Morgunblaðið - 14.06.2013, Page 39

Morgunblaðið - 14.06.2013, Page 39
Morgunblaðið/Einar Falur Virtur Eggert Pétursson sýnir ljósmyndir og málverk á sýningunni í 1. h.v. Sýning á verkum eftir myndlistar- mennina Carl Boutard og Eggert Pétursson verður opnuð í sýningar- rými er nefnist 1. h.v., og er að Lönguhlíð 19, í dag föstudaginn klukkan 15 og 17. Carl Boutard sýnir skúlptúra en Eggert ljós- myndir og málverk. Í tilefni af sýn- ingunni hafa listamennirnir unnið saman bókverkið „What we had in mind“ en það er framhald af verki Eggerts „What I had in mind“ frá 1980. Listamannaspjall verður á sunnudag klukkan 14. Sýna verk eftir Eggert og Boutard falleg minning á fingur www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind PI PA R\ TB W A • SÍ A • 12 16 6 6 Giftingarhringar MENNING 39 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 14. JÚNÍ 2013 Starfsstyrkjum Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, til ritstarfa var úthlutað í gær. Auglýst var eftir umsóknum um starfsstyrki í apríl sl. og barst 71 umsókn. Samtals var sótt um 36 milljónir króna, en til ráðstöfunar voru 14 milljónir. Í úthlutunarnefnd ársins 2013 sátu Arnþór Gunn- arson, Hilmar Malmquist og Rann- veig Lund. Alls var 35 verkefnum úthlutað styrk að þessu sinni. Tíu verkefni fengu hæsta styrk, þ.e. 600 þúsund krónur, en höfundar þeirra eru Bára Baldursdóttir, Daisy Neij- mann, Eiríkur Bergmann, Guð- björg Rannveig Jóhannesdóttir, Gunnar Hersveinn, Gunnar Hjálm- arsson, Margrét Elísabet Ólafs- dóttir, Sigrún Júlíusdóttir, Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir og Þorvaldur Kristinsson. Fjögur verkefni fengu 400 þús- und krónur, en höfundar þeirra eru Ingibjörg Símonardóttir, Kolbrún Svala Hjaltadóttir og Oddur Sig- urðsson, Kristín Aðalsteinsdóttir og Úlfhildur Dagsdóttir. Verkefni þeirra Auðar Aðalsteinsdóttur og Ástu Gísladóttur fékk 380 þúsund krónur og verkefni Gunnþóru Ólafsdóttur fékk 320 þúsund krón- ur. Nítján verkefni fengu 300 þúsund krónur, en höfundar þeirra eru Bjarni Reynarsson, Bragi Hall- dórsson, Garðar Baldvinsson, Guð- rún Elsa Bragadóttir, Guðrún Harðardóttir, Guðrún Ingólfsdóttir og Þórunn Sigurðardóttir, Guja Dögg Hauksdóttir, Gunnar Þór Bjarnason, Hjörleifur Guttormsson, Jón Bergmann Kjartansson (Ransu), Jónas Knútsson, Nanna Kristín Christiansen og Edda Kjartansdóttir, Ragnheiður Björk Þórsdóttir, Sigrún Helgadóttir, Torfi K. Stefánsson Hjaltalín, Viðar Hreinsson, Vigfús Geirdal, Þorleif- ur Friðriksson og Þorsteinn Helga- son. Þá hlutu þeir Eggert Þór Bern- harðsson og Kári G. Schram hand- ritsstyrk að upphæð 300 þúsund krónur hvor, en sex umsóknir bár- ust um handritsstyrk. Morgunblaðið/Ómar Styrkþegar Allir voru að vonum glaðir að taka við styrkjum en alls var 35 verkefnum úthlutað styrk að þessu sinni. Styrkir Hagþenkis 2013 Einar Garibaldi Eiríksson og Davíð Örn Halldórsson munu ásamt 15 öðrum norrænum listamönnum keppa um Carnegie-myndlistar- verðlaunin 2014, en upplýst var um nöfnin í gær. Nöfn vinningshafa verða birt í ágústlok, en