Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 11
Fjölhæf Halldór og Agnes eiga það sameiginlegt að vera bæði afbragðsgóðir söngvarar sem og dansarar.
sem Írafellsmóra á meðan Agnes
gælir við þá hugmynd að vera klædd í
krummabúningi.
Að sögn Kristjáns komast tón-
leikahaldarar í Bretlandi upp með
það að borga tónlistarmönnum minna
en annarstaðar sökum mikils fram-
boðs hljómsveita þar í landi. Þau sam-
mælast þó öll um að þau séu ekki að
þessu sökum peninga og að styrkir til
ferðalaga séu sveitinni nauðsynlegir.
„Við höfum verið að ferðast mest
til Englands og Noregs af einhverri
ástæðu. Noregur er örugglega lúða-
legasta land í heimi til að fara í tón-
leikaferðalag. Það er engu að síður
mjög gaman að spila þar,“ segir
Kristján. Kvartettinn segir nokkurn
mun á því að spila fyrir eyru erlendra
tónleikagesta.
„Íslendingar eru erfiðari að því
leytinu til að ef þeir þekkja ekki lagið
þá nenna þeir ekkert að hlusta. Fólk
drekkur líka til að gleyma hérna
heima og þar af leiðandi er það búið
að gleyma öllu daginn eftir,“ segir
Agnes. Halldór bætir því við að Ís-
lendingar mæti líka oft alltof seint en
að það sé að vísu ekkert hægt að al-
hæfa í þessum efnum.
Innblástur úr öllum áttum
„Þegar við spiluðum fyrst í Nor-
egi var okkur tjáð að Norðmenn
dönsuðu aldrei á tónleikum. Annað
kom á daginn og það enduðu allir á
því að dansa,“ segir Stefán. Halldór
bendir á að tónleikagestir veiti tón-
listinni meiri athygli þegar þeir eru
að heyra hana í fyrsta eða annað
skiptið, eins og gjarnan er erlendis, á
meðan íslenskir áhorfendur hafi séð
bandið margoft og því skeytingalaus-
ari.
„Við höldum bara áfram að gera
það sem við höfum verið að gera,“
segir Halldór aðspurður út í það
hvort samningurinn sem nýlega var
gerður muni hafa mikil áhrif á fram-
tíð sveitarinnar.
„Skuldbindandi samningar upp
á eina plötu á ári eða þvíumlíkt tíðk-
ast ekki mikið lengur,“ segir hann og
Kristján bætir við að þó svo að samn-
ingurinn sé einhverjum skilyrðum
háður þá sé sú pressa sem þau finni
fyrir frá útgáfufyrirtækinu eingöngu
jákvæð. Kvartettinn segir að fram-
tíðin muni bera ýmislegt spennandi í
skauti sér og að sveitin sé alltaf að
þroskast.
„Við gælum við allar stefnur. Við
veiðum bara það sem okkur finnst
hljóma skemmtilega og notum það.
Tilraunakennd tölvutónlist, kórverk
eða klassísk verk. Þetta gefur allt
innblástur,“ segir Halldór. Sveitin
mun þó spila særð í komandi tón-
leikaferðalagi þar sem Kristján verð-
ur önnum kafinn við nám í Bandaríkj-
unum í sumar.
„Sú tilfinning þegar maður horf-
ir á fólk dansa við tónlistina sína er
æðislega fín. Þetta er eitthvað sem
maður er búinn að leggja mikla alúð
við,“ segir Kristján með einlægan
glampa í augunum. Agnes tekur und-
ir með honum.
„Það er einmitt málið. Við erum
aðallega að fara í þetta tónleika-
ferðalag af því að okkur finnst það
svo ógeðslega gaman.“
Einbeittur Stefán mundar svuntu-
þeysinn af mikilli nákvæmni.
DAGLEGT LÍF 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
www.gilbert.is
FYRIR ERFIÐUSTU AÐSTÆÐUR
SIF BJÖRGUNARÚRIÐ
ÍSLENSKT 1000 METRA VATNSHELT OFURÚR
Áhverjum morgni hjóla égúr Kópavoginum, í gegn-um Elliðaárdalinn og uppí Hádegismóa þar sem
Morgunblaðið er til húsa.
Ég er svo heppinn að göngubrúin
sem ber mig og reiðfák minn yfir
Breiðholtsbrautina leiðir mig beint
inn í þann hluta Elliðaárdals sem er
sneisafullur af fjölbreyttu dýralífi og
einstakri náttúrufegurð.
Þegar ég hjóla þennan stutta spöl
í dalnum líður mér eins og góðu
prinsessunni í Walt Disney teikni-
mynd sem laðar að sér öll góðu dýrin
með fegurð sinni og söng.
