Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 14
BAKSVIÐ
Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
Trjátegundir sem voru gróðursettar
í borgarlandinu um og upp úr 1980,
m.a. við Rituhóla og Vesturberg í
Breiðholti, yrðu líkast til ekki not-
aðar ef skógræktin væri að hefjast
nú, að mati Þórólfs Jónssonar, garð-
yrkjustjóra Reykjavíkurborgar.
Notast yrði við tegundir sem ekki
næðu viðlíka hæð, a.m.k. upp við
einkalóðir. Á sínum tíma hafi menn
líklega ekki áttað sig á að skógurinn
yrði svo gróskumikill að hann
myndi skyggja á útsýni.
Í liðinni viku tóku íbúar við Ritu-
hóla sig til og felldu um 200 tré sem
spilltu útsýni. Svipaðar aðstæður og
við Rituhóla er víðar að finna, m.a.
við Vesturberg í Breiðholti og í
Fellahverfi.
Þórólfur segir að starfsmenn
borgarinnar fái reglulega símtöl frá
fólki sem kvarti undan því að tré
skyggi á útsýni, ýmist tré í borg-
arlandinu eða hjá nágrönnum. Þá
hafi fyrirtæki óskað eftir því að tré
yrðu felld til að höfuðstöðvar þeirra
eða fyrirtækjamerki sæist betur.
Þau hafi undantekningarlaust feng-
ið neitun.
Þyrfti að strauja heilan skóg
Borgin fellir tré sem skyggja á
sól í görðum en hefur aldrei fellt tré
eingöngu vegna þess að þau
skyggja á útsýni, eftir því sem Þór-
ólfur man best. Hann bendir á að ef
fella ætti tré af þeirri ástæðu einni
yrði víða lítið eftir af trjágróðri
nema þá helst lágvaxnir runnar.
Skjól og prýði sem hlýst af trjánum
myndi tapast. „Það verður ekki
bæði sleppt og haldið.“
Borgin hefur ekki mótað sér
stefnu í þessum efnum, a.m.k. ekki
skriflega, heldur er hvert tilvik fyrir
sig metið. Þórólfur tekur fram að
íbúarnir við Rituhóla hafi ekki sent
formlegt erindi þar sem óskað var
eftir því að trén yrðu felld áður en
þeir gripu til sína eigin ráða, en
borginni var þó kunnugt um
óánægju íbúa við götuna.
Þórólfur bendir á að skógurinn í
hlíðinni fyrir neðan Hólahverfi
skyggi á útsýni frá afar mörgum
húsum og ef allir ættu að endur-
heimta útsýnið þyrfti að grípa til
róttækra aðgerða. „Þetta er heill
skógur sem þyrfti að fara. Það
þyrfti að strauja svolítið langt niður
eftir hlíðinni,“ segir hann.
Var nauðbitið og illa farið
Trén í umræddri hlíð voru flest
gróðursett um og eftir 1980. „Þá var
þetta nauðbitið og illa farið land.
Uppblásið holt,“ segir Þórólfur.
Á sínum tíma hefðu menn
kannski ekki séð það fyrir að skóg-
urinn yrði svona gróskumikill og
trén svona há og líklega hefðu íbú-
arnir mótmælt gróðursetningunni á
sínum tíma, hefðu þeir áttað sig á
því. Hávöxnum tegundum hefði ver-
ið plantað heldur ógætilega, ekki
síst öspum. Ef skógræktin væri að
hefjast núna væri hugsanlegt að
aðrar trjátegundir yrðu fyrir valinu,
t.d. birki í stað aspa og barrtrjáa.
Birkið verði yfirleitt ekki eins hátt,
oft um 8-10 metrar en barrtré geta
auðveldlega náð 15-20 metra hæð
og skyggja þar að auki alltaf jafn
mikið á útsýnið því þau fella ekki
barrið.
