Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 39

Morgunblaðið - 10.05.2013, Page 39
MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Einar Falur Ingólfsson efi@mbl.is Stofnun Árna Magnússonar í ís- lenskum fræðum minnist þess nú á vormánuðum að 350 ár eru liðin frá fæðingu Árna Magnússonar hand- ritasafnara. Af því tilefni hefur Árnastofnun gert eftirmyndir sex handrita sem geymd eru í stofn- uninni og eru sýningar á þeim opn- aðar nú snemmsumars í hinum ýmsu landshlutum í átaki er kallast „Handritin alla leið heim“. Í dag klukkan 18 verður ein þessara sýn- inga, á handritinu Skáldskap- arfræði, opnuð í Húsinu á Eyrar- bakka. Handritið afhenti séra Halldór Torfason í Gaulverjabæ Árna árið 1691 og inniheldur það meðal annars Snorra-Eddu. Árnastofnun hefur fengið hóp fólks til liðs við sig, til að fara með endurgerðir handritanna heim í hér- uðin sem þau komu frá. Charlotte Bøving leikkona kemur handritinu fyrir á sýningunni í Húsinu í dag en Gísli Sigurðsson handritafræðingur fylgir því úr hlaði við opnunina. „Þetta er mikill heiður að vera boðið að koma handritinu fyrir á sýningunni,“ segir Charlotte. Fjöl- skylda eiginmanns hennar, Bene- dikts Erlingssonar, á rætur á Eyr- arbakka, segir hún. Gísli afi hans kom þaðan, þar á fjölskyldan hús og þau Benedikt giftu sig þar. „Árni fór með handritið til Kaup- mannahafnar, þar sem það bjarg- aðist undan brunanum árið 1728 og loks kom það aftur til Íslands. Handritið hefur því verið á ferðalagi og mér finnst skemmtilegt að fá að leiða það alla leiðina heim, þangað sem það var skrifað,“ segir Char- lotte og bætir síðan hlæjandi við: „Ég kom líka frá Danmörku, eins og handritið.“ Hún segist vera að nota tækifærið og mennta sig í skáldskaparfræð- unum sem handritið fjallar um. Skrifað um 1300 Handritið Skáldskaparfræði var skrifað um 1300 og vitnar um kennslu í skáldsskaparfræðum á miðöldum. Það hefst á línum úr glat- aðri málfræðiritgerð, þá tekur við málfræðiritgerð Ólafs Þórðarsonar hvítaskálds, svo Litla-Skálda um skáldskaparmálið og loks er ein gerð Skáldskaparmála Snorra- Eddu. Handritinu lýkur á Íslend- ingadrápu Hauks Valdísarsonar. Gísli Sigurðsson hefur kynnt sér sögu þessa merka handrits og hvernig stóð á því að Árni fékk það í hendur. Mun hann segja gestum frá þeirri forvitnilegu sögu allri í dag. Hann segir séra Haldór, sem gaf Árna handritið, hafa verið hálfbróð- urson Brynjólfs biskups Sveins- sonar og hafa skrifað ævisögu bisk- upsins. „Brynjólfur var svo ánægður með Torfa frænda sinn að hann arf- leiddi hann að sínu góssi. Þarna hafa því verið einhverjir peningar og bækur í umferð,“ segir Gísli. Hand- ritið var bundið inn í skinnblað úr söngbók sem hafði áður verið notað utan um bók sem Brynjólfur átti. Gísli segir skemmtilegar spássíu- nótur vera á handritinu um efni þess, eins og þessa: „Guð gefi mér að læra þessa bók með öðru góðu – en hún er vond. Guð faðir mis- kunni.