Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 53
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 53 Hátíðin Alþjóðlegt orgel- sumar heldur áfram í Hall- grímskirkju um helgina. Norski organistinn Inger- Lise Ulsrud heldur þá tvenna tón- leika í kirkjunni, á laugardag klukkan 12 og á sunnudag klukkan 17. 2 Hinn gamalkunnuga og trausta Skálholtshátíð er í gangi um helgina. Á laug- ardag klukkan 15 leikur Guðrún Óskarsdóttir einleiks- verk fyrir sembal, sem mun án efa hljóma fagurlega í kirkjunni, og klukk- an 17 sama dag verða lokatónleikar nemenda í barrokkvinnustofu. 4 Áhugafólk um leikhús ætti að skunda í Elliðaárdalinn á laug- ardags- eða sunnudagskvöld, að félagsheimli Orkuveit- unnar, þar sem leikhópurinn Sýnir sýnir nýja leikgerð Sjö samúræja, hins fræga verks Kurosawa. 5 Spennufíklar geta glaðst yfir Útvarpsleikhúsinu á Rás 1 á sunnudag, þegar byrjað verður að endurflytja klukk- an 13 útvarpsleikgerð metsöluhöf- undarins Arnaldar Indriðasonar á sögu hans, Sonum duftsins. Framhald verður á næstu tvo sunnudaga og þá tekur við leikgerð hans á sögunni Dauðarósum. 3 Ljótu hálfvitarnir fara mik- inn á Græna hattinum á Ak- ureyri um helgina. Fagna þeir útgáfu fjórðu plötu sinnar með fjölskyldutónleikum klukkan 16 á laugardag og aftur verður talið í klukkan 22 um kvöldið. MÆLT MEÐ 1 Þetta er sameiginleg innsetning okkarþriggja og við höfum tekið verksmiðj-una yfir eða fengið hana í lið með okkur, hvernig sem menn vilja líta á það,“ segir Elísabet Brynhildardóttir um sýningu þeirra Guðrúnar Benónýsdóttur og Selmu Hreggviðsdóttur sem var opnuð í verksmiðj- unni á Hjalteyri á föstudag. Kalla þær sýn- inguna Verkfærið. „Við erum að vinna með bygginguna. Þetta er meira eins og kastali en einhver verksmiðja, rýmið er svo yfirþyrmandi. Okk- ur langaði bæði að hylla verksmiðjuna og líta á hana sem ákveðinn draumakastala. Skýja- borg. Verksmiðjan var barn síns tíma, reist á einum vetri af hugsjónum þegar mikil upp- bygging var í gangi. En sumir draumar ræt- ast ekki þótt þeir hljómi vel. Þessi risakast- ali var reistur en einungis notaður í um þrjátíu ár. Svo var ævintýrið búið og fólkið fór, ég býst við í leit að öðrum kastala.“ Hvaða tæki nota listakonurnar til að um- breyta verksmiðjuhúsinu á sinn hátt? „Við erum komnar með ellefu tonn af sandi inn og um tuttugu stillansa. Við notum þennan iðnaðarheim sem okkar efnivið, allt mjög karllæg efni, og leikum líka með lýs- ingu og slíkt. Það er mjög gróf draumaver- öld sem hefur risið þarna inni.“ Elísabet segir þeim stöllum hafa verið boðið að sýna á Hjalteyri síðasta haust. Þá tóku þær að kasta á milli sín hugmyndum, þar sem þær búa á Íslandi, í Skotlandi og í Berlín. „Síðan höfum við verið að þróa verk- ið. Síðustu tvær vikur höfum við verið á Hjalteyri að setja það upp; mest við að moka sandi og reisa stillansana,“ segir hún og hlær. Sýningin er opin alla daga, kl. 14-17. SÝNINGIN VERKFÆRIÐ OPNUÐ Í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI Meiri kastali en verksmiðja „ÞAÐ ER MJÖG GRÓF DRAUMAVER- ÖLD SEM HEFUR RISIÐ ÞARNA INNI,“ SEGIR EIN ÞRIGGJA LISTA- KVENNA SEM SÝNA Á HJALTEYRI. Myndlistarkonurnar Selma Hreggviðsdóttir, Elísabet Brynhildardóttir og Guðrún Benónýsdóttir. „Það þótti ákjósanlegt að verkin hefðu mikið rúmmál og væru stór,“ segir Rósa um listaverkin sem fyrst voru sýnd í Róm og nú í Hörpu. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.