Undanfarin sumur hafa aðstæður
til skógræktar verið með besta móti
og tré tekið vaxtarkipp. Þórólfur
telur enga sérstaka ástæðu til að
endurskoða stefnu borgarinnar í
ljósi aukins vaxtar og viðbragða íbú-
anna við Rituhóla.
Frá 1980 og fram yfir 1995 stóð
borgin fyrir töluverðri skógrækt,
bæði í þéttbýli og á dreifbýlli svæð-
um, s.s. á Hólmsheiði. Síðan þá hef-
ur skógræktin fyrst of fremst snúist
um að prýða götur og hverfi og
auka á fjölbreytni tegunda.
Aðrar trjátegundir yrðu valdar nú
Garðyrkjustjóri Reykjavíkur segir að líkast til yrði notast við aðrar tegundir ef skógrækt fyrir
neðan Rituhóla og víðar væri að hefjast nú Man ekki eftir að tré hafi verið fellt vegna útsýnis
Morgunblaðið/Júlíus
Skjólgott Skógurinn í borgarlandinu fyrir neðan Vesturberg teygir sig hátt og skyggir á útsýni til Snæfellsjökuls,
Álftaness, Esjunnar og yfir Sundin. Húsin eru flest tveggja hæða og veitir ekki af til að eitthvað sjáist út.
Vöxtur Þegar trén voru gróðursett voru líklega fáir að hugsa um að einn
góðan veðurdag yrðu þau kannski aðeins of stór, a.m.k. fyrir smekk sumra.
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Aðeins þrjú verð:
690 kr.390 kr.290 kr.
Nýtt samkomulag Reykjavíkur-
borgar og innanríkisráðuneytisins
gerir ráð fyrir að felld verði 90-120
grenitré, 10-15 metra há á um
fjögurra hektara svæði um miðbik
vesturhlíðar Öskjuhlíðar.
Tilgangurinn er að auka flug-
öryggi við notkun austur/vestur-
flugbrautarinnar. Trén teygja sig-
upp í svonefndan hindranaflöt
flugbrautarinnar og eru sögð
skapa hættu fyrir flugvélar í flug-
taki og aðflugi. Isavia vill að trén
verði felld eða lækkuð.
Þórólfur Jónsson, garðyrkju-
stjóri Reykjavíkurborgar, segir að
ekki sé búið að
ákveða hvenær
trén verði felld
en hann telur
æskilegt að bíða
með það fram á
haust. Í fyrsta
lagi vegna þess
að á sumrin sé
mikið um útivist
í Öskjuhlíð og
skógarhögg fari
ekki vel saman við mikla umferð
fólks. Í öðru lagi sé fuglavarp haf-
ið og skógarhöggið myndi raska
því.
Morgunblaðið/Golli
Hjólað í skóginum Mikið er um útivist í Öskjuhlíð á sumrin og fuglavarp.
Æskilegra að
fresta skógarhöggi
Meira um útivistarfólk og varp hafið
Þórólfur
Jónsson
Sigrún Skaftadóttir flutti í
Vestuberg 1975. Nokkru síðar
var byrjað að gróðursetja aspir
og barrtré fyrir neðan götuna.
Hún segir að Norðmenn sem
komu í heimsókn hafi hlegið að
gróðursetningunni og sagt að
einn góðan veðurdag myndi
skógurinn eyðileggja útsýnið.
Fólk hefði ekki haft miklar
áhyggjur þá en þetta hefði síð-
an komið á daginn. Augljóslega
hefði skógræktin verið illa
skipulögð. Hún nýtur þó enn af-
ar fallegs útsýnis úr stofu-
glugga á 2. hæð. Fleira spillir þó
útsýninu en trén, m.a. forljótar
byggingar og sagði Sigrún að
það væri alveg jafn brýnt að rífa
ljóta glerturninn í Kópavogi eins
og að grisja skóginn.
Norðmenn-
irnir hlógu
ILLA SKIPULAGT