Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 6
Hreppsnefndarfundur Greint var frá ákvörðuninni um að segja Gunnólfi sveitarstjóra
upp störfum frá mánaðamótum á almennum fundi hreppsnefndar Langanesbyggðar.
Trúnaðarbrestur á milli Gunnólfs
Lárussonar, sveitarstjóra Langanes-
byggðar, og sveitarstjórnarfólks er
sögð ástæða þess að honum var sagt
upp störfum í gær. Hreppsnefndin
hafi því ekki treyst sér til að vinna
áfram með Gunnólfi út kjör-
tímabilið.
Þetta kom fram í máli Siggeirs
Stefánssonar, oddvita sveitarstjórn-
arinnar, á almennum hreppsnefnd-
arfundi. Hann skýrði ekki frekar í
hverju sá trúnaðarbrestur fælist.
Gunnólfur, sem hættir um mán-
aðamótin, lýsti yfir furðu sinni og
óánægju með uppsögnina á fund-
inum og taldi góðan árangur hafa
náðst í málefnum Langanesbyggðar
á starfstíma sínum. Hann sagðist
ætla að sitja áfram sem sveitar-
stjórnarmaður út kjörtímabilið.
Gunnólfur hefur verið sveitarstjóri á
Langanesi frá árinu 2009 en hann
var áður sveitarstjóri í Dalabyggð.
Gunnólfi sagt upp sem sveitarstjóra
Langanesbyggðar vegna trúnaðarbrests
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
„Margt í þessu kemur ekki beinlínis
á óvart miðað við umræðu síðustu
mánuði,“ segir Gylfi Arnbjörnsson,
forseti Alþýðusambands Íslands, og
vísar til stöðu ríkissjóðs. En í gær
greindi Morgunblaðið frá því að
samkvæmt tölum forsætis- og fjár-
málaráðherra gæti afkoma ríkis-
sjóðs orðið 14 milljörðum kr. lakari á
þessu ári en áætlanir gerðu ráð fyrir
og 27 milljörðum verri á því næsta.
Gylfi bendir á að ýmsar breyting-
ar hafi verið kynntar á ríkisfjármál-
um að undanförnu. „Við höfum því
haft talsverðar áhyggjur af því að
staða ríkissjóðs bjóði ekki upp á þau
fyrirheit sem gefin voru í aðdrag-
anda kosninga.“
Aðspurður hvort hann telji eitt-
hvað svigrúm vera til launahækkana
þegar kemur að gerð kjarasamninga
í haust segir Gylfi: „Það skiptir okk-
ur auðvitað máli að hægt verði að ná
utan um stöðu ríkissjóðs en á end-
anum er þetta alltaf spurning um
viðræður og forgangsröðun stjórn-
valda. Á miðvikudag kynnti ríkis-
stjórnin t.a.m. lækkun á auðlinda-
skatti upp á ríflega 6 milljarða á
næsta ári.“
Innlend framleiðsla nauðsynleg
Már Wolfgang Mixa, fjármála-
fræðingur og doktorsnemi í hag-
fræði, segir vanta tilfinnanlega er-
lenda jafnt sem innlenda
fjárfestingu hér á landi.
„Við getum ekki eingöngu treyst á
að hingað komi erlendir ferðamenn
heldur er nauðsynlegt að hefja hér
framleiðslu,“ segir Már Wolfgang og
bætir við að afnám gjaldeyrishafta
hljóti að vera forgangsatriði stjórn-
valda. „Ég hef aldrei skilið hvernig
hægt sé að halda því fram að hingað
komi erlendir fjárfestar til að reisa
verksmiðjur og skapa störf í þessu
gjaldeyrishaftaumhverfi,“ segir Már
Wolfgang. Er því að hans mati
skortur á langtímastefnu í þessum
efnum.
