Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 12

Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 12
FRÉTTASKÝRING Hólmfríður Gísladóttir holmfridur@mbl.is „Það er algjörlega óskiljanlegt af hverju þessi lög eru ekki afnumin þegar fjölmörg sveitarfélög hafa ályktað í þá veru að þetta sé óeðli- legt,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, um lög um orlof húsmæðra. Í fundar- gerð bæjarráðs Hveragerðisbæjar frá 2. maí síðastliðnum lýsir ráðið furðu sinni á tregðu löggjafarvalds- ins til að afnema lög um húsmæðra- orlof, sem „að flestra mati eru full- komlega úr takt við nútímann og ekki síður á skjön við gildandi lög um jafnrétti kynjanna“. Framlag Hveragerðisbæjar vegna orlofs húsmæðra árið 2013 nemur 229.421 krónu en samkvæmt lögum um orlof húsmæðra frá árinu 1972 ber sveitarfélögum að standa straum af kostnaði við orlof húsmæðra með vísitölutengdu framlagi sem miðast við íbúafjölda. Aldís segir lögin bersýnilega barn síns tíma og margt við þau að at- huga. Þau gangi t.d. gegn jafnréttis- og jafnræðissjónarmiðum og þá sé það vart verkefni sveitarfélaganna að greiða fyrir orlofsdvöl fólks. „Eins og samfélagið er orðið í dag eru margir aðrir hópar sem sveitar- félagið ætti frekar að styrkja með ýmsum hætti en orlofsdvöl hús- mæðra. Enda getur það ekki verið hlutverk sveitarfélaga að sjá til þess að fólk komist í hóteldvalir,“ segir hún. Tvær milljónir í Hafnarfirði Morgunblaðið sagði frá því í jan- úar í fyrra að langvarandi deilur hefðu staðið um framlag Hafnar- fjarðarbæjar til orlofsnefndar hús- mæðra. Þá hafði bærinn nýgreitt framlag sem var á gjalddaga í maí 2011 og nam það rétt yfir tveimur milljónum króna en árin þar á undan hafði bærinn aðeins reitt af hendi um helming þeirrar upphæðar. Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segir að gert hafi verið ráð fyrir orlofi hús- mæðra í fjárhagsáætlun 2013, enda séu lögin frá 1972 enn í gildi þrátt fyrir mótmæli sveitarfélaganna. „Við teljum það ekki vera hlutverk sveitarfélaga að halda úti sumarfrí- um, þ.e. að greiða fólki fyrir að vera í sumarfríi eins og í orlofi húsmæðra. Hins vegar er þetta lagaskylda og stjórnvöld hafa ekki treyst sér til að breyta þessu og við teljum þá eðli- legt að þau beri kostnaðinn af þessu,“ segir hún. Ítrekað beitt sér fyrir afnámi Samkvæmt upplýsingum frá Sam- bandi íslenskra sveitarfélaga hefur sambandið ítrekað beitt sér fyrir því að lög um orlof húsmæðra verði af- numin. Fundað var um málið með fulltrúum sveitarfélaga í ágúst síð- astliðnum, þar sem samþykkt var að leggja fram minnisblað fyrir stjórn sambandsins með tillögu að frum- varpi um afnám laganna. Í kjölfarið samþykkti stjórnin samhljóða að beina því til velferðarráðherra að leggja frumvarpið fram á Alþingi. Ekkert varð af því að ráðherra beitti sér fyrir afnámi laganna, sam- kvæmt upplýsingum frá samband- inu, en sex þingmenn Samfylkingar lögðu hins vegar fram eigið frum- varp sem aldrei var tekið til umræðu. Í minnisblaðinu sem sent var stjórn sambandsins eru færð rök fyrir afnámi laganna. Þar segir m.a. að lögin séu tímaskekkja þar sem flestar húsmæður séu virkir þátttak- endur á vinnumarkaði, fyrir liggi álit Jafnréttisstofu um að ákvæði lag- anna gangi líklega í berhögg við ákvæði laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla og fráleitt þyki að kveða í lögum á um að það sé verkefni sveitarfélaga að fjármagna ferðalög íbúa, svo eitthvað sé nefnt. „Fullkomlega úr takt við nútímann“  Fjölmörg sveitarfélög vilja afnema lög um húsmæðraorlof  Ekki hlutverk sveitarfélaga að fjármagna ferðalög íbúa Morgunblaðið/Golli Húsmæðraorlof Lögin þykja ganga í berhögg við jafnréttissjónarmið. 