Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 18
18 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Jarðvegsþjöppur - Vatnsdælur - Malbikunarvélar
Vinnustaðamerkingar - Vélsópar - Hellulagningatæki
A. Wendel ehf - Tangarhöfða 1 - 110 Reykjavík - Sími 551 5464 - wendel.is
Tæki til verklegra
framkvæmda
Stofnað 1957
BAKSVIÐ
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Fyrsta talklukka landsins, Ungfrú
klukka, var gangsett 6. nóvember
1937 og hafði símanúmerið 03. Því
var síðar breytt í 04 en er nú 155.
Ungfrú klukka naut strax mikilla
vinsælda hjá símnotendum en ekki
síður hjá lögreglunni, slökkviliðinu,
úrsmiðum og talsímavörðum Land-
símans. Fram að því að Ungfrú
klukka kom höfðu margir hringt í
framangreinda á öllum tímum sólar-
hringsins til að spyrja um hvað
klukkan væri.
Merkilegur „mekanismi“
Búnaður fyrstu Ungfrúar klukku
er haganlega smíðaður og hag-
kvæmur í rekstri, að sögn Thors B.
Eggertssonar símvirkjameistara,
sem kom vélinni aftur í gang eftir 50
ára stopp. Ljósnemarnir sem lesa af
glerplötunum eru festir með venju-
legum rafmagnsklóm og ljósgjafarnir
eru 12 volta bílperur. „Þetta er stór-
merkilegur mekanismi,“ sagði Thor.
„Það er sekúnduöxull, mínútuöxull
og klukkustundaöxull. Í rauninni les
vélin bara 60 tölur, 0-59 og notar
sömu hljóðritun fyrir sekúndur, mín-
útur og klukkustundir þegar talan er
sú sama.“
Á árum áður var Ungfrú klukka
tengd við stóra pendúlklukku sem
gaf bjölluhljóm eða „ping“ á þeirri
sekúndu sem nefnd var. Nú er
Ungfrú klukka laus úr sambandinu
við pendúlklukkuna og því heyrist
ekkert „ping“!
Fyrsti kvenarkitektinn las
Það var Halldóra Valgerður Briem
Ek, fædd 1913, sem léði fyrstu
Ungfrú klukku rödd sína og taldi
upp klukkustundir, mínútur og sek-
úndur þindarlaust í nærri 26 ár. Hún
talaði 8.640 sinnum á sólarhring. Áð-
ur en skipt var um Ungfrú klukku
1963 hafði rödd Halldóru greint frá
því hvað tímanum leið um 80 milljón
sinnum og svarað 38 milljónum
símhringinga.
Halldóra var við nám í arkitektúr
við Konunglega tækniháskólann í
Stokkhólmi þegar hún var fengin til
að lesa inn á talklukkuna. Halldóra
var fyrsta íslenska konan sem lærði
til arkitekts. Hún var einnig fyrst
kvenna, ásamt Ingibjörgu Böðvars-
dóttur bekkjarsystur sinni og síðar
lyfjafræðingi, til að ljúka stúdents-
prófi af stærðfræðibraut. Það gerðu
þær við Menntaskólann í Reykjavík
vorið 1935.
Halldóra bjó í Svíþjóð að loknu
námi og starfaði þar sem arkitekt.
Hún var gift Jan Ek lækni og eign-
uðust þau fimm börn. Halldóra var
dóttir séra Þorsteins Briem, pró-
fasts og ráðherra, og Valgerðar
Lárusdóttur. Halldóra lést 1993,
áttræð að aldri.
Saga Halldóru Briem: Kveðja frá
annarri strönd, eftir Steinunni Jó-
hannesdóttur, kom út árið 1994 hjá
Hörpuútgáfunni á Akranesi.
Ungfrú klukka varð strax vinsæl
Halldóra Briem, fyrsta íslenska konan sem varð arkitekt, las inn á Ungfrú klukku árið 1937
Fyrsta talklukkan vönduð og merkileg smíð, að sögn Thors B. Eggertssonar símvirkjameistara
Morgunblaðið/Eggert
Pendúlklukka Thor B. Eggertsson stendur hér við pendúlklukku líka þeirri sem var tengd við Ungfrú klukku og
gaf merki um hvenær heyrðist „ping“ eða bjölluhljómur til merkis um að rétt sekúnda væri runnin upp.