“ „Guð gefi mér að læra þessa bók með öðru góðu“  Sýning á hand- ritinu Skáldskap- arfræði í Húsinu Gísli Sigurðsson Sögustaður Sýningin á Skáldskaparfræði verður opnuð á Eyrarbakka í dag. Charlotte Böving dagskvöld. Kemur þá í ljós hvort Ey- þór Ingi kemst í lokakeppnina með laginu „Ég á líf“ eftir Örlyg Smára og Pétur Örn Guðmundsson. Föstu- dagskvöldið 17. maí munu Friðrik Ómar, Regína Ósk og Selma Björns- dóttir syngja Eurovison-perlur í þættinum Saga Eurovison og næsta kvöld verður svo úrslitakeppnin haldin. Í tilkynningu frá RÚV kemur fram að áhorfsmælingar síðustu fimm ára sýni að Íslendingar séu öðrum þjóðum duglegri við að fylgj- ast með lokakeppninni. Áhorfið sé slíkt að jaðri við heimsmet. Mest var áhorfið á keppnina 16. maí árið 2009, þá horfðu 92,3% þjóðarinnar á Jóhönnu Guðrúnu keppa fyrir Ís- lands hönd. Söngvakeppni evrópskra sjónvarps- stöðva, Eurovision, nálgast óðfluga og geta aðdáendur hennar komið sér í rétta gírinn um helgina með því að fylgjast með dagskrá RÚV henni tengdri og hlýða á Rás 2. Boðið verð- ur upp á tvöfaldan Eurovision- skammt á RÚV um helgina, tvo þætti af Alla leið þar sem Eurovisi- on-spekingar rýna í lög keppninnar og spá í gengi þeirra. Fyrri þátt- urinn verður í kvöld og sá seinni annað kvöld. Eftir helgi verða svo sýndir tveir sjónvarpsþættir um ferð íslenska hópsins til Malmö í Svíþjóð, þar sem keppnin er haldin í ár, og bera þeir yfirskriftina Leiðin til Malmö. Þættirnir verða sýndir á mánudags- og miðvikudagskvöld. Fyrri forkeppni Eurovision fer fram á þriðjudaginn og hefst kl. 19 en sú seinni hefst á sama tíma á fimmtu- Hitað upp fyr- ir Eurovision Spennandi Eyþór, Örlygur og Pétur fagna sigri í Söngvakeppninni. Morgunblaðið/Eggert Þuríður Helga Ingvarsdóttir heldur í dag kl. 18 útskriftar- tónleika í Frí- kirkjunni en hún lýkur BMus- gráðu í fiðluleik frá Listaháskóla Íslands í vor. Á efnisskránni eru sónata fyrir fiðlu og píanó eftir W.A. Mozart, sónata fyrir einleiksfiðlu eftir J.S. Bach og verkið Eldtungur á Vaðla- heiði sem Bára Gísladóttir samdi fyrir Þuríði. Tónleikunum lýkur með sónötu fyrir fiðlu og píanó eftir S. Prokofiev. Útskriftartónleikar í Fríkirkjunni Þuríður Helga Ingvarsdóttir 24.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Silfurberg 25.05.13 Lau. 20:00 UPPSELT Silfurberg 31.05.13 Fös. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Silfurberg 01.06.13 Lau. 20:00 ÖRFÁ SÆTI Silfurberg 08.06.13 Lau. 20:00 NÝ SÝNING Norðurljós 10.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Silfurberg 11.05.13 Lau. 20:00 UPPSELT Silfurberg 12.05.13 Sun. 20:00 UPPSELT Silfurberg 17.05.13 Fös. 20:00 UPPSELT Silfurberg Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 10/5 kl. 19:00 Mið 29/5 kl. 19:00 aukas Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 11/5 kl. 19:00 Fim 30/5 kl. 19:00 aukas Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 12/5 kl. 13:00 Fös 31/5 kl. 19:00 Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Mið 15/5 kl. 19:00 aukas Lau 1/6 kl. 13:00 Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 16/5 kl. 19:00 Sun 2/6 kl. 13:00 aukas Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 17/5 kl. 19:00 Mið 5/6 kl. 19:00 aukas Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Lau 18/5 kl. 19:00 Fim 6/6 kl. 19:00 Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Mán 20/5 kl. 13:00 aukas Fös 7/6 kl. 19:00 Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 23/5 kl. 19:00 Lau 8/6 kl. 19:00 Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 25/5 kl. 19:00 aukas Sun 9/6 kl. 13:00 Sun 26/5 kl. 13:00 Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Þri 11/6 kl. 20:00 aukas. Fim 13/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Mið 12/6 kl. 20:00 Fös 14/6 kl. 20:00 Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Mýs og menn (Stóra sviðið) Fös 24/5 kl. 20:00 aukas Lau 1/6 kl. 20:00 aukas Sun 9/6 kl. 20:00 lokas Sun 26/5 kl. 20:00 aukas Sun 2/6 kl. 20:00 aukas Meistaraverkið eftir John Steinbeck. Nýjar aukasýningar. Síðustu sýningar. Svar við bréfi Helgu (Nýja sviðið) Fös 10/5 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fös 17/5 kl. 20:00 Byggt á metsölubók Bergsveins Birgissonar. Snýr aftur í takmarkaðan tíma. Núna! (Litla sviðið) Sun 12/5 kl. 20:00 Þri 21/5 kl. 20:00 Þri 4/6 kl. 20:00 lokas Þri 14/5 kl. 20:00 Mið 22/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Þrjú ný íslensk verk eftir ung og öflug leikskáld í einni sýningu. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 10/5 kl. 20:00 Lau 18/5 kl. 20:00 Fös 31/5 kl. 20:00 Lau 11/5 kl. 20:00 Fim 23/5 kl. 20:00 Lau 1/6 kl. 20:00 Fim 16/5 kl. 20:00 Lau 25/5 kl. 20:00 Sun 2/6 kl. 20:00 lokas Fös 17/5 kl. 20:00 Sun 26/5 kl. 20:00 Grímusýning síðasta leikárs. Síðustu sýningar. Íslenski Dansflokkurinn: Walking Mad (Stóra sviðið) Sun 12/5 kl. 20:00 Mán 20/5 kl. 20:00 Þri 28/5 kl. 20:00 Tvö verk á einu kvöldi: Walking Mad og Ótta - húmor, galsi og geðveiki. Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Tengdó – HHHHH – EB, Fbl Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 10/5 kl. 19:30 7.sýn Fös 24/5 kl. 19:30 11.sýn Sun 2/6 kl. 19:30 Lau 11/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 25/5 kl. 19:30 12.sýn Fös 7/6 kl. 19:30 Sun 12/5 kl. 19:30 Aukas. Sun 26/5 kl. 19:30 Aukas. Lau 8/6 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 8.sýn Fim 30/5 kl. 19:30 13.sýn Sun 9/6 kl. 19:30 Fös 17/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 31/5 kl. 19:30 Fös 14/6 kl. 19:30 Fim 23/5 kl. 19:30 10.sýn Lau 1/6 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 Ein vinsælasta íslenska skáldsaga síðari ára í nýrri leikgerð Kvennafræðarinn (Kassinn) Fös 10/5 kl. 19:30 9.sýn Fös 17/5 kl. 19:30 Fös 31/5 kl. 19:30 Lau 11/5 kl. 19:30 Fös 24/5 kl. 19:30 Lau 1/6 kl. 19:30 Fim 16/5 kl. 19:30 Lau 25/5 kl. 19:30 Hver er ekki upptekin af kvenlíkamanum? Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 12/5 kl. 14:00 Sun 26/5 kl. 14:00 Sun 2/6 kl. 14:00 Lokas. Síðustu sýningar! Karíus og Baktus (Kúlan) Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Lau 11/5 kl. 15:00 Lau 25/5 kl. 15:00 Frábært leikrit sem á erindi við alla krakka! Hvörf (Kúlan) Fös 10/5 kl. 19:00 Lau 11/5 kl. 19:00 Sun 12/5 kl. 19:00 Lab Loki í samstarfi við Þjóðleikhúsið Gilitrutt (Brúðuloftið) Lau 11/5 kl. 13:30 Lau 25/5 kl. 13:30 Skemmtileg brúðusýning fyrir börn Nú geta allir fengið iPad-áskrift Skráðu þig í iPad-áskrift á www.mbl.is/mogginn/ipad/

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.