12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Fjögur erindi hafa borist atvinnu- vega- og nýsköpunarráðuneytinu með athugasemdum við ósk Landsnets um heimild til að taka eignarnámi land undir fyrirhugaða Suðurnesjalínu 2, á milli Hafn- arfjarðar og Reykjanesbæjar. Hvert erindi á við fjölda landeig- enda. Landsnet ákvað í febrúar að leita eftir heimild atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra til að taka til- tekin landsréttindi á Reykjanes- skaga eignarnámi til að geta hafið framkvæmdir við Suðurnesjalínu 2. Sjö ára undirbúningur Samningar höfðu þá tekist við fjóra af hverjum fimm landeig- endum um 62% lands á leið vænt- anlegrar línu en ítrekaðar samn- ingsumleitanir við aðra landeigendur reyndust árangurs- lausar. Unnið hefur verið að undirbún- ingi verkefnisins í sjö ár í sam- starfi við viðkomandi sveitarfélög. Umhverfisáhrif Suðurnesjalínu 2 voru metin og framkvæmdin er á aðalskipulagi allra sveitarfélag- anna. Suðurnesjalína 2 mun liggja um eignarlönd 20 jarða, þar af tókust samningar við eigendur 11 jarða og viðræður stóðu yfir við eig- endur tveggja jarða til viðbótar. Eigendur Vatnsleysu og Landa- kots höfnuðu samningum og sömu- leiðis eigendur þriggja annarra jarða að hluta: Knarrarness, Ás- láksstaðahverfis og heiðarlands Vogajarða. Ósk um heimild til eignarnáms nær væntanlega til lands úr þessum jörðum. Atvinnuvega- og nýsköp- unarráðuneytið mun nú fara yfir þær athugasemdir sem borist hafa, samkvæmt upplýsingum úr ráðu- neytinu. helgi@mbl.is Morgunblaðið/Kristinn Reykjanesskagi Fyrirhuguð Suðurnesjalína 2 á að liggja á milli Hafnar- fjarðar og Reykjanesbæjar. Undirbúningurinn hefur staðið yfir í sjö ár. Fjögur erindi með athugasemdum um eignarnám  Samningar höfðu tekist um 62% lands Forystumenn ASÍ og Samtaka at- vinnulífsins skiptust í gær á skoð- unum um verðlagsþróun og gengis- sveiflur í fjölmiðlum. Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, lýsti í yf- irlýsingu undrun sinni yfir ummæl- um Þorsteins Víglundssonar, fram- kvæmdastjóra Samtaka atvinnu- lífsins, í Morgunblaðinu á miðvikudag. Þar sagði Þorsteinn að ýmsar ástæður væru fyrir því að gengis- styrking skilaði sér ekki hraðar til viðskiptavina, en þær væru meðal annars vantrú á að styrkingin væri varanleg. Gylfi lýsti undrun sinni á þessum ummælum og virtist skilja þau sem svo að Þorsteinn teldi að fyrirtækin ættu ekki að skila styrkingunni til neytenda. „Sé þetta rétt er nokkuð ljóst að hér verður ekki sest að nein- um sáttaviðræðum á næstu mánuð- um og misserum heldur er verka- lýðshreyfingin sett í þá stöðu að þvinga fram eðlilegar kjarabætur til að bæta launafólki upp kostnaðinn af háu verðlagi og vöxtum,“ sagði Gylfi. Þorsteinn svaraði Gylfa og sagði þetta mikinn misskilning. „Virðist forseti ASÍ lesa úr þeim ummælum þá skoðun SA að fyrirtæki eigi ekki að skila styrkingu á gengi krónunnar út í verðlag. Það er fjarri sanni,“ sagði Þorsteinn. „Fyrirtækin eru því að skila gengisstyrkingu út í verð- lagið og allar líkur á að við sjáum hér mjög lágar verðbólgutölur í sumar, haldist gengið stöðugt,“ sagði Þor- steinn einnig. Þorsteinn sagði mikilvægt að ná tökum á sveiflum á gengi krónunnar, en þær leiði til aukinnar verðbólgu, óstöðugs rekstrarumhverfis fyrir at- vinnulífið og grafi undan kaupmætti almennings. „Mikill samhljómur hef- ur verið með Samtökum atvinnulífs- ins og Alþýðusambands Íslands hvað þetta varðar,“ sagði Þorsteinn. larahalla@mbl.is Fyrirtæki skili styrkingu krónu  ASÍ og SA deila um verðlagsþróun Þorsteinn Víglundsson Gylfi Arnbjörnsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.