Aðspurður út í stöðu og horfur í
ríkisfjármálum segir Már Wolfgang
ástandið viðráðanlegt og afkomu
ríkissjóðs langt í frá alslæma þótt
hún sé vissulega lakari en menn
töldu. „Auðvitað ber að taka þessar
tölur alvarlega en sé litið á stóru
heildarmyndina þá gæti staðan verið
mun verri en raun ber vitni,“ segir
Már Wolfgang og bætir við að mestu
skiptir nú að skattalækkanir komi til
með að örva innlent atvinnulíf.
Spurning um
forgangsröðun
Mikil þörf á fjárfestingum hér á landi
Morgunblaðið/Eggert
Ráðherrar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og Bjarni
Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, kynna stöðu ríkissjóðs.
Óvissa hefur ríkt um samning
þyrlulækna við innanríkis- og vel-
ferðarráðuneytið eftir að honum
var sagt upp. Ögmundur Jónasson
var innanríkisráðherra þegar
ákvörðunin var tekin.
Hanna Birna Kristjánsdóttir,
núverandi innanríkisráðherra,
sagði málið í góðum farvegi. „Við
erum að leita lausna til að fá
niðurstöðu í þetta milli innanríkis-
ráðuneytisins og velferðarráðu-
neytisins. Embættismenn beggja
ráðuneyta eru að vinna í þessu
núna.“
Læknar hafa um áratugaskeið
verið hluti af áhöfn þeirra þyrlna
sem sinna leitar- og björgunar-
starfi hér á landi. „Það var sam-
staða í báðum ráðuneytunum um
að vinna að þessu í sameiningu og
fara vel yfir málið,“ segir Hanna
Birna sem segir viðræðurnar að-
allega snúast um kostnaðarskipt-
ingu. „Ég treysti því að úr þessu
verði leyst farsællega sem allra
fyrst.“ aslaug@mbl.is
Þyrlur Samningaferli við þyrlu-
lækna er í góðum farvegi.
Ráðuneytin eru að
semja við þyrlulækna
„Staðan í ríkisfjármálum er til-
tölulega slæm því ekki hefur
verið gengið nægjanlega langt í
hagræðingu auk þess sem alls-
konar faldar ábyrgðir eiga enn
eftir að koma í ljós,“ segir Ás-
geir Jónsson, lektor við hag-
fræðideild Háskóla Íslands.
Segir Ásgeir því afar brýnt að
stuðlað verði að langtíma hag-
vexti. „Lykillinn að því er að við
tengjumst aftur alþjóðlegu við-
skiptaumhverfi,“ segir Ásgeir
og bætir við að vandinn sé hins
vegar sá að þau markmið sem
haldið er á lofti í stjórnmála-
umræðunni séu mörg hver
ósamrýmanleg. „Ef við sleppum
t.d. krónunni lausri getur það
leitt til lækkunar á gengi henn-
ar. Hvernig fer það saman við
loforð og samninga um stöð-
ugan kaupmátt?“
Skort hefur
hagræðingu
ÓSAMRÝMANLEG MARKMIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
„Við viljum að það sé samræmi í
álagningu gjalda á þá sem nýta nátt-
úruauðlindir en að þau séu ekki bara
lögð á sjávarútveginn,“ sagði Friðrik
J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri
LÍÚ. Hann sagði að útgerðarmönn-
um kæmi hækkun sérstaks veiði-
gjalds á uppsjávarfisk verulega á
óvart. Gerð er tillaga um það í frum-
varpi sjávarútvegs- og landbúnaðar-
ráðherra um breytingar á lögum um
veiðigjöld sem dreift var á Alþingi í
fyrrakvöld.
„Við höfum ekki séð forsendurnar
fyrir því að hækka sérstaka veiði-
gjaldið frá því sem það var á þessu
fiskveiðiári og ekki séð útreikningana
sem liggja þar að baki,“ sagði Friðrik.
Hann sagði LÍÚ hafa óskað eftir að fá
að sjá þá útreikninga. Þá sagði Frið-
rik að veruleg óvissa væri um næstu
loðnuvertíð.
