Morgunblaðið - 06.07.2013, Side 7

Morgunblaðið - 06.07.2013, Side 7
FRÉTTIR 7Innlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 Sundlaugin á Hofsósi heldur áfram að laða til sín gesti, sérstaklega yfir sumarið. Á síðasta ári komu um 30 þúsund manns í laugina og miðað við aðsókn þessa árs stefnir í áfram- haldandi aukningu. „Þetta er sannkölluð ferðamannalaug og er einnig ágætur sam- komustaður fyrir heimamenn sem kíkja í pottinn, ræða málin og fá sér kaffisopa á eft- ir,“ segir Ótthar Edvardsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í Skagafirði. Sundlaugin var opnuð árið 2010 og er gjöf til íbúa Skagafjarðar frá Lilju Pálmadóttur á Hofi og Steinunnar Jónsdóttur í Bæ á Höfð- aströnd. Sveitarfélagið Skagafjörður rekur laugina og þrjár til viðbótar, og segir Ótthar að Hofsóslaugin sé einna vinsælust meðal ferðamanna á sumrin. Hann segir Héðins- fjarðargöngin hafa haft mikið að segja þar sem margir ferðamenn á Tröllaskaga- hringnum stoppi á Hofsósi og fari í sund. Staðsetning laugarinnar og útsýnið yfir Skagafjörðinn er einstakt. Hönnunin er þannig hjá Sigríði Sigþórsdóttur arkitekt að þegar synt er frá suðri til norðurs rennur vatnsflötur laugarinnar saman við hafflötinn neðan hennar með beina stefnu á Drangey. „Hér geta allir synt Drangeyjarsund og sér- staklega eru það erlendir ferðamenn sem halda vart vatni í hrifningu sinni,“ segir Ótt- har en sundlaugin er frábært myndefni fyrir ferðamenn og ljósmyndara, eins og myndin að ofan ber glöggt merki um. bjb@mbl.is 30 þúsund manns koma í laugina á Hofsósi  Héðinsfjarðargöng skiptu sköpum fyrir aðsóknina  „Hér geta allir synt Drangeyjarsund“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Drangeyjarsund Skriðsundstökin tekin í sundlauginni á Hofsósi í blíðviðri í vikunni. Drangey blasir við og geta sundmenn auðveldlega sett sig í spor Grettis sterka forðum daga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.