Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Matur og drykkir Þ etta eru a.m.k. tíu tegundir sem við erum að elda hérna. Við reynum að hafa þetta sem fjöl- breyttast á hlaðborðinu, allt eftir því hvað fæst ferskt þann daginn,“ segir Magnús léttur í bragði, spurður út í fjölda fisktegunda sem matreiddar eru á degi hverjum í Tjöruhúsinu. Undanfarin tíu ár hafa Magnús, Ragnheiður og fjöl- skylda staðið vaktina í Neðstakaupstað, þangað sem fjöldi ferðamanna, innlendra sem erlendra, hefur lagt leið sína. Liggur við að segja að Tjöruhúsið sé orðið að skyldustoppi á Ísafirði, rétt eins og Gamla bakaríið og önnur góð kennileiti, enda rómað hvívetna. Erlendar ferðahandbækur og -síður, svo sem Lonely Planet, TripAdvisor og aðrar, eru líka allar á sama máli og mæla með að menn leggi leið sína niður í Neðsta- kaupstað, eigi þeir leið um þessar slóðir. Í hefðbundnu árferði er Tjöruhúsið opið frá því í maí og fram í október. Vorið var hins vegar kalt í ár að sögn Magnúsar og því var staðurinn opnaður síðar en ella, enda í gömlu, óeinangruðu húsi. Það er þó langt í frá að fólki verði þar kalt yfir sumartímann. Frá í júní hefur verið mikill erill og oftar en ekki tvísetið á kvöld- in. Spurður um vinsælustu réttina í Tjöruhúsinu þessi misserin segir Magnús steiktar gellur mjög vinsælar. „Enda eru gellur ótrúlegur matur,“ bætir hann við. Annars njóta hlýri, steinbítur og koli, nú þegar hann er kominn í nægilega góð hold til átu, einnig mikilla vin- sælda auk þess sem alltaf hægt er að ganga að hefð- bundnari tegundum og réttum vísum, s.s. þorski, ýsu, saltfiski í nokkrum útgáfum, plokkfiski og lúðu – þegar hún fæst. „Að ógleymdum skötuselnum og ufsanum, sem víða þykir herramannsmatur þótt við höfum kannski ekki vanist honum hér,“ bætir vertinn við. Það var auðsótt mál að biðja Magnús um uppskrift fyrir Sunnudagsblað Morgunblaðsins þegar eftir því var leitað. „Voða margir spyrja um uppskriftir hjá okkur og það eru engin leyndarmál, við segjum frá öllu sem við gerum,“ var svarað að bragði. Hann gefur hér upp- skriftina að gellunum góðu, sem þróuð var af honum sjálfum. Má bæta því við að mikið er lagt upp úr því að nota íslenskt hráefni á borð við smjör og rjóma í Tjöru- húsinu. „Enda er íslenska smjörið alveg frábært og við teljum allt í lagi að fólk borði svona mat af og til,“ bætti hann kankvís við og sneri sér að pönnunum. Gellurnar gómsætu tilbúnar á einni af pönnunum frægu. Ljósmynd/Halldór Sveinbjörnsson GIRNILEGT SJÁVARFANG Í NEÐSTAKAUPSTAÐ Tjöruhúsið svíkur engan TJÖRUHÚSIÐ Í NEÐSTAKAUPSTAÐ Á ÍSAFIRÐI ER EINN BESTI VEITINGASTAÐUR Á ÍSLANDI AÐ MARGRA MATI. MAGNÚS HAUKSSON OG RAGNHEIÐUR HALLDÓRSDÓTTIR, KONA HANS, RÁÐA ÞAR RÍKJUM. FERSKT SJÁVARFANG AF ÖLLUM GERÐUM ER ÞAR Í AÐALHLUTVERKI OG HLAÐBORÐIÐ MEÐ STÓRU PÖNNUNUM ORÐIÐ VÍÐFRÆGT. Gunnhildur Ásta Guðmundsdóttir gunnhildur@mbl.is Hráefni: 200-250 gr á mann af gellum Hveiti (til að velta upp úr) Krydd (það sem finnst í skáp- unum) Pipar Hvítlaukspipar eða -duft 1-3 msk hvítlauksolía ½ sítróna Meðlæti: Ferskar kartöflur – helst smælki Salat (má sleppa) Aðferð: Hveiti er blandað með kryddi, þ.e. því sem er til í skápnum, pipar o.s.frv. Gellunum er velt upp úr krydduðu hveitinu á sama tíma og hitaþolin mat- arolía (ég notar repjuolíu) hitnar vel á pönnu. Gellurnar eru settar á sjóð- andi heita pönnuna og steiktar á sömu hlið þar til þær eru orðnar vel dökkar. Sáldrið smávegis hvítlaukspipar eða -dufti nett yfir, rétt áður en þeim er snúið yfir á hina hliðina. Þegar búið er að snúa gellunum við er hvítlauksolíu hellt nett yfir þær auk þess sem ríflegri smjörklípu er bætt á pönnuna. Gellunum er leyft að steikj- ast þar til þær eru orðnar vel stökkar og dökkar, án þess þó að brenna. Að endingu er hálf sítróna kreist aðeins yfir auk þess sem bæta má við örlitlu hvítlauksdufti. Best er að hafa smælki með og smá salat ef vill. HVÍTLAUKSGELLUR TJÖRUHÚSSINS Bekkirnir eru oftar en ekki þétt setnir yfir sumartímann og því borðað bæði úti og inni á góðum dögum. Magnús Hauksson og fjölskylda hafa staðið vaktina í Tjöruhúsinu undanfarin 10 sumur. Lítið lát er á vinsældum staðarins enda úrvalsfiskur á borðum. Ljósmynd/Gústi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.