Kanínurnar hoppa um í grænu
grasinu og brosa til mín í morgun-
sárið japlandi á blómi. Hálfsofandi
gæs gefur mér auga með stírurnar í
augunum og andamamma biður mig
um að hemla á meðan hún gengur
yfir hjólastíginn með unga sína í
eftirdragi. Þeir mynda einfalda röð
líkt og leikskólabörn í gulum vest-
um. Ég nýti tímann á meðan ég bíð
og dreg djúpt andann. Ég finn
sumarlegan birkiilm í lofti og heyri
fagran fuglasöng sem blandast við
fossnið.
Náttúrufegurðin er slík að það
kæmi mér lítið á óvart ef Tínkí-vínki,
Dipsý, Lala og Pó (Lesist: kynlausar
verur úr breskum sjónvarpsþætti)
kæmu hoppandi á móti mér út úr
grænum runna og ef sólin myndi
breytast í risastórt hlæjandi ung-
barn. Þegar þarna var komið sögu
fór ég að hugleiða gildi náttúrunnar
fyrir mannfólkið.
Nýskipaður sjávarútvegs-, land-
búnaðar-, umhverfis- og
auðlindaráðherra, Sigurður
Ingi Jóhannsson, vakti athygli í
vikunni fyrir
hugmyndir sín-
ar um að fella
umhverfisráðu-
neytið niður í nú-
verandi mynd.
Þótt ég skilji vel
að hann vilji stytta
þennan fáranlega
langa
starfstitil
sinn, þá
finnst mér
þetta sjón-
arhorn hjá
þessum
ágæta manni
vera truflandi.
Hversu ömurlegt væri
ef þetta „stubbaland“ í Elliðaárdaln-
um myndi hverfa undir steinsteypu?
Hvaða gildi hefur þessi náttúru-
upplifun fyrir mig í amstri dagsins?
Ég tel mig vera eins og flest
venjulegt fólk, það er að segja ég er
ekki öfga-umhverfissinni og heldur
ekki öfga-stóriðjusinni. Mér finnst
stundum nauðsynlegt að virkja og
nýta náttúruna mannfólkinu til góðs
á skynsamlegan hátt, og stundum
finnst mér algjör fásinna að fórna
dýrmætum náttúruverðmætum á
altari gróðasjónarmiða.
Eitt veit ég þó fyrir víst og það er
að ég vil ekki fara á mis við stubba-
landið og náttúruupplifun mína á
hverjum morgni því þetta er gjarnan
hápunkturinn á ferðalagi mínu.
Þessi litla náttúrustund gefur mér
ólýsanlegan kraft til að takast á við
verkefni dagsins og kemur mér allt-
af í gott skap.
Það er einfaldlega staðreynd að
þennan kraft mundi ég ekki fá beint
í æð ef ég væri að hjóla í gegnum
grátt iðnaðarhverfi (lesist: Smiðju-
vegurinn) eða fram hjá himinháum
hótelbyggingum (lesist: Suðurlands-
braut), alveg sama hversu sterk
peningalykt væri í loftinu.
Ég biðla því til nýrra stjórn-
valda um að
gleyma ekki
mikilvægi
náttúrunn-
ar og gildi
hennar
fyrir mann-
fólkið.
Stubbaknús!!
»...það kæmi mér lítiðá óvart ef Tínkí-vínki,
Dipsý, Lala og Pó kæmu
hoppandi á móti mér út úr
grænum runna og ef sólin
myndi breytast í risastórt
hlæjandi ungbarn.
HeimurJóns
Jón Heiðar
Gunnarsson
jonheidar@mbl.is
ég er búin að vera hitta þau hérna í
nágrenninu. Þau eru mjög ánægð
með að við séum komin hingað. Við
erum í raun bara að vinna eftir
þeirra þörfum, þetta er allt gert í
sameiningu til að bæta andann
hérna. Við viljum til að mynda virkja
krakkana í því að búa til list og taka
til frekar en að rústa og eyðileggja,“
segir Tanya en hún bætir því við að
talsverð vanræksla hafi verið í
hverfinu og mikið um rusl og
skemmdarverk.
Fjölmenningin er mikil
„Það er svo stór íbúahópurinn
hérna auk þess sem fjölmenningin á
svæðinu er mikil. Það hefur verið
Morgunblaðið/Ómar
Mannlíf Tanya Pollock er hér ásamt Tómasi Magnússyni en þau eru bæði í
Fellagarðshópnum. Þau munu standa fyrir ýmsum viðburðum.
svolítil félagsleg einangrun á svæð-
inu þó svo það sé nóg að gera. Ég
held að það hafi bara vantað vinnu-
glaðan hóp af listamönnum til að
virkja fólkið hérna. Við fundum það
bara um leið og við komum hingað
að fólk er strax farið að tengja
saman í kringum okkur,“ segir Ta-
nya.
„Við verðum nær alltaf á staðn-
um og það er alltaf eitthvað að ger-
ast. Við erum líka með grúppu á fés-
bókinni sem heitir
Breyttholt/Fellagarðar og þar getur
fólk fylgst með því sem við erum að
gera. Þar fær fólk líka tækifæri til
þess að koma hugmyndum sínum á
framfæri,“ segir hún að lokum.