Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 32
Humarinn er látinn liggja í 2-4 tíma í marineringu. MARINERING: 4 bollar hvítvín 1 bolli ólífuolía hálfur bolli steinselja 8 hvítlauksrif, fínt söxuð ½ ferskur chili, kjarnhreins- aður TÓMAT-BASILSALSA: 12 stórir plómutómatar 1 búnt af fersku basil 3 hvítlauksrif 1- 2 skallottlaukar Allt er handskorið gróft og sett saman í skál, bætt er út í ólífuolíu og dassi af ferksum sítrónusafa. Saltað vel og pipr- að eftir smekk. LAKKRÍSSÓSA: 3 - 4 appolo-lakkrisreimar 2 dl balsamikedik 2 saxaðir skallottlaukar 3 dl sveppasoð (1 teningur) einnig má bæta við lífrænu agave- sírópi ef fólki finnst vanta sætu salt og pipar eftir smekk. Aðferð: Balsamikedik, lakkrísreimar og skallottlaukur er sett í pott og látið sjóða upp á lágum hita, þar til reimarnar leysast upp í vökvanum. Þá er sósan sigtuð og út í hreinsuðu sósuna er bætt sveppasoðinu og sósan þá redúseruð. Smakkað til með salti og pipar. Einnig er gott að bæta í lokin út í vænni smjörklípu til þess að fá fallegan gljáa á svarta seigfljótandi sósuna. Grillaður humar með lakkríssósu og tómat-basilsalsa 32 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Matur og drykkir Y ngri dreng hjónanna, Sævari Stormi, brá ansi mikið í brún þegar einn gestanna gekk inn um dyrnar. „Er jólasveinninn kominn?“ sagði einhver og þá varð ekki aftur snúið, hann fór að háskæla. Ekki leið þó á löngu áður en umræddur „jólasveinn“ var tekinn í sátt og Sævar kominn aftur á þríhjólið að horfa á teiknimyndir með bróð- ur sínum Óðni Styrkári. Jólasveinninn ku vera Baldur Eyþórsson töku- maður, en þeir Þórhallur vinna saman. Berglind stundar nám við Listaháskóla Íslands þar sem hún lærir fata- hönnun en Þórhallur er leikstjóri og ferðast hann mikið um heiminn þar sem hann leikstýrir auglýsingum og tónlistarmyndböndum. Það er því mikilvægur tími þegar fjölskyldan borðar saman kvöldverð. „Þórhallur hefur mikinn áhuga á eldamennsku og þykir fátt skemmtilegra en að elda góðan mat,“ segir Berglind. „Hann er mikill grillari og grillið okkar er því mikið notað.“ Berglind segir að þegar kvöldmaturinn sé annars vegar taki allir á heimilinu þátt í ferlinu og hlusta þau á góða tónlist á meðan. „Það er ein- staklega góður tími fyrir fjölskylduna þar sem allir eru uppteknir á dag- inn í sínum verkefnum og vinnu,“ segir hún. „Okkur þykir einnig gaman að fá fólk í heimsókn og höldum því mjög oft matarboð en þá prófum við okkur áfram með mismunandi uppskriftir.“ Mikið magn matreiðslubóka er að finna á heimili fjölskyldunnar og oftar en ekki sést til Þórhalls liggja yfir bókunum í leit að innblæstri. „Við höfum í langan tíma reynt að halda okkur frá unnum matvælum og viljum því eftir fremsta megni nota fersk og lífræn hráefni.“ Í matarboðinu var boðið upp á veglegan humar í forrétt með lakkrís- sósu og heimatilbúnni salsasósu og segir Berglind að þessi réttur sé ávallt borðaður á jólunum hjá föðurfjölskyldu Þórhalls. Í aðalrétt var ribeye- steik grilluð í rigningunni sem gerði hana jafnvel aðeins safaríkari. Þá tók við eftirréttur sem samanstóð af gómsætum vanilluís úr hinni vinsælu ís- búð Valdís, að Grandagarði, en með honum var söltuð karamella og viskí. Sérvalið vín var með hverjum rétti en ákveðið var að hafa ekki hvítvín með humrinum heldur kampavín. „Já, það er víst ekki í lagi að drekka hvítvín með humri lengur,“ sagði Þórhallur og hló. Berglind hellir kampa- víni fagmannlega í glös fyrir gestina. HUMAR OG KAMPAVÍN Jólasveinninn mætti í boðið Steikurnar er ekki af verri endanum enda vöktu þær mikla lukku. Í VIKUNNI HÉLDU BERGLIND ÓSKARSDÓTTIR OG ÞÓR- HALLUR SÆVARSSON GLÆSILEGT MATARBOÐ ÞAR SEM SPARIMATSEÐILLINN VAR DREGINN FRAM EN ÞAU ERU MIKLIR MATGÆÐINGAR. MIKIÐ VAR HLEGIÐ OG SPRELLAÐ YFIR MATNUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Vanilluís með karamellusósu og viskíi Vanilluís úr bestu ísbúð í bænum, Valdísi á Granda, með saltri karamellusósu og viskíi. SÓSA: 5 mars-stykki brædd saman í potti við ½ pela af rjóma á lágum hita, svo er kara- mellusósan bragðbætt með góðu sjávarsalti að smekk (verið óhrædd við að salta vel). Svo í lokin er góðu viskíi skvett yfir ísinn og sósuna til að fá aukinn kraft í bragðið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.