Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 40

Morgunblaðið - 10.05.2013, Síða 40
AF DANSI Árni Matthíasson arnim@mbl.is Gyðingafjall, Montjuïc, er suð-vestanvert við miðborgBarcelona. Þaðan er gott útsýni yfir höfnina og borgina alla reyndar, en þar er líka sitthvað að gera menningar- og íþróttalegt. Þar er til að mynda Ólympíu- leikvangurinn og einnig ólympíu- sundlaug, eftirminnilegur kirkju- garður, Miró-safnið og katalónska listasafnið og svo má lengi telja. Í hlíðum Montjuïc var líka haldin heimssýning 1929.    Borgaryfirvöld í Barcelonaeru gjörn á að hleypa af stað stórverkefnum sem fela í senn í sér byggingu mikilla mannvirkja og endurnýjun hverfa í borginni. Gott dæmi um það eru Ólympíuleikarnir 1992 sem gerbreyttu borgarmynd Barcelona og gerðu hana að einni mestu ferðamannaborg Evrópu. Stórverkefni Barcelona á þriðja áratug síðustu aldar var heimssýn- ingin 1929 sem sér stað í húsum og höllum og minnismerkjum í hlíðum Montjuïc.    Meðal þeirra húsa sem þávoru reist er blómamark- Bráðfyndið og beiskjublandið dansævintýri á Gyðingafjalli Ljósmynd/IT Dansa Dansnemendur IT Dansa-hópurinn flytur bráðfyndið og beiskjublandið ævintýri Alexanders Ekmans. aðurinn, Mercat de les Flors. Síðar var blómamarkaðurinn fluttur en eftir stóðu byggingar sem lítið voru notaðar um árabil. Þegar enski leikstjórinn og kvikmyndagerð- armaðurinn Peter Brooks tók að sér að setja Carmen upp í Barce- lona 1983 segir sagan að þegar hann hafi verið búinn að hafna öllu sem stóð til boða hafi tæknimaður nefnt að enn ætti eftir að skoða einn sal, eða réttara sagt gamla blómageymslu. Brooks hreifst af salnum og upp frá því hefur hann verið meðal helstu miðstöðva sviðs- lista í Barcelona undir nafni Maria Aurèlia Capmany eftir einum helsta hvatamanninum að tilurð hans.    Í næsta húsi við salinn er leik-og danslistaskóli Bacelona, Institut del Teatre. Liður í námi í danslistum er að fjórtán nemendur á lokaári taka þátt í dansflokknum IT Dansa sem setur upp sýningu og ferðast um með hana. Svo vildi til að í stuttri heimsókn til Barcelona fyrir viku var mér boðið að sjá sýn- ingu hópsins og er það tilefni þess- ara skrifa.    Á dagskrá IT Dansa-hópsinsað þessu sinni voru fjögur verk, mislöng og mismerkileg; Cor Perdut, Naked Thoughts, In Me- moriam og WHIM Fractured Fairy- tale. Fyrsta verkið var það veiga- minnsta, en rann vissulega vel enda tónlistin úr smiðju söngkonunnar Maria del Mar Bonet. Danshöfund- urinn, Nacho Duato, er með helstu danssmiðum Spánar, en hann er nú listrænn stjórnandi Mikhælovskíj- leikhússins í Sankti Pétursborg. Verkið er ekki nýtt, frumflutt í Hol- landi 1989 og nokkrum sinnum síð- ar. Lítil átök eru í því og ekki mikil spenna. Meira var um að vera í Na- ked Thoughts eftir Raphael Bonac- hela sem frumflutt var 2007 í Barcelona. Í því verki var ljóðum skáld- og listakonunnar Ainize Txopitea fléttað saman við tónlist og áhrifshljóð Ramon Balagué með góðum árangri, þó inntakið hafi ekki verið ýkja frumlegt – ástir missamlyndra para. Dansarar voru átta, mjög misjafnir að gæðum, sem vonlegt er, en þeir bestu voru fram- úrskarandi. In Memoriam eftir belgíska danshöfundinn Sidi Larbi Cherkaoui kom næst, mjög vel út- færður dans tæknilega með fínar hreyfingar og hæfilega dramatík þó inntakið hafi verið þunnt og nið- urstaðan fyrirsjáanleg. Tónlistin var frábærlega flutt af korsíska karlakórnum A Filetta, hljómaði úr tölvu reyndar. In Memoriam var frumflutt í Barcelona 2011.    Lokakafli sýningarinar varsvo WHIM Fractured Fairy- tale eftir sænska danshöfundinn Al- exander Ekman, sem hannaði einn- ig búningana. Verkin á undan voru hefðbundin um flest, en Ekman var á annarri línu, nánast á annarri plánetu. Frásögnin er einskonar ævintýri þar sem hópurinn er allur með og leikmunirnir stólar af ýms- um gerðum. Verkið var frumflutt í Barcelona fyrir sex árum og IT Dansa-hópurinn hefur áður sett það upp sem sjá má á YouTube. Tónlistin er afskaplega vel notuð til að ramma dansinn inn, til að mynda er brot úr Árstíðum Vivaldis notað til að undirstrika þvingaða gleði, brot úr verki eftir Marcelle de Lacour og brot úr óvenjulegri út- setningu Edmundo Ros á Boléro til að skapa vélræna stemningu og svo var My Baby Just Cares for Me eftir og með Ninu Simone notað til að undirstrika fáránlega þráhyggju ástarinnar. Afskaplega vel gert, bráðfyndið og beiskjublandið æv- intýri. » Verkin á undanvoru hefðbundin um flest, en Ekman var á annarri línu, nánast á annarri plánetu. 40 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 10. MAÍ 2013 Komdu í bíó! Þú finnur upplýsingar um sýningartíma okkar og miðasölu á www.emiði.is og www.miði.is KEMUR FYRSTA STÓRMYND SUMARSINS FRÁ ÞEIM SEM FÆRÐU OKKUR -Empire -Hollywood Reporter POWE RSÝN ING KL. 10 :40 -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU - T.K. kvikmyndir.is H.V.A -Fréttablaðið LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L 12 12 12 16 STAR TREK 3D Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40(P) MAMA Sýnd kl. 8 - 10:10 IRON MAN 3 3D Sýnd kl. 5:20 - 8 - 10:40 LATIBÆR - BÍÓUPPLIFUN Sýnd kl. 4 OBLIVION Sýnd kl. 5:30 Stórmyndin sem tekin var upp á Íslandi

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.