Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 16

Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 16
16 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Guðni Einarsson gudni@mbl.is Dýrbítur var felldur nálægt bænum Fellsenda I í Miðdölum á þriðju- dagskvöld. Hann hafði drepið lamb daginn áður um 700-800 metra frá fjárhúsunum á bænum og innan við kílómetra frá íbúðarhúsinu. „Ég rak féð úr túninu á mánudag og í girðingu þar fyrir ofan til að geyma það þar og lokaði hliðinu á milli,“ sagði Hjalti Vésteinsson, bóndi á Fellsenda. Hann fór svo á þriðjudag til að opna hliðið og sá þá lambið dautt og hauslaust. Tók málin í sínar hendur Hjalti hringdi strax í refaskyttur sveitarinnar en þær voru þá upp- teknar við að vinna greni. „Svo eru þeir með kvóta, sparn- aðurinn er svo mikill. Þeir mega bara veiða visst mikið og svo er hitt sett á,“ sagði Hjalti. Hann var refa- skytta á yngri árum og ákvað að liggja sjálfur fyrir rebba. „Þegar búið er að taka svona af lambi þá er mjög líklegt að refurinn sé að bera það heim í yrðlingana og ætli sér að koma aftur,“ sagði Hjalti. Hann kom sér fyrir í gamalli rétt nærri lambshræinu og beið rebba vopnaður haglabyssu. Skolli kom um klukkan 20:30 um kvöldið. „Það var steggurinn. Hann stefndi beint á lambið og ætlaði að sækja sér bita. Nú er hann allur og drepur ekki fleiri lömb,“ sagði Hjalti. „Vind- urinn var mjög hagstæður og stóð beint af dalnum á mig. Tófan var al- veg grunlaus þegar hún kom. Þessi grey eru að bjarga sínum af- kvæmum en þegar þau byrja á þessu, að drepa lömb og fé, þá verð- ur ekki aftur snúið. Þá alast yrðling- arnir upp við þetta og komast á bragðið.“ Vitað er um greni sem er talsvert langt frá Fellsenda. Refaskytturnar ætluðu að huga að því í fyrrakvöld. Hjalti sagði að steggirnir tækju við fæðuöflun yrðlinganna þegar þeir færu að stálpast og færu að éta fasta fæðu. Fram að því mjólkar læðan í þá. Um 40 lambshausar við greni Það var gamalla manna mál að refir bitu aldrei nálægt grenjunum. Hjalti taldi ekki ólíklegt að grenið væri langt frá bænum. Hann nefndi að á 7. áratug síðustu aldar hefði verið unnið greni í Haukadal þar sem voru um 40 lambshausar. „Flestir hausarnir voru af lömbum af bæ hinum megin við Haukadalsá. Hann hefur því farið yfir ána til að drepa lömbin,“ sagði Hjalti. Rebbinn sem Hjalti skaut var að mestu genginn úr vetrarfeldinum, aðeins hvítt í skottinu. Fyrir tveimur árum gerði byl seinnipartinn í nóv- ember og þá kom fé af fjalli. „Þá hafði tófa farið í þær og þær voru bitnar á afturendanum,“ sagði Hjalti. „Aldurinn á þessum ref gæti passað við það. Framtennurnar voru ekki alveg orðnar sléttar og það vantaði eina framtönn í hann. Hann er því eldri en eins til tveggja ára.“ Ljósmynd/Linda Traustadóttir Fórnarlambið og skolli Refurinn uggði ekki að sér þegar hann kom aftur og mætti þar örlögum sínum. Dýrbítur skotinn við bæ í Miðdölum  Bóndinn fann hauslaust lamb 700-800 metra frá fjárhúsunum  Hann sat fyrir rebba þegar hann kom aftur til að sækja meira af lambinu  Refurinn var eldri en tvævetur og líklega vanur dýrbítur Landsvirkjun hefur verið að kanna möguleika á stækkun Búrfellsvirkj- unar í þeim tilgangi að nýta betur rennsli Þjórsár en verulegt vatns- magn rennur nú ónýtt fram hjá Búr- fellsstöð. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er nýting rennsl- isorkunnar 87% og renna því 350 GW stundir á ári að jafnaði ónýttar fram hjá stöðinni. Um er að ræða að ljúka við stækk- un virkjunarinnar en í reynd hófust framkvæmdir við áfangann árið 1981. Hefur Landsvirkjun óskað eftir að Skipulagsstofnun meti hvort fram- kvæmdir skuli háðar mati á umhverf- isáhrifum. Í fundargerð Skeiða- og Gnúpverjahrepps kemur m.a. fram virkjunin, Búrfell II, mun geta fram- leitt allt að 140 MW og áætlað er að lengd aðrennslisganga verði 250 m og lengd frárennslisganga 2,1 km. Þær upplýsingar fengust frá Lands- virkjun að virkjunarkosturinn væri enn í þróun og engar frekari ákvarð- anir hefðu verið teknar. Skoða betur Búrfell II TWIN LIGHT GARDÍNUR Betri birtustjórnun MEIRA ÚRVAL MEIRI GÆÐI ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA EFTIR MÁLI Álnabær Allt fyrir gluggann… úrval, gæði og þjónusta. Síðumúla 32, Reykjavík ▪ Tjarnargötu 17, Keflavík ▪ Glerárgötu 32, Akureyri alnabaer.is ▪ Opnunartími: mán -fös 11-18 Sendum frítt hvert á land sem er gegn staðgreiðslu Hringdu og bókaðu tíma í máltöku Aðalfundur Aðalfundur Hampiðjunnar hf. verður haldinn að Skarfagörðum 4, Reykjavík, föstudaginn 28. júní 2013 og hefst kl. 16:00. Á dagskrá fundarins verða: Stjórn Hampiðjunnar hf. 1. Venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt samþykktum félagsins. 2. Tillaga um heimild félagsstjórnar til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga. 3. Önnur mál, löglega upp borin. Dagskrá, endanlegar tillögur og ársreikningur félagsins munu liggja frammi á skrifstofu félagsins, hluthöfum til sýnis, tveimur vikum fyrir aðalfund. Atkvæðaseðlar og önnur fundargögn verða afhent á fundarstað. Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs rennur út fimm virkum dögum fyrir upphaf aðalfundar. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu hafa borist í hendur stjórnar með skriflegum hætti eigi síðar en tveimur vikum fyrir aðalfund. Hluthafar sem ekki geta sótt fundinn, en hyggjast gefa umboð, þurfa að gera það skriflega. Hæstiréttur staðfesti þá nið- urstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur að íslenska ríkið greiði karlmanni á fertugsaldri milljón krónur í skaðabætur vegna gæsluvarðhalds sem hann sætti að ósekju. Í dómi Héraðsdóms kemur fram að maðurinn var handtekinn þann 6. júní árið 2009 ásamt þremur öðrum í námunda við hús sem eld- ur hafði verið lagður að. Síðar sama dag var maðurinn úrskurð- aður í gæsluvarðhald og sakaður um brennu. Hann sat inni til 31. ágúst þegar hann var sýknaður í héraði af ákærunum. Þeim dómi var ekki áfrýjað. Hæstiréttur tekur undir þær forsendur héraðsdóms að tilefni hafi verið til að handtaka manninn og úrskurða hann í gæslu- varðhald. Á frumstigum rann- sóknar málsins hafi framburður mannsins tekið miklum breyt- ingum og ekki samrýmst fram- burði vitna sem stödd voru á vett- vangi. Þar sem maðurinn hafi með framferði átt þátt í því að gripið var til þessara úrræða gegn hon- um þóttu bætur til hans vegna frelsisskerðingarinnar vera hæfi- legar ein milljón króna. Ákvæði upphaflega dómsins um að málskostnaður væri felldur nið- ur og um gjafsóknarkostnað voru óröskuð af Hæstarétti. Þá var málskostnaður fyrir Hæstarétti felldur niður. Manni grunuðum um brennu dæmd milljón krónur í bætur vegna frelsisskerðingar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.