Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013
Ágúst Ingi Jónsson
aij@mbl.is
Með nýrri tækni hefur orðið sú
breyting á miðlun veðurupplýsinga
að mönnuðum stöðvum hefur fækk-
að mjög og þeim sem senda rafræn-
ar upplýsingar fjölgað að sama
skapi. Þær raf-
rænu senda upp-
lýsingar mun
þéttar en á móti
greinir manns-
augað margt sem
tæknin sér ekki.
Árni Sigurðs-
son, veðurfræð-
ingur hjá Veð-
urstofu Íslands,
hefur umsjón
með mönnuðu
veðurstöðvunum og segir að skiptar
skoðanir séu um þessar breytingar.
Sitt sýnist hverjum í þeim efnum.
Litlum vafa sé þó undirorpið að
nýja tæknin standi að mörgu leyti
framar þegar veður er kannað í
náttmyrkri, mannsaugað sjái ekki
vel í myrkri.
Tækninni fleygir fram
Rafræn skráning hafi rutt sér til
rúms um allan heim og tækninni
hafi vissulega fleygt fram. Að-
spurður segist hann ekki hafa upp-
lýsingar um hvort sparnaður náist
með þessum breytingum, tækin
kosti vissulega sitt.
Árni segir að nú sé í gangi tilraun
með nýja tegund af rafrænum tækj-
um sem mæli skýjahæð og skyggni.
Þau eigi að skynja hvort rigning sé
eða úði svo dæmi séu tekin, en
greini aðstæður út frá einum þröng-
um punkti.
Persónulegar upp-
lýsingar mikils virði
„Þetta er ekki sambærilegt við
greiningu veðurathugunarmanns
sem horfði kannski yfir sveitina sína
og gat jafnvel séð allt að 100 kíló-
metra út frá sér,“ segir Árni „Hann
gat séð hvort það var úrkoma í
grennd og gat gefið upplýsingar um
magn og hæð lægstu skýja, og um
hvort loftið var mjög hreint. Þessi
nýja stöð gefur ekki upplýsingar ef
skyggnið er betra en 20 kílómetrar
og mælir allt út frá einum punkti.
Nýju tækin skoða loftmassa á
stærð við fótbolta og skynja hvort
það eru einhverjar agnir í þessum
massa eða hvernig skyggnið er í
þeim litla pakka. Þegar tækið mælir
skýjahæð þá er mælt beint upp og
ef það hittir ekki á ský er niður-
staðan að það sé ekki skýjað. Ef
tækin hitta á ský og bláan himin
álíka oft er niðurstaðan við mæl-
ingar á skýjahulu að það sé hálf-
skýjað.“
Árni segir að persónulegar upp-
lýsingar frá veðurathugunarfólki á
staðnum hafi verið mikils virði; t.d.
um skýjafar, skyggni, hvort það
rigndi eða snjóaði, upplýsingar um
alla þætti veðurfars hafi verið í veð-
urskeytunum. Frá sjálfvirku stöðv-
unum komi takmarkaðri upplýs-
ingar um veður, og í flestum
tilfellum aðeins um vindstyrk, hita
og raka.
Mannaðar athuganir
gerðar á flugvöllum
Enn sem komið er sé sjálfvirku
stöðvunum ekki treyst einum til að
annast veðurupplýsingar frá flug-
völlum. Þar séu gerðar mannaðar
athuganir, við aðstæður eins og séu
á Íslandi sé ekki talið ráðlegt að
treysta tækjunum algerlega einum.
„Ég neita því ekki að mér finnst
net mannaðra stöðva orðið of gisið,“
segir Árni. „Þannig er engin stöð
frá Litlu-Ávík á Norður-Ströndum
suður í Hrútafjörð og alla leið yfir í
Skagafjörð. Því getur hæglega legið
þoka í Hrútafirði án þess að við höf-
um upplýsingar um það.
Núna er bara ein mönnuð stöð
alla leið frá Eyrarbakka að Höfn í
Hornafirði, það er á Vatnsskarðs-
hólum. Þarna er gríðarlega stórt
gat og við höfum ekki nákvæmar
upplýsingar um veður á einstökum
stöðum á þessari löngu leið. Það
getur til dæmis verið bagalegt þeg-
ar verið er að ráðleggja flug-
mönnum í sjónflugi hvort þeim sé
fært að fljúga um Suðurlandið. Ég
hefði gjarnan viljað hafa mannaða
stöð áfram á Klaustri,“ segir Árni.
