Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
Smáauglýsingar
Til sölu
Til sölu hraðbátur
BAYLINER, árg. ‘88 með 125 HP,
5,5 m. 2,25 m á breidd. Verð 1,4
millj. Skipti á bíl. Tilboð.
Sími: 697 5850.
Saumavélar- saumavélaviðgerðir
Nýjar og notaðar saumavélar í úrvali.
Viðgerðir á flestum gerðum sauma-
véla. Skoðaðu úrvalið á saumavelar.is
eða hringdu í s. 892 3567 eftir
hádegi alla daga.
ÚTSALA - Swarovski-skartgripir
Augnakonfekt. Glæsilegar kristals-
ljósakrónur, veggljós, glös og post-
ulín. Swarovski-skartgripir á sumar-
afslætti til sölu. Frábær gjöf.
Bohemia kristall, Glæsibæ.
S. 571 2300.
Ýmislegt
Teg. 7194 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36-42. Verð: 14.685.
Teg. 7095 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36-42. Verð: 14.685.
Teg. 7315 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36-42. Verð: 14.885.
Teg. 7314 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36-42. Verð: 14.885.
Teg. 5606 Mjúkir og þægilegir
dömuskór úr leðri, skinnfóðraðir.
Stærðir: 36-42. Verð: 14.685.
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán. - fös. 10 - 18.
Lokað laugardaga í sumar.
Góð þjónusta - fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
!!"#$
✝ Páll Jónssonfæddist í
Reykjavík 19. maí
1932. Hann lést á
heimili sínu 29. maí
2013.
Foreldrar hans
voru Jón Pálsson frá
Efra-Apavatni, f.
6.6. 1904, d. 21.3.
1983, sundkennari,
sonur Páls Erlings-
sonar sundkennara og Ólafar
Steingrímsdóttur. Móðir hans var
Þórunn Sigurðardóttir frá Hörgs-
landi á Síðu, f. 9.9. 1899, d. 9.5.
1991, húsfreyja, dóttir Sigurðar
Péturssonar landspósts og Sigríð-
ar Steingrímsdóttur. Systkini Páls
voru Amalía Svala, f. 1943, d. 2012
og Sigurður, f. 1939, d. 1978. Þau
bjuggu í Hringsjá á
Laugarnesholtinu
og gengu í Laugar-
nesskóla.
Páll lauk gagn-
fræðaskólaprófi frá
Héraðsskólanum að
Laugarvatni og
starfaði að því
loknu við ýmis af-
greiðslustörf.
Lengstan starfsferil
átti Páll hjá Skeljungi og endaði
hann starfsferil sinn þar fyrir um
18 árum síðan. Páll var víðlesinn
og hans helsta áhugamál var lest-
ur bóka um mannkynssögu, menn
og málefni.
Útför Páls fer fram frá Garða-
kirkju í dag, 14. júní 2013, klukk-
an 15.
Látinn er náfrændi minn og
æskuleikfélagi, Páll Jónsson.
Foreldrar Páls bjuggu á nýbýlinu
Hringsjá við Sundlaugaveg og
þar ólst hann upp. Í næsta ná-
grenni bjuggu foreldrar mínir á
nýbýlinu Sjálandi við Kleppsveg.
Voru mæður okkar systur og feð-
ur okkar bræður. Voru bræðurnir
Páll og Sigurður helstu leikfélag-
ar mínir í æsku. Á uppvaxtarár-
um okkar var Laugarnesið í út-
jaðri höfuðstaðarins eiginlega
sveit og voru mörg heimili þar
með smábúskap. Í næsta ná-
grenni voru Sundlaugar Reykja-
víkur, sem afi okkar, Páll Erlings-
son, sundkennari, beitti sér fyrir
að láta reisa og sóttu börn og ung-
lingar mikið í laugarnar. Leik-
vangur okkar var þetta umhverfi
og ósnortin fjaran frá Laugarnesi
inn í Grafarvog. Taflmennska var
vinsæl dægrastytting og voru
þeir bræður, Páll og Sigurður,
slyngir skákmenn.
Ótal ferðir áttum við Páll niður
í Sundhöll, þar sem Jón, faðir
Páls, var aðalsundkennari. Í einni
slíkri ferð, þegar ég var sex ára,
láðist mér að fara úr strætó með
frænda á Barónsstíg. Ógleyman-
leg er angistin, þegar ég var aura-
laus niðri á Lækjartorgi og rataði
ekki heim. Faðir Páls átti forláta
kajak og stundaði sjófuglaveiðar.
