Morgunblaðið - 14.06.2013, Qupperneq 34
34 ÍSLENDINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013
P
áll fæddist í Vest-
mannaeyjum og ólst þar
upp. Hann var í Barna-
skóla og Gagnfræða-
skóla Vestmannaeyja,
lauk búfræðiprófi frá Bændaskól-
anum á Hólum í Hjaltadal 1951 og
er með vélstjóraréttindi frá Vél-
skóla Vestmannaeyja frá 1952.
Páll starfrækti kúabú föður síns í
Eyjum 1950-54, var verslunarmaður
við fyrirtæki hans 1954-72 og var
umboðsmaður Ferðaskrifstofunnar
Sunnu og Ferðaskrifstofunnar Út-
sýnar í Eyjum um langt árabil.
Upphaf ferðaþjónustu í Eyjum
Páll hóf ferðaþjónustu í Vest-
mannaeyjum árið 1970. „Ég festi
kaup á húsinu Heimi árið 1970 og
breytti því í gistiheimili. Þá áttaði
ég mig fljótlega á því að það vantaði
sárlega alla þjónustu fyrir þá ferða-
menn sem komu til Eyja.
Ég reyndi að bæta úr þessu og
fyrr en varði sinnti öll fjölskyldan
ferðaþjónustu. Ferðamannastraum-
urinn til Eyja jókst mjög á þessum
árum, að hluta til vegna þjónustu
Páll Helgason ferðamálafrömuður – 80 ára
Fjórir ættliðir Frá vinstri: Karl Pálsson, Brynjar Karl Karlsson, Gunnar Atli Brynjarsson og Páll Helgason.
Faðir ferðaþjónustu
í Vestmannaeyjum
Páll á PH Víkingi Mynd eftir Sigmund, hinn stórkostlega skopteiknara
Morgunblaðsins um árabil, en Páll var einmitt vinsælt viðfangsefni hans.
Þróttarinn Erlingur Jack Guðmundsson fagnar 32. ára afmæl-isdegi sínum í dag. Erlingur ráðgerir að halda upp á afmæliðum helgina með því að bjóða kærustu sinni og syni í afmælis-
bröns. Erlingur er önnum kafinn en auk þess að leika knattspyrnu
með Þrótti, rekur hann eigið kvikmyndafyrirtæki Ogfilms og þá
starfar hann einnig hjá Sagafilm.
„Ég hef aldrei verið mikið afmælisbarn, það hefur einhvern veg-
inn alltaf hitt þannig á að ég er á æfingum eða í leikjum í kringum
afmælisdaginn og ég hef því aldrei náð að halda almennilega upp á
daginn,“ svarar Erlingur þegar hann er spurður um eftirminnilega
afmælisdaga. „En afmælisdagurinn í fyrra var mjög flottur, þá var
maður loksins með kærustu eftir margra ára einveru og þá var svo-
leiðis stjanað við mann,“ segir afmælisbarnið í gamansömum tón.
Erlingur hefur menntað sig í kvikmyndafræðunum og lært bæði
leikstjórn og handritagerð en segist þó kunna best við sig í fram-
leiðslu. Ogfilms var stofnað fyrir rúmu ári síðan og Erlingur við-
urkennir að virkilega erfitt sé að koma inn á markaðinn. „Þetta er
fyrirtæki með háleit markmið og núna erum við með eina kvikmynd
í fullri lengd á klippiborðinu. Svo erum við að leggja lokahönd á
heimildarmynd um Örlyg Sturluson,“ segir Erlingur og tekur fram
að fleiri verkefni séu í farvatninu.
Erlingur Jack Guðmundsson 32 ára
Kvikmyndir Þúsundþjalasmiðurinn Erlingur Jack sáttur bak við
tökuvélina, en hann rekur sitt eigið framleiðslufyrirtæki Ogfilms.
Sparkandi kvik-
myndagerðarmaður
Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is
Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má
senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn
þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang.
Ísafjörður Guðmundur Jörgen fædd-
ist 23. október kl. 18.38. Hann vó
3.010 g og var 49 cm langur. Foreldrar
hans eru Martha Kristín Pálmadóttir
og Sveinn Geir Arnarsson.
Nýr borgari
Agnes Björk Einarsdóttir hélt tom-
bólu við verslun Samkaupa við Borg-
arbraut á Akureyri. Hún safnaði 504
krónum og styrkti Rauða krossinn
með því.
Hlutavelta
„Íslendingar“ er nýr efnisliður sem hefur hafið
göngu sína í Morgunblaðinu. Þar er meðal
annars sagt frá merkum viðburðum í lífi fólks,
svo sem hjónavígslum, barnsfæðingum eða
öðrum tímamótum.
Börn og brúðhjón
Allir þeir sem senda blaðinu mynd af nýjum borgara eða mynd
af brúðhjónum fá fría áskrift að Morgunblaðinu í einn mánuð.
Hægt er að senda mynd og texta af slóðinni
mbl.is/islendingar eða á islendingar@mbl.isLín Design Laugavegi 176 & Glerártorgi Akureyri Sími 5332220
Sendum frítt
Rýmum fyrir
lindesign.is
25-50% afsláttur
nýjum vörum
Reykjavík & Akureyri
úr vefverslun