Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 10

Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 10
María Ólafsdóttir maria@mbl.is L ífefnafræðingar sem gefa út vísindaskáld- sögur á rafbók eru ekki á hverju strái en lífefnafræðingurinn Guðný Ella Thorlacius er þó einn þeirra. Guðný Ella útskrif- aðist með meistaragráðu í líf- efnafræði fyrir tveimur árum og starfar nú hjá DeCode. Hún segir lífefnafræðina ætíð hafa heillað og verði hún áfram sitt aðalstarf þótt ágætt sé að sinna ritstörfum með. Skáldsaga Guðnýjar Ellu, sem skrifuð er á ensku, heitir „Hidden Luck“ og gaf hún bókina út sjálf á Amazon. Hugmynd komst loks á blað „Skriftir hafa verið mitt aðal- áhugamál síðan ég var mjög ung en síðan byrjaði ég að skrifa af al- vöru fyrir fimm árum. Þá ákvað ég að setjast niður og koma loks- ins frá mér hugmynd sem ég hafði fengið þegar ég var að læra goða- fræði í grunnskóla. Í goðafræðinni eru jú miklar sögur og ævintýri og kviknaði því hjá mér sú hugmynd að skrifa sögu í kringum þann ævintýraheim. Þetta varð síðan að gæluverkefni sem ég vann á kvöldin og í frítíma. Að lokum var sagan svo allt í einu tilbúin og komið að þeim punkti að leyfa fleirum en vinum og fjölskyldu að lesa. Það var stórt skref en ég fékk góð viðbrögð og ákvað að gefa bókina út í gegnum Amazon. Þeir reka eigið útgáfufyrirtæki, Kindle Direct Publishing, sem er auðveld leið fyrir fólk til að koma sögum sínum á framfæri. Svo er aldrei að vita hvað gerist, en sá möguleiki er alltaf fyrir hendi að einhver uppgötvi söguna manns þarna inni og vilji gefa hana út. Þá er sá sveigjanleiki fyrir hendi að geta tekið hana út hjá Amazon og t.d. fengið hana prentaða,“ segir Guðný Ella. Hálfur guð Sagan „Hidden Luck“ er um unga stelpu sem heitir Lucky en hún kemst að því einn daginn að hún er hálfur guð. Mamma hennar var Iðunn og foreldar hennar sem ólu hana upp því ekki blóðfor- eldrar hennar. Lucky kemst að þessu á unglingsaldri þegar móðir hennar lendir í hremmingum og er þá undir Lucky komið að bjarga málunum. Við það fer af stað heil- mikil atburðarás þar sem Lucky þarf að leita að blóðmóður sinni, sem hún og finnur að lokum. Sag- an er skrifuð fyrir unglinga þótt Guðný Ella segi marga fullorðna líka hafa haft gaman af henni. „Það þarf ekki allt að vera svo alvarlegt þegar maður skrifar fyr- ir unglingana og þetta er svona á léttari nótunum. Ég fer ekki djúpt í norræna goðafræði heldur er sagan frekar eins konar hliðarsaga við þær sögur sem þar er að finna,“ segir Guðný Ella. Eðlilegri orðaforði á ensku Sagan er skrifuð á ensku og segir Guðný Ella það aðallega til- komið af því að sig hafi á köflum vantað eðlilegan orðaforða til að skrifa vísindaskáldskap á íslensku. Hún les gjarnan slíkar bækur á ensku og lá því betur við að skrifa Vísindaskáldsaga lífefnafræðings Guðný Ella Thorlacius er lífefnafræðingur sem hefur unun að því að skrifa í frí- stundum. Hún hefur nú gefið út vísindaskáldsögu á rafbók í gegnum útgáfufyrir- tæki Amazon. Sagan segir frá hinni ungu Lucky sem kemst að því að hún er hálf- ur guð og blóðmóðir hennar sé í raun Iðunn en sagan er innblásin af Norrænni goðafræði. Guðný Ella er nú þegar byrjuð að skrifa næstu bók um Lucky. Hálfur guð Sagan af Lucky segir af leit hennar að blóðmóður sinni. Morgunblaðið/Kristinn Smiðja Pamela De Sensi með unglingum sem bjuggu til alls konar hljóðfæri. Á morgun laugardag kl. 15 verða tón- listarkonurnar Halla Dröfn Jóns- dóttir, Pamela De Sensi og Elín Gunn- laugsdóttir með barnadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu á Selfossi. Þar munu þær m.a. flytja nýleg lög við ljóð Þórarins Eldjárn. Börnin munu t.d. kynnast þreytandi fiski- flugu og sjá marglitar flautur. Fyrir og eftir sjálfa dagskrána stendur Pamela De Sensi fyrir hljóð- færasmiðju, en þar læra börnin að búa til eigin hljóðfæri. Þessi barna- dagskrá er sett saman sérstaklega með leikskólabörn í huga og er liður í Vori í Árborg. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Barnadagskrá í Sunnlenska bókakaffinu Hljóðfærasmiðja, þreytandi fiskifluga og marglitar flautur 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Gaman er að kíkja á fésbókarsíðu Tímaritraðarinnar 1005 en fyrsti ár- gangur kemur út í dag, föstudag kl. 10.05. Af því tilefni er blásið til út- gáfugleði á Kex Hostel við Skúlagötu 28 í Reykjavík. Gengið verður til dag- skrár kl. 17. Þeir höfundar sem eiga efni í 1005 þetta árið, þau Jón Hallur Stefánsson, Sigurbjörg Þrastardóttir og Hermann Stefánsson, lesa þar upp, gestir bera saman bækur sínar, auk þess sem tónelskur leynigestur lætur ljós sitt skína og léttar veitingar verða í boði. Þeir áskrifendur sem sjá sér fært að koma á Kex fá eintak sitt í hendur við þetta tækifæri en leitast verður við að koma eintökum til annarra áskrifenda um eða eftir næstu helgi. Að sjálfsögðu er hægt að gerast áskrifandi við þetta tækifæri. 1005 kemur út í 200 tölusettum eintökum og er afar eigulegt. Vefsíðan www.facebook.com/1005.Timaritrod Morgunblaðið/Kristinn Skáld Sigurbjörg Þrastardóttir er einn þeirra höfunda sem lesa mun upp í dag. Fögnuður á Kex hosteli í dag Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.