„Net mannaðra stöðva orðið of gisið“
Tækninni hefur fleygt fram en mannsaugað sér margt sem tæknin greinir ekki Ein mönnuð stöð
frá Eyrarbakka að Höfn í Hornafirði og ekki nákvæmar upplýsingar um veður á einstökum stöðum
Veðurathugun Á Bláfeldi er bæði sjálfvirk stöð tengd
staurnum í forgrunni og mönnuð veðurskeytastöð.
Árni
Sigurðsson
Morgunblaðið/Jón Sigurðsson
Á safn Grímur Gíslason var veðurathugunarmaður á
Blönduósi. Hafíssetrið fékk tæki hans frá Veðurstofu.
Þegar mest var voru mannaðar
veðurstöðvar sem sendu Veður-
stofunni veðurskeyti á þriggja
tíma fresti hátt í 40. Eftir að
nokkrar stöðvar verða lagðar
niður sem skeytastöðvar í vor og
sumar verða mönnuðu veð-
ur-
skeyta-
stöðvarnar
21 að með-
talinni stöð-
inni í húsi
Veðurstof-
unnar í
Reykjavík.
Mannaðar
stöðvar sem
senda upp-
lýsingar um
úrkomu verða rúmlega 66 eftir
breytingarnar.
Rafrænar veðurstöðvar Veður-
stofunnar verða í sumar orðnar
um 117, þar af sex sem mæla ský,
skyggni og veður. Að auki notar
Veðurstofan um 150 sjálfvirkar
veðurstöðvar annarra stofnana,
og þá einkum Vegagerðarinnar,
Landsvirkjunar og Siglingastofn-
unar.
Mannaðar veðurskeytastöðvar
á Stórhöfða, Kirkjubæjarklaustri,
Hæl í Hreppum, Vík í Mýrdal,
Lambavatni á Rauðasandi, Torf-
um í Eyjafirði og Mýri í Bárðardal
verða lagðar niður í ár. Frá sum-
um þeirra bárust veðurskeyti all-
an sólarhringinn, en öðrum 4-6
sinnum yfir daginn. Úrkoma
verður áfram mæld handvirkt á
þessum stöðvum, að Klaustri
undanskildu, sem hættir alveg.
21 mönnuð
skeytastöð
NÝTA HÁTT Í 300
SJÁLFVIRKAR STÖÐVAR
Veður Reyniber
í rigningu.
Borgarráð Reykjavíkur hefur nú
heimilað umhverfis- og skipulags-
sviði að bjóða út framkvæmdir við
gerð nýrra heitra potta við Vestur-
bæjarlaugina. Áætlaður kostnaður
vegna verksins er um 120 milljónir
króna. Fyrirhugaðir pottar saman-
standa af vaðpotti fyrir börn með
leiktækjum, nuddpotti og hvíld-
arpotti. Einnig verður komið fyrir
herða- og iljanuddi milli nudd- og
hvíldarpottanna. Þar að auki er gert
ráð fyrir jarðhýsi við pottana sem
hýsir hreinsitæki og fleira.
Núverandi sundlaugarsvæði verð-
ur rýmkað til að sólar njóti sem best
við pottana og verða nýjar girðingar
reistar í kringum pottana. Gert er
ráð fyrir að vatnsyfirborði potta
verði lyft um 45 sentimetra frá laug-
arbakka til að auðvelda aðgengi fatl-
aðra. Einnig verður unnið að við-
haldi við búningsklefa kvenna þar
sem steypiböð og þurrksvæði verða
endurnýjuð. Áætlaður kostnaður við
það eru 35 milljónir króna. Ráðgert
er að hefja framkvæmdir við laugina
í lok maí og ljúka þeim í október. Út-
boð vegna verksins verður auglýst
um helgina. larahalla@mbl.is
Ljósmynd/Reykjavíkurborg
Viðbætur Tillaga Dagnýjar Helgadóttur að breytingum á útisvæði Vestur-
bæjarlaugar, en þar er gert ráð fyrir nýjum heitum pottum.
Nýir heitir pottar settir
niður við Vesturbæjarlaug
Kvarnir/Brimrás/Pallar ehf | Akralind 8 | 201 Kópavogur | sími 564 6070
fax 564 6071 | kvarnir@kvarnir.is | www.kvarnir.is | www.pallar.is