Friðrik sagði þörf á að endurskoða
skattlagninguna alveg frá grunni.
Veiðigjöld, bæði hið almenna og sér-
staka, eru mjög hátt hlutfall hvort
heldur er af tekjum eða hagnaði út-
gerðarinnar, að hans sögn. Friðrik
sagði að lengi hefði verið talað um að
leggja veiðigjöld á svokallaðan „um-
framhagnað“, það er hagnað sem
væri umfram það sem gerðist í öðrum
atvinnugreinum. Friðrik sagði að út-
gerðin væri ýmist rekin með tapi eða
hagnaði og langt því frá að atvinnu-
greinin skilaði almennt „umfram-
hagnaði“. Hann sagði að veiðigjöldin,
eins og þau hafa verið innheimt og
stefnt er að með nýju frumvarp, yrðu
áfram lögð á útgerðir án þess að þau
legðust einungis á „umframhagnað“.
Þau yrðu mjög hátt hlutfall af hagnaði
margra sjávarútvegsfyrirtækja.
Friðrik sagði að nota ætti þorsk-
ígildisstuðla (þíg) við ákvörðun veið-
gjalds en þeir endurspegluðu engan
veginn afkomu veiða einstakra teg-
unda.
Stjórnarandstaðan gagnrýnin
Á vef Landssambands smábátaeig-
enda segir að frumvarpið beri það
glöggt með sér að vera í átt til sátta
við greiðendur sérstaks veiðigjalds.
Bent er á það að í frumvarpinu sé gert
ráð fyrir lækkun á sérstöku veiði-
gjaldi vegna botnfiskveiða en hækkun
vegna uppsjávarveiða.
Þingmenn stjórnarandstöðunnar
gagnrýndu frumvarp sjávarútvegs-
ráðherra á fundi Alþingis í gær vegna
boðaðrar lækkunar veiðigjalds á sjáv-
arútveginn á þessu ári og 2014.
Helgi Hjörvar, Samfylkingu, sagði
útgerðarmenn og efnafólk fá peninga
strax en að skuldug heimili væru sett
í nefnd. Katrín Jakobsdóttir, formað-
ur VG, sagði að yrði veiðigjaldafrum-
varpið að lögum mundu tekjur rík-
issjóðs dragast saman um 3,2
milljarða á þessu ári og 6,4 á því
næsta. Á sama tíma væri veiðiráðgjöf
hækkuð sem næmi aukningu útflutn-
ingsverðmæta upp á 14-16 milljarða.
Mikilvægt að bregðast við
Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávar-
útvegs- og landbúnaðarráðherra,
sagði í samtali við mbl.is að nauðsyn-
legt hefði verið að bregðast við. Ella
hefði tekið við frumvarp sem var
tæknilega ómögulegt að framfylgja
og áform í því sem hefðu lagt atvinnu-
greinina í rúst.
„Það var mikilvægt að bregðast við
og nauðsynlegt á þessu sumarþingi,“
sagði Sigurður Ingi. Hann sagði
markmiðin vera að koma á skynsam-
legri gjaldtöku og að tryggja ríkis-
sjóði tekjur.
Morgunblaðið/Sigurður Ægisson
Strandveiðar Aron ÞH var á handfæraveiðum út af Tjörnesi í fyrradag. Í baksýn til vinstri má sjá Mánáreyjar.
Útgerðarmenn vilja
samræmi í sköttum
Ráðherra segir veiðigjaldafrumvarpið vera nauðsynlegt
Lögreglan stöðvaði alla umferð á
þjóðvegi 1 um Borgarnes í gær. Var
um að ræða átak lögreglunnar í
samvinnu við aðrar stofnanir er
vinna að umferðaröryggi, og var
ástand allra bifreiða kannað og at-
hugasemd gerð ef þörf var á. Að-
eins um 14 bifreiðir reyndust þurfa
frekara viðhald af alls 1100.
Lögreglan kannaði
ástand bifreiða