Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 17

Morgunblaðið - 10.05.2013, Side 17
FRÉTTIR 17Innlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Íslenski hesturinn verður notaður til að vekja athygli á Íslandi á sýningu og menningardagskrá sem efnt verður til í húsnæði norrænu sendi- ráðanna í Berlín í sumar. Sýningin er einnig liður í að vekja athygli á Heimsleikum íslenska hestsins sem haldnir verða í borginni í byrjun ágúst. Mikill áhugi er á íslenska hest- inum í Þýskalandi. Þar eru nú um 65 þúsund íslenskir hestar og margar fjölskyldur sem þeim tengjast. „Ég hef greinilega orðið var við jákvæð- an áhuga fjölda fólks á Íslandi vegna hestsins og ást sem við njótum góðs af,“ segir Gunnar Snorri Gunnars- son, sendiherra Íslands í Berlín. Sendiráð norrænu ríkjanna hafa sameiginlega aðstöðu til sýninga- og tónleikahalds og skiptast á að nota hana. Íslenska sendiráðið nýtti að- stöðuna til að vekja athygli á ís- lenskum bókmenntun í tengslum við Bókamessuna í Frankfurt 2011 og í sumar verður íslenski hesturinn í öndvegi. Nýtist í ferðaþjónustu Á sýningunni sem Ragna Fróða, fatahönnuður í Berlín, setur upp verða verk íslenskra listamanna og hönnuða, meðal annars ljósmyndir. Sýningin verður opnuð með viðhöfn 15. maí og lýkur með móttöku 26. júní, undir lok opinberrar heimsókn- ar Ólafs Ragnars Grímssonar, for- seta Íslands, til Berlínar. Hliðardagskrá verður í tónleika- salnum nokkrum sinnum. Þannig verða sýndar heimildarmyndir um íslenska hestinn 23. maí. Dagskrá um íslenska hestinn í bókmenntum verður 31. maí. Þá koma ungir ís- lenskir tónlistarmenn sem búsettir eru í Berlín fram á tónleikum 13. júní. „Svo bíðum við eftir heimsmeist- aramótinu. Það er greinilegt að mik- il þátttaka verður að heiman,“ segir Gunnar Snorri um Heimsleika ís- lenska hestsins sem haldnir verða í borginni 4. til 11. ágúst. Hann segir að mótið verði meira í brennipunkti en fyrri mót þar sem þetta sé í fyrsta skipti sem Heimsleikar ís- lenska hestsins eru haldnir í höf- uðborg Evrópuríkis. Metnaður sé við skipulagningu leikanna og von á mörgum áhorfendum. „Það skemmtilega við þá jákvæðu athygli sem við getum fengið með þessum atburðum er að hún nýtist einnig í ferðamálum, athygli er vakin á land- inu sem áhugaverðum áfangastað,“ segir Gunnar Snorri og nefnir einnig að ferðafólk sem fái áhuga á hestinum geti heimsótt landið allt árið. Hluti sýning- arinnar fer á mótssvæðið í austurhluta Berlínar og einnig er hugs- anlegt að hún nýtist sendi- ráðum í öðrum löndum þar sem áhugi er á íslenska hestin- um. Hesturinn kynnir landið „Mér finnst spennandi viðfangs- efni að tengja íslenska hestinn við stefnur og strauma í listum og hönnun í dag,“ segir Ragna Fróða um sýninguna um hestinn sem hún er að setja upp í sendi- ráðinu. Hún vonast til að með því fáist óvenjuleg sýn á íslenska hestinn. Hún hefur fengið til liðs við sig íslenska hönnuði, ljós- myndara og myndlistarmenn. Efninu er miðlað á mismun- andi hátt og sagðar nokkrar sög- ur. Nefnir Ragna að ljósmyndir séu af hestum sem verið er að flytja úr landi með fyrirsætum í fötum frá íslenskum fatahönn- uðum. Einnig myndir af hestum á Íslandi og hestum sem komnir eru úr landi og geta aldrei snúið aftur til Íslands. Meðal sýningargripa er hestur í fullri stærð, gerður úr frauð- plasti, eftir þýska myndlistar- manninn Juliu Aatz. Verkið er gert fyrir mótshaldara HM og verður þar til sölu. Samkvæmt þýskri hefð fara hestarnir um allt land, málaðir á mismunandi hátt. Sjálf mun Ragna klæða hest- inn í íslenska ull og er ætlunin að hann verði skjóttur. Þetta mun hún gera á kaffi- húsakvöldi í sendi- ráðinu. Að sýningu lokinni fær hest- urinn sama- stað á leik- skóla. „Skjóni“ í fullri stærð ÓVENJULEG NÁLGUN Hestur listakon- unnar Juliu Aatz. Ragna Fróða Gunnar Snorri Gunnarsson Tölt Teiknimynd Unu Lorenzen um töltandi hest er meðal verka á sýningunni í sendiráðinu í Berlín.  Íslenski hesturinn í öndvegi á sýningu í sendiráðinu í Berlín  Liður í undir- búningi Heimsleika íslenska hestsins sem haldnir verða í borginni í byrjun ágúst Í slitsterku áklæði! Verð áður 89.000 Alklæddur nautsleðri! Verð áður 139.000 Þú sparar 20.000 Þú sparar 40.000 Tilboðsverð 99.000 út maí mánuð! RISAÚTSALA! Okkar besti hægindastóll á verði sem hefur ekki sést á Íslandi í mörg ár! Rubelli 9332 H með svifruggu, snúning, gormasæti og frábærum bakstuðningi 3 leðurlitir 6 taulitir Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181 www.innlit.is Þekking • Þjónusta Tilboðsverð 69.000

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.