Morgunblaðið - 14.06.2013, Side 21
FRÉTTIR 21Viðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Í fremstu röð
í 20 ár...
Humarhúsið
101 Reykjavík · humarhusid@humarhusid.is
Amtmannsstíg 1 sími: 561·3303
Alklæddur nautsleðri!
Verð áður 139.000
Þú sparar
20.000
Þú sparar
40.000
Tilboðsverð
99.000
út maímánuð!
RISAÚTSALA!
Okkar besti hægindastóll
á verði sem hefur ekki sést
á Íslandi í mörg ár!
Rubelli 9332 H
með svifruggu, snúning, gormasæti
og frábærum bakstuðningi
3 leðurlitir
6 taulitir
FÁÐU
STÓLINN
SENDAN HEIM
HVERT Á LAND
SEM ER
FYRIR AÐEINS
5.000 KR.
Ármúla 5 • 108 Reykjavík • Sími 544 8181www.innlit.is
Þekking • ÞjónustaÍ slitsterku áklæði!
Verð áður 89.000
Tilboðsverð
69.000
Íslandsbanki hefur sagt upp hluta
af viðskiptum sínum við fjarskipta-
fyrirtækið Vodafone. Bankinn flutti
fyrir skemmstu farsíma og fastl-
ínuþjónustu, sem það hefur hingað
til keypt af Vodafone, yfir til Sím-
ans. Íslandsbanki kaupir hins vegar
eftir sem áður alla þjónustu sína í
tengslum við gagnaflutninga í
gegnum Vodafone.
Grétar Már Axelsson, fjárfest-
ingatengill Vodafone, segir í samtali
við Morgunblaðið að Íslandsbanki
hafi verið með þriggja ára þjónustu-
samning við félagið. Þegar honum
lauk hafi bankinn farið í útboð og í
kjölfarið ákveðið að flytja hluta af
viðskiptum sínum yfir til Símans.
„Íslandsbanki er náttúrulega eitt
stærsta fyrirtæki landsins og okkur
munar því um þetta,“ viðurkennir
Grétar.
Hann bendir aftur á móti á að
Vodafone hafi nýverið gert stóran
samning um að annast stafræna
sjónvarpsdreifingu og rekstur
dreifikerfa Ríkisútvarpsins næstu
15 árin.
Aðspurður segist Grétar ekki
geta gefið upp af hversu miklum
tekjum Vodafone verður af við það
að missa hluta af viðskiptum sínum
við Íslandsbanka. Sú upphæð sé
hins vegar talsvert undir hundrað
milljónum króna.
Gengi hlutabréfa í Vodafone hef-
ur fallið mikið í verði síðustu vikur í
kjölfar þess að félagið tilkynnti að
tap á fyrsta ársfjórðungi félagsins
hefði numið 16 milljónum króna.
hordur@mbl.is
Morgunblaðið/Júlíus
Fall Talsverð lækkun hefur orðið á
bréfum Vodafone undanfarið.
Færir viðskipti
sín frá Vodafone
Íslandsbanki
kaupir nú farsíma
og fastlínuþjón-
ustu af Símanum
Helgi Vífill Júlíusson
helgivifill@mbl.is
Innflytjendur hafa hverfandi áhrif á
ríkiskassa stærstu hagkerfa heims.
Það sem þeir láta af hendi rakna í
formi skatttekna er um það bil jafn
mikið og þeir taka út í formi bóta og
annað slíkt, samkvæmt skýrslu
OECD. Víða í heiminum er rætt um
hve háum fjárhæðum hið opinbera
ver til innflytjenda.
Í löndum þar sem innflytjendur fá
hærri fjárhæðir frá ríkinu en þeir
leggja til, er ekki við aukið frjáls-
lyndi í fólksflutningum milli landa að
sakast, heldur mun frekar stefnu
sem stjórnvöld mörkuðu fyrir mörg-
um árum, segir í frétt Financial Tim-
es um skýrsluna.
Innflytjendur í OECD-löndunum
töldu 12,5% árið 2011. Þar af höfðu
2,3% flutt á milli landa á áratugnum.
Ráðist var í þessa rannsókn vegna
þess að samkvæmt skoðanakönnun-
um meðal þeirra sem búa í OECD-
löndum telja margir að nýbúar séu
byrði á ríkinu.
Sumir óttast að innflytjendur
muni setja enn meiri pressu á rík-
isfjármálin á sama tíma og gæta þarf
aðhalds vegna erfiðs efnahags-
ástands.
Mikilvægt að horfa á innflytj-
endur með réttum augum
Ef áhrif innflytjenda á ríkisbú-
skapinn eru ekki metin með réttum
hætti, gæti það leitt til þess að reglur
verði settar sem geri það að verkum
að löndin eigi erfiðara um vik að
bregðast við breyttri lýðfræði, þ.e.
hópurinn á vinnumarkaði fer minnk-
andi og þeim sem eru á eftirlaunum
fer fjölgandi.
Flestir innflytjendur til OECD-
landanna, sem eru 33, koma frá Ind-
landi, Kína og Pakistan. Hlutfalls-
lega flytja flestir frá Rúmeníu, en sú
þjóð telur einungis 0,3% af heims-
byggðinni.
Fólksflutningar milli landa leiða
hvorki til mikils hagnaðar né kostn-
aðar fyrir ríkið sem tekur á móti
þeim. Innflytjendum svipar því mjög
til annarra sem búa í landinu að
þessu leyti.
Innflytjendur greiða alla jafna
minna í ríkiskassann en heimamenn
vegna lægri launa en þeir eru ekki
dýrari á fóðrum.
Heimili innflytjenda lögðu að
meðaltali fimm þúsund evra (800
þúsund krónur) meira en þeir fengu í
bætur frá ríkinu. Það var einungis í
Þýskalandi og smærri löndum Aust-
ur-Evrópu þar sem þeir þáðu meira í
bætur en lögðu til.
Innflytjendur ekki
byrði á ríkiskassann
Þýskaland og smærri lönd í Austur-Evrópu skera sig úr
Indland Flestir innflytjendur til OECD-landanna, sem eru 33, koma frá Ind-
landi, Kína og Pakistan. Innflytjendur eru alla jafna með lægri laun.
AFP
Hitamál víða
» Innflytjendur hafa hverfandi
áhrif á ríkiskassa stærstu hag-
kerfa heims.
» Víða í heiminum er rætt um
hve háum fjárhæðum hið opin-
bera ver til innflytjenda.
» Innflytjendur í OECD-
löndunum töldu 12,5% árið
2011. Þar af höfðu 2,3% flutt á
milli landa á áratugnum.