Vandaður búnaður Talvélin var smíðuð af L.M. Ericsson. Jafnstraums-
mótor sneri öxlum. Á þeim voru glerplötur sem geymdu talrásirnar.
Thor B. Eggertsson, símvirkja-
meistari, er ekki hættur að fást
við merkar símaminjar. Á
Skógasafni er einnig hluti úr
fyrstu sjálfvirku símstöðinni
sem tekin var í notkun hér á
landi 1932. Hún var í gangi sam-
fleytt til 1995 eða í 63 ár. Stöðin
var svo vel smíðuð að allan
þann tíma þurfti aldrei að
skipta um legur. Gestir safnsins
geta hringt á milli númera í sím-
stöðinni.
Þá er Thor einnig að viða að
sér heimildum um fyrstu síma-
skrárnar hér á landi. Fyrsta
símaskráin kom út í Reykjavík
árið 1905 og geymdi nöfn 153
símnotenda. Árið eftir kom úr
fyrsta símaskráin á Akureyri og
þar voru þá 59 símnotendur.
Símaskrár og
símstöðvar
GRÚSKAR Í SÖGU SÍMANS
Halldóra Briem Ek Fyrsta íslenska
konan sem lærði arkitektúr, var
fyrsta Ungfrú klukka 1937-1963.
Lista- og vísindasjóður Odd-
fellowreglunnar á Íslandi veitti
fyrir skömmu tvo styrki, samtals
þrjár milljónir króna, til tónlistar-
kennslu hérlendis. Fyrir valinu
urðu Tónstofa Valgerðar ehf. og
Sinfóníuhljómsveit tónlistarskól-
anna, sem er samstarfsverkefni
Tónlistarskóla FÍH, Tónlistar-
skóla Garðabæjar, Tónlistarskóla
Hafnarfjarðar, Tónlistarskóla
Kópavogs og Tónskóla Sigur-
sveins D. Kristinssonar. Til-
gangur þessa sameiginlega verk-
efnis er að efla þjálfun ungra
íslenskra hljóðfæraleikara í
hljómsveitarleik. Í Tónstofu Val-
gerðar fer fram tónlistarsér-
kennsla og meðferð fyrir ein-
staklinga með ólíka og mismikla
fötlun sem ekki geta tileinkað sér
hefðbundna tónlistarkennslu.
Styrkur Árni Harðarson og Valgerður
Jónsdóttir, fulltrúar styrkþega, ásamt
Stefáni B. Veturliðasyni, stórsír Oddfellow-
reglunnar og Ingva Þ. Þorsteinssyni, for-
manni Lista- og vísindasjóðs.
Oddfellowreglan
styrkir kennslu
Á sunnudaginn
kemur verður
haldin óhefð-
bundin messa í
kirkjunum í
Hafnarfirði og
Garðabæ.
Messan fer
fram í sjö
kirkjum og munu
kirkjugestir hjóla milli kirknanna.
Hún hefst á tveimur stöðum, í Vídal-
íns- og Ástjarnarkirkjum klukkan
10. Þaðan verður hjólað í Hafnar-
fjarðarkirkju og svo í Fríkirkjuna í
Hafnarfirði, Víðistaðakirkju, Garða-
kirkju og loks í Bessastaðakirkju kl.
12.30. Í hverri kirkju fer fram einn
hluti messunnar.
Markmið með messunni er að efla
samstarf safnaðanna, segir í tilkynn-
ingu.
Hjólað milli kirkna
Bessastaðakirkja.
Sameiginleg guðsþjónusta safnað-
anna í kringum Laugardalinn verð-
ur haldin í Grasagarðinum í Laug-
ardal þjóðhátíðardaginn 17. júní kl.
11.00. Prestar safnaðanna þjóna:
sr. Sigurður Jónsson, sr. Guðbjörg
Jóhannesdóttir og sr. Bjarni Karls-
son sem predikar. Gradualekór
Langholtskirkju syngur undir
stjórn Jóns Stefánssonar. Næg bíla-
stæði hjá Vinagarði, leikskóla
KFUM&KFUK við Holtaveg, og
gengið þaðan meðfram greni-
trjánum eftir malarstíg til vesturs
inn í Rósagarðinn.
Messað í Laugardal
STUTT