Eitt sinn fengum við kajakinn
lánaðan og rérum út í Skarfaklett
á Viðeyjarsundi og gengum upp á
klettinn. Þetta þótti okkur mikið
ævintýri. Nú er Skarfaklettur
orðinn landfastur í Sundahöfn.
Við félagarnir gerðum okkur ferð
í veiðarfæraverslunina Geysi í
Hafnarstræti og keyptum færi og
öngla og ég man að ég var svo
stuttur að afgreiðsluborðið náði
mér í höku. Dorguðum við mikið á
bryggjunni við flugskýlið í Vatna-
görðum og olíubryggju Nafta,
alltaf blautir í gúmmískóm og ull-
arsokkum.
Við lukum barnaskólanámi í
Laugarnesskóla og Páll stundaði
síðan nám við Héraðsskólann á
Laugarvatni og Verslunarskól-
ann. Páll var strax hlédrægur í
æsku, en íhugull og gætinn félagi.
Fyrstu launuðu störfin okkar
beggja voru hjá Fiskimjölsverk-
smiðjunni á Kletti, en þegar ég
fór til náms 1955 í Þýskalandi
minnkuðu samskipti okkar. Páll
stundaði ýmsa vinnu um ævina,
en lengst af starfaði hann á
bensínafgreiðslustöðvum Skelj-
ungs á höfuðborgarsvæðinu. Páll
eignaðist fyrst Rússajeppa og
hafði stöðugt í hyggju að heim-
sækja mig á virkjunarsvæðin,
þótt aldrei yrði af því. Nokkrar
ferðir fór Páll þó á jeppanum til
að heimsækja Vilhjálm Eyjólfs-
son á Hnausum í Meðallandi.
Seinna eignaðist hann nokkra
Lödujeppa og eyddi ómældum
fjármunum í viðhald á þeim.
Hann ók Lödunni fram til síðasta
dags.
Páll var ekki mannblendinn og
leitaði ekki mikið eftir samskipt-
um við fólk. Þó hélt hann sam-
bandi við gamla vinnufélaga hjá
Skeljungi. Páll var hófsemdar-
maður, en brúkaði neftóbak.
Hann var fróður, afar minnisgóð-
ur og fylgdist vel með þjóðmálum.
Páll var ókvæntur og barnlaus og
bjó alla tíð í eigin íbúð. Fjölskylda
Svölu, systur hans, var í raun
hans fjölskylda og sýndu þau hon-
um mikla ræktarsemi og um-
hyggju. Eftir fráfall Svölu á sl.
hausti hafa dætur hennar, Þór-
unn og Anna Sigríður, verið
óþreytandi að sinna frænda sín-
um. Hafi þær þökk fyrir það.
Páll Ólafsson.
Það er um margt að minnast
þegar kemur að upprifjun á sög-
um í kringum Pál móðurbróður.
Fyrst er að nefna þá staðreynd að
hann tranaði sér lítt fram og var
ávallt fyrstur til að yfirgefa sam-
kvæmið en í rólegu umhverfi datt
margt merkilegt út úr honum,
sérstaklega þegar rætt var um
menn og málefni.
Flugferð til Egilsstaða í kring-
um 1950 var hans fyrsta flugferð.
Næsta og reyndar jafnframt sú
síðasta var ekki fyrr en um 50 ár-
um seinna og þá á sama flugvöll.
Hann hafði orð á því að fyrri flug-
ferðin hefði kostað 252 kr. og það
þótti dýrt í þá daga. Páll var mikill
búri og lítið fyrir að eyða pening-
um í óþarfa, eins og sést á fjölda
flugferða yfir ævina.
Óþarfi hét aftur á móti ekki
Rússajeppi og ekki Lada heldur.
Enda held ég að Rússajeppinn
hafi verið endurnýjaður tvisvar
og Ladan eitthvað oftar, á um 60
árum. Það var þó ekki lagst í end-
urnýjun fyrr en pabbi og fleiri úr
fjölskyldunni voru farin að hafa
orð á því að það væru fleiri göt á
bílnum en góðu hófi gegndi.
Merkilega við Pál er hve stál
minnugur hann var og um jólin
2011 sat ég með mömmu, pabba
og Páli yfir mynd sem tekin var
1936 um borð í Dettifossi af
sundknattleiksliðinu sem Jón fað-
ir hans stýrði á Ólympíuleikunum
í Berlín og er í bókinni um Úlfar
augnlækni. Hann þekkti þar alla,
þó hann hefði aldrei séð myndina.
