Morgunblaðið - 06.07.2013, Page 36

Morgunblaðið - 06.07.2013, Page 36
36 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 6. JÚLÍ 2013 Síðumúla 11, 108 Reykjavík, sími 568 6899, vfs@vfs.is Ryobi Juðari ESS200RS Afl: 200W 6.990.- Ryobi Skrúfvél CSD4107BG 4V Lithium Rafhlaða ¼“ Bitahaldari 6.990.- Ryobi Borvél RCD12011L 12V Átak: 25 Nm 1x 1.3 Ah Lithium Rafhlaða 15.900.- Ryobi Fjölnota Verkfæri RMT200S Afl: 200W Tekur flestar gerðir af blöðum 15.900.- www.vfs.is fyrir sumarbústaði og heimili Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Það kemur upp ágreiningur milli ást- vina. Láttu ekki kæruleysið ná tökum á þér, þá er verr af stað farið en heima setið. 20. apríl - 20. maí  Naut Fjármálin eiga eftir að batna verulega þetta árið og eyðsla þín mun að sjálfsögðu aukast í kjölfarið. Samkenndin liggur í loftinu en þú ættir þó að varast að lofa upp í ermina á þér. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Þú þarft að nota forystuhæfileika þína til þess að safna vinnufélögum þínum að viðamiklu verkefni. Allt rugl flækir málin og er tímasóun. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Láttu þér ekki til hugar koma að grípa til einhverra aðgerða bara til þess að angra aðra. Treystu á sjálfa/n þig ef þú vilt koma einhverju í verk. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Erfiðir einstaklingar hafa sínar sterku hliðar, annars væru þeir ekki hluti af þínu lífi. Ef þú sýnir þolinmæði og heldur þetta tímabil út átt þú eftir að uppskera ríkulega. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þú ættir að slaka svolítið á og hvíla þig í stað þess að hafa áhyggjur af einhverjum sem stendur þér nærri. Viðkomandi vill aukið frelsi til að koma og fara eins og honum sýn- ist. 23. sept. - 22. okt.  Vog Gættu þess að þú standir ekki í vegi fyrir metnaðarfullum tilburðum samstarfsmanns þíns. Vertu uppörvandi í samskiptum við aðra. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Vinnusemi þín er nú að skila þér áfram að því marki sem þú hefur stefnt að. Varastu stærilæti og sýndu samstarfsvilja. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Afstaða stjarnanna færir þér heppni og ákjósanlegar kringumstæður. Sinntu því sem þarfnast úrlausnar. 22. des. - 19. janúar Steingeit Nýttu þér þörfina fyrir að bæta skipulag þitt í dag. Slakaðu á og reyndu bara að gera þitt besta. Taktu tillit til annarra þeg- ar þú leysir málin. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Passaðu þig á því að lofa ekki of miklu í vinnunni í dag. Upphaf og endir renna saman. Ef þú leynir einhverju áttu það á hættu að ná ekki takmarkinu og verða þar með fyrir vonbrigðum. 19. feb. - 20. mars Fiskar Láttu ekki illa, þótt þér finnist dag- skráin í dag mótuð af öðrum og lítið tillit tek- ið til þinna þarfa. Framkoma þín fer ekki framhjá augum yfirmanns þíns. Karlinn á Laugaveginum hringdií mig að norðan, sagði að það hefði verið ljóta veðrið í Skagafirð- inum, þegar hann fór þar um, norðan slagviðri og fór með vísu eftir Hjör- leif Jónsson á Gilsbakka í Austurdal: Dynur regnið, dignar hóll dúr, er þegnar losa. Trauðla megnar Tindastóll tárin gegnum brosa. Karlinn sagði, að alltaf lægi vel á sér, þegar hann færi um Sauð- árkrók og vék talinu undireins að Ísleifi Gíslasyni kaupmanni, sem væri um margt einhver liprasti og skemmtilegasti hagyrðingur sem við hefðum eignast og minnti um margt á Káinn: Sóttu tveir um sálina sjúklingsins með takið: Fjandinn þreif í fæturna, faðirinn hélt í bakið. Leikurinn þannig lengi stóð, litlar fengust náðir. - En - hvorugum sýndist sálin góð, svo þeir - slepptu báðir! Karlinn lauk talinu með því að segja, að það væri morgunfagurt í Siglufirði og bætti við: Ekki finnst mér leiðin löng sem liggur um iður jarðar þegar ég ek göng við göng göngin til Siglufjarðar. Ég rakst á skemmtilega ljóðabók, Þá mun vorið vaxa, eftir Einar Georg Einarsson kennara frá Hús- vík. Fyrsta erindið ber yfirskriftina Tíminn líður: Dagarnir eru fiskar sem smjúga gegum greipar. Drottinn situr í himninum og keipar. Skáldbóndinn Þórarinn í Kílakoti lýsti sjálfum sér svo: Skarðan drátt frá borði bar, barn að háttum glaður. Völl ég átti en ég var enginn sláttumaður. Þórarni hefur liðið vel þegar hann ort: Einn í þögn ég uni hér, angrið dó í geði. Bakkus fögnuð færði mér, fulla ró og gleði. „Líður að lokum“ er yfirskrift þessarar vísu: Bráðum kveð ég bæ og hörg bjartan flýg í geiminn. Ég á orðið ekki mörg erindi við heiminn. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vísur og kviðlingar að norðan Í klípu „FYRRVERANDI ER HÉRNA AÐ SÆKJA LÍKAMS- RÆKTARBLÖÐIN SÍN. ÞÚ MÁTT KOMA INN EF ÞÚ LOFAR AÐ KOMA EKKI AF STAÐ RIFRILDUM.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KRAKKINN MINN TEIKNAÐI ÞAU Á VEGA- BRÉFSMYNDINA MÍNA MEÐ MERKIPENNA.“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... að kýla á það, saman. HVER BORÐAÐI BÖKUNA SEM ÉG BAKAÐI FYRIR GÓÐGERÐARBASARINN? AHA! RÉTT EINS OG MIG GRUNAÐI!!! „ANDVARP“ AF HVERJU ER ALLTAF BENT Á MIG? INNFLUTNINGURFÓLKS GRETTIR, ÞAÐ ER KOMIÐ AÐ ÞVÍ. KOMINN TÍMI TIL AÐ ÞRÍFA ELDHÚSIÐ. KAKKALAKKARNIR ERU MEÐ PARTÍHATTA. MÖRG AFMÆLI Í DAG. Víkverji veit að það er hásumar.Grasið er grænt, blómin blómstra og greinar trjánna svigna undan þungum laufkrónum. Um miðjar næt- ur er bjart sem að degi. Sumar. x x x Sumarið er þó ekki sérlega sum-arlegt. Svo dögum skiptir mjak- ast kvikasilfrið í hitamælinum ekki einu sinni yfir tíu gráður á selsíuskv- arða. Öðru sinni á stuttum tíma er skollin á „haustlægð“. Vindurinn blæs og dembur ganga yfir. Útihá- tíðir verða innihátíðir. Á tímabili í gær leið Víkverja eins og hann væri fastur í bílaþvottastöð þegar rigning- artaumarnir flæddu niður gluggann og útsýnið var eins og impressjón- istamálverk á iði, kannski Monet, en þó sennilegar Manet. x x x Nú gæti lesandinn haldið að Vík-verji væri að kvarta, en það er síður en svo. Ef Víkverji vildi sól, logn og hita hefði hann löngu forðað sér af landi brott, farið eitthvert þar sem aldrei er veður, Kaliforníu eða Krítar. Víkverji hefur áttað sig á því að þótt hann eigi til að tuða vegna veðurs er fjölbreytileiki þess kostur. Veðrið á að vera óútreiknanlegt, aldrei eins, stöðugur ógnvaldur at- vinnuöryggis veðurfræðinga. x x x Þá sér Víkverji ýmsa kosti við hinarysjóttu tíð. Ýmis skordýr, sem hingað hafa leitað í trausti þess að yf- irlýsingar vísindamanna um hlýnun jarðar hafi tryggt þeim afkomu á Ís- landi, eiga nú undir högg að sækja. Hann er sérlega ánægður með hvað hann hefur lítið orðið var við geit- unga í sumar. Víkverji er ekki hald- inn þeirri óskhyggju að geitungar séu alfarið horfnir af landi brott vegna ótíðarinnar, en er á meðan er. x x x Hann saknar þó þeirra daga, semgeitungar fyrirfundust ekki hér og mest ógn stóð af silalegri hun- angsflugunni. Í fyrrasumar var Vík- verji meira að segja farinn að hugsa um að setja flugnanet í gluggana hjá sér því að hann var orðinn þreyttur á að veiða geitunga í glös og sleppa þeim út. víkverji@mbl.is Víkverji En öllum þeim sem tóku við honum gaf hann rétt til að verða Guðs börn, þeim sem trúa á nafn hans. (Jóhannesarguðspjall 1:12)

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.