þetta er í 11. sinn sem verðlaunin eru veitt. Fyrstu verðlaun eru ein milljón sænskar krónur (SEK), sem sam- svarar um 18,5 milljónum ísl. kr. Önnur verðlaun eru 600 þúsund SEK og þriðju verðlaun 400 þúsund SEK. Styrkur að upphæð 100 þúsund SEK rennur til yngri listamanns. Sýning- aropnun og verðlaunaafhending fer fram í Stokkhólmi í nóvember. Síðan verður sýningin sett upp víðar á Norðurlöndum. Allar nánari upplýs- ingar eru á carnegieartaward.com. Keppa um Carnegie-verðlaunin Einar Garibaldi Eiríksson Davíð Örn Halldórsson Á hádegistónleikum í Háteigs- kirkju í dag, föstudag kl. 12 til 12.30, flytja Gerður Bolladóttir sópran og Rúnar Þórisson gítar- leikari úrval íslenskra dægurlaga sem lýsa hugljúfri stemningu í Reykjavík í gegnum tíðina. Lögin eru meðal annars eftir Sigfús Hall- dórsson, Jón Múla Árnason, Megas og fleiri. Morgunblaðið/ÞÖK Fjölbreytni Gerður Bolladóttir kemur fram á tónleikunum ásamt Rúnari Þórissyni. Reykjavíkurlög ólíkra höfunda Hverfisgötu 19 551 1200 leikhusid.is midasala@leikhusid.is VIÐ SÝNUM TILFINNINGAR Englar alheimsins (Stóra sviðið) Fös 14/6 kl. 19:30 18.sýn Lau 31/8 kl. 19:30 Lau 7/9 kl. 19:30 Lau 15/6 kl. 19:30 19.sýn Sun 1/9 kl. 19:30 Sun 8/9 kl. 19:30 Fös 30/8 kl. 19:30 Fös 6/9 kl. 19:30 "Fullkomin útfærsla á skáldsögunni" SÁS Fréttablaðið Dýrin í Hálsaskógi (Stóra sviðið) Sun 25/8 kl. 14:00 Aukas. Sun 1/9 kl. 14:00 Aukas. Sun 8/9 kl. 14:00 Aukas. Örfáar aukasýningar í haust - komnar í sölu Hættuför í Huliðsdal (Kúlan) Sun 8/9 kl. 16:00 Frums. Lau 21/9 kl. 13:00 6.sýn Lau 28/9 kl. 16:00 11.sýn Lau 14/9 kl. 13:00 2.sýn Lau 21/9 kl. 16:00 7.sýn Sun 29/9 kl. 13:00 12.sýn Lau 14/9 kl. 16:00 3.sýn Sun 22/9 kl. 13:00 8.sýn Sun 29/9 kl. 16:00 13.sýn Sun 15/9 kl. 13:00 4.sýn Sun 22/9 kl. 16:00 9.sýn Sun 15/9 kl. 16:00 5.sýn Lau 28/9 kl. 13:00 10.sýn Hugrakkir krakkar athugið - aðeins þessar sýningar! Stöngin inn! (Stóra sviðið) Sun 16/6 kl. 19:30 Leikfélag Fjallabyggðar sýnir áhugaverðustu áhugasýningu ársins Miðasala | 568 8000 | borgarleikhus.is Gullregn – allt að seljast upp! Mary Poppins (Stóra sviðið) Fös 6/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 13/9 kl. 19:00 ný sýn. Fös 20/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 7/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 14/9 kl. 19:00 ný sýn. Lau 21/9 kl. 19:00 ný sýn. Sun 8/9 kl. 15:00 ný sýn. Sun 15/9 kl. 15:00 ný sýn. Fim 12/9 kl. 19:00 ný sýn. Fim 19/9 kl. 19:00 ný sýn. Einn vinsælasti söngleikur heims, loks á Íslandi. Nýjar sýningar komnar í sölu! Gullregn (Stóra sviðið) Fös 14/6 kl. 20:00 Lau 15/6 kl. 20:00 lokas Frumraun Ragnars Bragasonar í leikhúsi. Allra síðustu sýningar. Circus Cirkör: Wear it like a crown (Stóra sviðið) Fim 4/7 kl. 20:00 Lau 6/7 kl. 20:00 Mán 8/7 kl. 20:00 Fös 5/7 kl. 20:00 Sun 7/7 kl. 20:00 Þri 9/7 kl. 20:00 Í samstarfi við Norræna húsið. Meginsýning Volcano sirkushátíðarinnar. Tengdó (Litla sviðið) Fös 14/6 kl. 20:00 lokas Grímusýning síðasta leikárs. Allra síðustu sýningar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.