Í seinni tíð tók Páll miklu ást-
fóstri við örbylgjuofn og þótti
honum það apparat hið mesta
þarfaþing. Hjá mér gekk hann
undir nafninu Tjernóbyl, því eins
og allt sem Páll átti þá var það
notað á meðan það snérist, þó svo
að allt plast inni í ofninum væri
löngu fyrir bí. Í Tjernóbyl voru
eldaðir laxahausar, grásleppa í
tómatsósu ásamt fleiru sem fæst-
ir telja krásir í dag. Ég minnist
þess vel þegar ég gramsaði geir-
nyt á sjónum og færði Páli. Jú,
fiskurinn var góður sagði hann en
lifrin er miklu betri. Sama var
uppi á teningnum þegar ég ætlaði
að færa honum lax í heilu. Nei, ég
vil frekar bara hausa, hef ekkert
að gera við fiskinn.
Það er sérstakt að hugsa til
þess að fyrir tveimur árum lagði
ég til við mömmu að taka Pál með
í ferð austur að Hnausum í heim-
sókn til Villa frænda. Ári seinna
var of seint að taka mömmu með
en við feðgarnir ætluðum að fara
með Pál. Hann var vélaður til far-
arinnar en þegar á hólminn var
komið treysti hann sér ekki í
ferðalagið. Nú hálfu ári seinna er
hann lagður af stað í annað og
meira ferðalag. Með Páli móður-
bróður mínum er genginn síðasti
fjölskyldumeðlimurinn í Hringsjá
og við sem eftir lifum geymum
minningarnar með okkur þar til
okkar tími kemur.
Sindri Karl Sigurðsson.
Þar sem ég stóð við ísskápinn
að ná mér í mjólkurdreitil í kaffið
fyrir örfáum dögum, fyllltist
hjarta mitt trega og sorg þegar
þeirri hugsun sló niður að aldrei
kæmi Páll frændi aftur í kaffi til
mín. Kannski hafa liðið tvenn jól í
lífi mínu án þess að Páll hafi verið
með í veisluhöldunum og nú er
hann kominn yfir móðuna miklu,
saddur lífdaga en ég á alltaf eftir
að sakna hans, sakna þess þegar
hann talaði við mig um fólk eins
og við þekktum það bæði, sem var
látið áður en ég fæddist, og
mamma í eldhúsinu að sussa á
hann, sakna þess að sjá hann
koma brunandi á Lödu Sport,
einkum brunaði hann í beygjum
svo frægt var.
Páll var brúnamikill og stór
maður, ljúflyndur en þó stríðinn
og sýndi mér alltaf þakklæti og
gjafmildi fyrir alla aðstoð. Það
kjaftaði ekki beinlínis á honum
hver tuska en hann hafði gaman
af að gantast við afgreiðslufólk og
fólk sem hann hitti, sem kom mér
stundum á óvart þar sem hann
sótti lítið í umgengni við fólk.
Nokkuð lengi eftir að hann var
hættur á stöðinni kom hann þar
við nánast daglega til að hitta fé-
lagana og lesa blöðin. Þegar þeir
voru ekki lengur þar voru hans fé-
lagslegu tengsl helst við mömmu
og pabba og okkur systkinabörn-
in og börn okkar.
Vil ég koma á framfærri kærri
þökk til Úlfars og Dísu fyrir
tryggð þeirra og kærleika sýndan
Páli alla tíð og heimahjúkrun
Heilsugæslunnar í Garðabæ
þakka ég líka þjónustu við Pál
fyrir hönd okkar fjölskyldunnar.
Hann Páll mun alltaf lifa með
okkur.
Megi hann hvíla í friði og veit
ég að hann á góða heimkomu
Þórunn Sigurðardóttir.
Páll Jónsson
✝ Róbert JamesAbbey fæddist
í Keflavík 8. júlí
1978. Hann lést á
heimili sínu 2. júní
2013.
Foreldrar hans
eru Júlíana Péturs-
dóttir og David
James Abbey. Þau
slitu samvistum.
Fósturfaðir hans
er Guðleifur Guð-
mundsson. Systkini Róberts
eru: Ólafur Magnússon, í sam-
búð og búsettur í Svíþjóð. Hann
á fimm börn. Petra Ósk Magn-
úsdóttir, búsett í Bandaríkj-
unum, gift Russell Kelley, þau
eiga þrjú börn. David Thomas
Abbey, búsettur í Bandaríkj-
unum, giftur Dahna Cheryl,
þau eiga einn son.
Róbert var gift-
ur Erlu Sigurrósu
Helgadóttur, þau
slitu samvistum.
Börn þeirra eru:
Daníel James, f.
22.3. 1999, Mikael
Davíð, f. 14.4. 2001
og Kristófer Hans,
f. 14.4. 2001. Síðar
kynntist hann Odd-
nýju Björnsdóttur.
