið - 10.05.2013, Qupperneq 9
FRÉTTIR 9Innlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Laugavegi 82,
á horni Barónsstígs
sími 551 4473
www.lifstykkjabudin.is
Ný sending
frá nanso
www.rita.is Ríta tískuverslun
Bæjarlind 6, sími 554 7030
Ermalausir toppar
kr. 5.900
Str. 40-58
Litir: bleikt, svart, hvítt, coral
„Síðastliðin þrjú ár eru reykingar nær óþekktar meðal
allra grunnaskólanema á Seltjarnarnesi og áfengis-
neysla heyrir sögunni til,“ segir Soffía Karlsdóttir,
sviðsstjóri menningar- og samskiptasviðs Seltjarn-
arness.
Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem
gerð var meðal nemenda í 8.-10. bekk í grunnskólum
landsins. Þar kemur einnig fram að á landsvísu er vímu-
efnaneysla meðal grunnskólabarna einna minnst á Sel-
tjarnarnesi. Undir neysluna sem könnuð er falla dag-
legar reykingar, munn- og neftóbaksnotkun,
áfengisdrykkja og neysla ólöglegra fíkniefna.
Árangurinn einstakur
Að sögn Jóns Sigfússonar, framkvæmdastjóra fyr-
irtækisins Rannsóknir og greining sem sér um rann-
sóknina, er árangurinn einstakur fyrir sveitarfélagið.
Ljóst er að miklar framfarir hafa orðið en árið 1998
höfðu 60% nemenda í 10. bekk orðið ölvuð einu sinni eða
oftar síðastliðna þrjátíu daga. Á síðasta ári fyllti enginn
nemendanna þennan hóp og aðeins tvö þeirra, eða 4%,
féllu undir þessa skilgreiningu í könnuninni í ár.
Síðastliðin tvö ár hefur neysla neftóbaks verið óþekkt
meðal nemenda í 8.-10. bekk á Seltjarnarnesi og á það
sama við um neyslu marijúana. Frá árinu 2012 hefur
enginn nemendanna neytt hass eða amfetamíns. Þá er
neysla munntóbaks óþekkt í öllum þremur árgöngunum
frá 2012.
Afþreyingin skiptir unglingana máli
Sigrún Hvanndal Magnúsdóttir, yfirfélagsráðgjafi
bæjarins, þakkar þennan góða árangur öflugum sam-
ráðshópi um áfengis- og vímuvarnir sem starfræktur
hefur verið í bæjarfélaginu frá árinu 1998 þegar ástand-
ið var hvað verst.
Samráðshópurinn hittist reglulega en hann skipa ein-
staklingar sem tengjast börnunum og unglingunum í
bæjarfélaginu. „Þar berum við saman bækur og tökum
á málum ef þess gerist þörf,“ segir Sigrún.
Að sögn Sigrúnar hafa kannanir síðastliðin ár sýnt að
starf hópsins er afar mikilvægt.„Við höfum fundið fyrir
því að þegar gengur vel og slakað er á, þá kemur könn-
unin verr út árið eftir,“ segir Sigrún. Því er afar mik-
ilvægt að halda starfinu áfram og slaka hvergi á þó
kannanir komi vel út. „Þetta er langhlaup sem krefst
þolinmæði,“ segir Sigrún. „Nú er samfélagið að upp-
skera ríkulegan árangur.“
Starf félagsmiðstöðvarinnar er mjög virkt og í haust
stendur til að opna ungmennahús þar sem boðið verður
upp á dagskrá fyrir ungmenni á aldrinum 16 til 20 ára.
„Börnin fara alltaf út fyrir bæjarmörkin í framhalds-
skóla,“ segir Sigrún. „Við vildum skapa vettvang þannig
að gamlir skólafélagar geti hist,“ bætir hún við og legg-
ur áherslu á mikilvægi afþreyingar fyrir unglingana.
Þar verður meðal annars bæði fræðsla, námskeið og
skemmtidagskrá fyrir ungmennin.
Sem hluti af forvarnarverkefninu var fyrir nokkrum
árum sett á laggirnar ungmennafélag sem er með öfl-
uga starfsemi. Að sögn Soffíu styður bærinn dyggilega
við það á ýmsan máta. larahalla@mbl.is
Unglingar á Seltjarnarnesi
neyta síst vímuefna
Mikil bæting frá fyrri árum Öflugur samráðshópur
Morgunblaðið/Ernir
Góður árangur Seltjarnarnesbær kemur vel úr úr ár-
legri könnun á vímuefnaneyslu nemenda í 8.-10. bekk.
mbl.is
Aukablað alla
þriðjudaga