Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 11

Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 11
Morgunblaðið/Kristinn Höfundur Guðný Ella Thorlacius hefur skrifað sögur frá unga aldri. bókina á ensku. Hún segir að sér hafi þótt dálítið leiðinlegt að hafa hana ekki á íslensku en sagan hafi einfaldlega flætt betur á ensku. Guðný Ella teiknar einnig og málar og hefur dundað sér við að myndskreyta söguna að hluta þótt hún sjái ekki endilega fyrir sér að hún verði gefin út með teikn- ingum. „Ég les og skrifa í frístundum og þegar færi gefst og mæli með því að fólk prófi að setjast niður og skrifa. Það getur verið gott bara til að koma hugmyndum sín- um á blað þótt maður ætli sér ekkert lengra með það. Mér finnst þetta þægilegt hobbí að geta sest niður og gripið í þetta inn á milli,“ segir Guðný Ella sem er byrjuð að skrifa framhald bókarinnar. Myndskreyting Forsíða Hidden Luck og teikning eftir Guðnýju Ellu. Sagan er skrifuð fyrir unglinga þótt Guðný Ella segi marga full- orðna líka hafa haft gaman af henni. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Háskólalestin sér um fjör og fræði í Vesturbyggð um helgina en hún verð- ur þar á ferðinni frá deginum í dag til seinniparts laugardagsins 11. maí. Í dag sækja nemendur eldri deilda Grunnskóla Vesturbyggðar og Grunn- skóla Tálknafjarðar námskeið í Há- skóla unga fólksins í efnafræði, jarð- fræði, stjörnufræði, japönsku, hugmyndasögu og Vísindavefnum. Á morgun, laugardaginn 11. maí, verður síðan slegið upp veglegri vís- indaveislu í Félagsheimili Patreks- fjarðar kl. 12-16. Þar mun m.a. Sprengjugengið landsfræga sýna kl. 12:30 og aftur 14:30. Einnig verður þar kynnt japönsk menning, undur jarðar og himinhvolfs, farið í leiki og leystar þrautir. Matís, Náttúrustofa Vestfjarða á Patreksfirði og fleiri stofnanir á svæðinu taka að auki þátt í veislunni. Endilega … Háskólalestin Staðið verður fyrir fjöri og fræðslu á Vest- fjörðum um helgina. … kíkið á háskólalestina í Vesturbyggð um helgina Fyrir um það bil ári sáum við betri helmingurinn að það væri ekkert vit í því að reka tvo bíla á heimilinu lengur. Úr varð að betri helming- urinn hefur hjólað í vinnuna nærri upp á hvern dag síðan þá en ég hef þó aumkað mig yfir hann í mestu vetrarhörkunum. Betri helming- urinn vinnur öllu nær heimili okk- ar en ég og þetta hefur orðið til þess að ég hef tekið bílinn trausta- taki. Um leið hef ég ekki velt mikið fyrir mér þeim dugnaði sem betri helmingur minn sýnir í raun hvern dag sem hann hjólar í vinnuna. Fyrr en nefnilega að ég keypti mér sjálf hjól um daginn. Ég ímyndaði mér nú ekki að ég færi beint í Tour de France en svei mér þá hvað lærvöðvarnir voru mér erfiðir fyrstu vikuna! Í heilan mánuð hef ég nú hjólað í norðanátt, útgrátin í framan í strekkingnum með slef í treflinum og bölvað því hversu dé- skoti erfitt er í raun að hjóla. Lærvöðvarnir vildu í fyrstu alls ekki vera með og streittust á móti hvað þeir gátu. Stífnuðu allir upp svo að inn á milli fannst mér ég varla hreyfast úr stað. Sérstaklega í mestu vindhviðunum þar sem ég þurfti að bíta á jaxlinn og bara halda áfram. Ég hef nefnilega fundið út að bestri samvinnu við lærvöðvana má ná með því að hlusta alls ekk- ert á þá. Hjóla frekar áfram á þrjóskunni og sjá! Skyndilega fara þeir að vera örlítið samvinnuþýðari og þá man maður hvað er í raun skemmtilegt að hjóla. Fá frá- bæra hreyfingu og virða fyrir sér mannlífið í góða veðrinu. Talandi um gott veður þá skemmir nú ekki fyr- ir að norðanáttin virðist nokkuð á und- anhaldi. Þá hættir slefið loksins að slett- ast og tárin að renna, úlpunni er kippt af og með bros á vör hjólar maður til móts við sumarið. Mæja masar Morgunblaðið/Kristinn Hjólaferð Það er ekkert grín að hjóla í roki og rigningu um bæinn. Í heilan mán- uð hef ég nú hjólað í norð- anátt, útgrátin í framan í strekkingnum. Mæja masar maria@mbl.is Í sumar verður boðið upp á list- smiðjur fyrir börn á aldrinum 6-12 ára í Hafnarborg. Um er að ræða skemmtileg og uppbyggjandi nám- skeið þar sem unnin verða skapandi verkefni í fjölbreytta miðla, teiknað, málað og mótað, með það að mark- miði að þjálfa sjónræna athygli, örva skapandi hugsun og persónulega tjáningu. Farið verður í vettvangsferðir og undirstöðuatriði myndlistar kynnt bæði í gegnum það að rannsaka um- hverfið, sýningarnar í safninu og með skapandi vinnu. Unnið verður út frá sumarsýningum safnsins þar sem meðal annars verður skoðað hvernig listamenn vinna með pappír og texta, unnið út frá málverkum og farið í vettvangsferðir í Hellisgerði, garð- urinn rannsakaður og notaður sem innblástur. Umsjón með námskeið- unum hefur Þórdís Jóhannesdóttir myndlistarmaður. Námskeiðin hefj- ast hinn 10. júní og fer skráning fram í síma 585-5790 og í gegnum net- fangið hafnarborg@hafnarfjordur.is. Sumarlistsmiðjur í HafnarborgVettvangsferð- ir í Hellisgerði Sumarlistasmiðjur Listamenn framtíðarinnar spreyta sig.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.