Fyrir átti hún þrjú börn. Sam-
an eiga þau: Róbert Gabríel, f.
30.7. 2008, Aron Úlfar, f. 18.11.
2002 og Emmu Söru, f. 14.11.
2012.
Útför Róberts James Abbey
fer fram frá Keflavíkurkirkju í
dag, 14. júní 2013, og hefst at-
höfnin kl. 13.
„Nú á ég engin börn eftir á Ís-
landi.“ Þetta voru orð móður þinn-
ar í símanum fyrir nokkrum mín-
útum. Elsku besti Róbert minn,
þetta eru erfiðir tímar fyrir fjöl-
skylduna. Hjartans frændi, yndis-
leg manneskja, þrautseigur, gleði-
gjafi og hetja.
Þessa dagana erum við að hitt-
ast svo mörg sem höfum ekki sést
í mörg ár. Systkin þín að koma að
utan, margar heimsóknir hjá Júllu
frænku, bakstur, kaffiboð og
margt fleira. Þetta hljómar allt
voðalega skemmtilega en raunin
er önnur. Þetta er sorg, einmana-
leiki og vanlíðan. Ég hefði sko
sannarlega viljað gera þetta allt
en við aðrar aðstæður – einhverjar
gleðilegri. En svona er nú lífið,
maður veit aldrei hvað næsti dag-
ur ber í skauti sér.
Ég er svo þakklát fyrir heim-
sóknina um daginn. Að þú skyldir
hafa gefið þér tíma til að heim-
sækja frænku.
Ótrúlegar þolraunir sem þú
hefur þurft að ganga í gegnum
elsku frændi síðan þú fékkst heila-
blæðinguna. Ég verð þér ævinlega
þakklát, að þú skyldir heimsækja
okkur í Háseyluna um daginn. Þú
stoppaðir svo lengi og spjallaðir
um svo margt. En mest talaðir þú
um börnin þín, hversu yndisleg
þau væru og hversu heppinn þú
værir. Þú talaðir mikið um dreng-
ina þína hér í Keflavík og hversu
mikið þér þótti vænt um þá. Þú
talaðir líka um yndislegu börnin
þín fyrir norðan og leyfðir mér að
kynnast þeim í huganum, með
sögum af þeim og lýsingum. Á
meðan á samtali okkar stóð hugs-
aði ég um það hversu heppinn þú
værir með allan þennan barna-
fjölda, ásamt fósturbörnum. En
þrátt fyrir ást þína og væntum-
þykju í garð allra barnanna, þá
náðu þær tilfinningar ekki að yf-
irstíga vanlíðan þína.
Elsku karlinn minn, það hvarfl-
aði ekki að mér að þér liði svona
illa, þó svo að mig grunaði nú að
þú værir með einhverja grímu. Ég
vildi að ég hefði getað gert eitt-
hvað. Ég hafði orð á því við Ás-
geir, að þú værir heimsins glaðasti
og bjartsýnasti maður, þrátt fyrir
allt sem þú varst búinn að ganga í
gegnum. Þú grínaðist, við hlógum
og höfðum gaman. Ég átti ekki til
eitt aukatekið orð hvað þú leist allt
svo björtum augum, þrátt fyrir
veikindi þín – þvílík auðmýkt! Þú
gerðir lítið úr veikindum þínum og
kvartaðir aldrei – ekki eina mín-
útu. Þú baðst mig um að endur-
vekja minningar hjá þér frá því í
æsku og segja þér frá einhverjum
uppátækjum, ferðalögum eða
bara einhverju sem ég mundi um
þig. Elsku karlinn, maður getur
ekki ímyndað sér hvað þú varst að
ganga í gegnum. Ég vildi að ég
hefði getað breytt einhverju. En
ég fann svo sannarlega til með
þér. Það er einmitt á svona stund-
um sem maður finnur hversu van-
máttugur maður er.
Þú kvaddir mig á laugardegin-
um á Facebook og sagðist elska
mig. Veistu, ég elska þig líka elsku
frændi. Ég vona að þú finnir sann-
an frið í hjarta þínu og fyrirgefir
mér að hafa ekki áttað mig á því
hversu illa þér leið. Í lokin ætla ég
að segja eins og ein góð vinkona
mín segir svo oft: „Með ást og
kærleik í hjarta“ kveð ég þig,
elsku besti frændi. Þín verður sárt
saknað. Megi Guð umvefja börn
þín og ástvini kærleik og um-
hyggju.
Þín frænka,
Hrefna Tómasar.
Róbert James
Abbey