Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Qupperneq 46
É
g er svo glaður að vera að tala við
Íslending! Ég er svo spenntur að
koma til ykkar,“ segir Russell
Brand þegar blaðamaður Sunnu-
dagsblaðs Morgunblaðsins heilsar
í símann. Brand elskar Ísland þrátt fyrir að
hafa aldrei stigið hingað fæti. Og það að ein
stærsta stjarna skemmtanaiðnaðarins skuli
hafa valið Ísland sem lokaáfangastað sýn-
ingar sem hann ferðast nú með um allan
heim – það má líta á það sem mikinn heiður
að hann endi ferðina hér; í desember.
Líklega mátti búast við hverju sem er hin-
um megin á línunni. Breski leikarinn, grín-
istinn og rithöfundurinn er í Los Angeles,
hann býr þar og nákvæmlega klukkan 14.15
að hans staðartíma svarar hann. Frá því að
Brand vaknaði um morguninn segist hann
hafa farið í jóga, hugleitt, skrifað og lesið
nokkrar blaðsíður í Hinum guðdómlega
gleðileik Dantes. Hann er líka með bók um
indverska heimspeki á náttborðinu og þar að
auki er hann afar virkur twitter-notandi.
Vakið heimsathygli í viðtölum
Brand, sem hefur sett allt á annan endann í
viðtölum undanfarin misseri, er hinn yfirveg-
aðasti. Hann er ólíkindatól í viðtölum.
Skemmst er að minnast sjónvarpsviðtals á
vef Huffington Post þar sem hann hellti vilj-
andi úr vatnsglasi yfir fartölvu spyrilsins.
Það fór í taugarnar á Brand það fyrirfram-
skrifaða og „hrokafulla“ handrit sem hann
sagði spyrillinn hafa í höndum. „Allt for-
skrifað,“ sagði hann. Þrír spyrlar bandarísku
MSNBC-sjónvarpsstöðvarinnar voru teknir
til bæna fyrir tveimur vikum. Brand er van-
ur að vera blátt áfram í viðtölum og fannst
eins og þeir gengju að því vísu að hann væri
til í öll fíflalæti heimsins. Hann var á því að
honum væri sýnt virðingarleysi og endaði á
því að taka blöð þáttastjórnenda og spyrja
þá í stað þess að láta spyrja sig.
Brand valdi Ísland sérstaklega til að koma
og sýna Messiah Complex, eins og uppistand
hans kallast, án þess að hafa nokkur tengsl
við land né þjóð. „Ég er mikill aðdáandi Ís-
lands. Íslendingar eru róttækir hugsuðir og
styðja hugmyndir sem eru krassandi róttæk-
ar – í öllu frá sósíalisma upp í tækni og
hvernig þeir hafa tekist á við breytt efna-
hagsumhverfi. Þið stóðuð í fæturna gagnvart
spilltu bankakerfi. Íslendingar eru fólk sem
ég hef áhuga á. Að auki eru konurnar ákaf-
lega, ákaflega fallegar.“
Svo þú hefur séð íslenskar konur með eig-
in augum eða hvað?
„Jú, sjáðu til. Ég er frá London, svo að ég
þekki Íslendinga sem þar búa og þið lítið
sérstaklega vel út. Hvað er þetta?“ Blaða-
maður reynir að finna út hvaða blanda þetta
sé. Norðmenn, Írar og kannski nokkrir
franskir sæfarar sem skruppu í land á Vest-
og Austfjörðum? „Guð, það er dásamlegur
kokteill. Blanda drukkinna, kaldhæðinna og
skapstórra þjóðarbrota.“
Reitti Gordon Brown til reiði
Án þess að Brand sé vændur um daður
þvert yfir hafið kallar hann undirritaða
„love“ viðtalið í gegn og í raun virkar það
bara vingjarnlega. Hann er kominn inn á
mjög mannlega línu segir hann. Hann leggi
sig mjög fram við að vera elskulegur og
særa ekki fólk – eins og hann hafi gert í svo
langan tíma áður. Við höldum brátt af stað
en áður en við keyrum þetta í gang má
bruna yfir nokkur örlagaatriði í lífi hans –
rétt til upprifjunar.
Russell Brand er umdeildur í meira lagi.
Hann stjórnaði vinsælum útvarpsþætti á
BBC en hætti eftir símahrekk þar sem hann
hringdi í leikarann virta Andrew Sachs.
Hrekkurinn gekk út á að Brand þóttist hafa
sængað hjá barnabarni leikarans.
Meira að segja Gordon Brown, þáverandi
forsætisráðherra Breta, rauk upp með
skömmum og sagði þetta uppátæki ekkert
fyndið.
En þetta er ekki allt. Brand var rekinn úr
starfi sem kynnir á MTV-sjónvarpsstöðinni
eftir að hafa mætt í vinnuna klæddur upp
sem Osama Bin Laden, degi eftir hryðju-
verkaárásirnar í New York, 11. september
2001. Í stuttu máli var sá dagur á þessa leið:
Hann tók heróínsalann sinn með í vinnuna
og reykti krakk inni á salerni fyrir fatlaða
rétt áður en þátturinn átti að fara í loftið.
Gestur þáttarins var Kylie Minogue og
Brand ákvað að bæta gráu ofan á svart og
kynna dópsalann sinn fyrir leikkonunni.
Honum þótti, að minnsta kosti þá, ógurlega
fyndið að horfa á þau tala saman meðan
hann stóð yfir þeim sem Osama Bin Laden.
Hann hugsaði með sér að þetta gæti ekki
orðið betra. Hann var rekinn tveimur dögum
síðar.
Íslendingar eru meðvitaðir og
kynþokkafullir
Kvikmyndin sem kom Brand á kortið var
Forgetting Sarah Marshall. Hjónabandið
sem kom honum í eina slúðurfrétt á dag var
hjúskapur hans og söngkonunnar Katy
Perry. Það sem gerir hann elskaðan og hat-
aðan í senn er uppátækjasemi, óútreikn-
anleiki, skrautlegheit, neysla og svo afvötn-
un. Hann hefur ekki snert áfengi og eiturlyf
í nokkur ár og þrátt fyrir litla menntun og
mikla neyslu þykir hann með gáfaðri mönn-
Íslendingar eru fólk
sem ég hef áhuga á
RUSSELL BRAND ER EIN SKRAUTLEGASTA OG STÆRSTA STJARNA HEIMS OG SETUR REGLULEGA ALLT Á ANNAN ENDANN. HANN VALDI ÍSLAND SÉR-
STAKLEGA TIL AÐ LJÚKA VINNUFERÐALAGI SÍNU UM HEIMINN. ÞÓ HEFUR HANN ALDREI KOMIÐ HINGAÐ TIL LANDS OG HEFUR ENGIN TENGSL VIÐ
LAND OG ÞJÓÐ. SEM HANN FER ÞÓ EKKI LEYNT MEÐ AÐDÁUN SÍNA Á – SEGIR ÍSLENDINGA HUGSUÐI SEM VEKI ÁHUGA SINN. HANN SEGIST VINNA Í
ÞVÍ AÐ SÆRA EKKI FÓLK – EINS OG HANN HAFI SVO OFT GERT ÁÐUR.
Júlía Margrét Alexandersdóttir julia@mbl.is
„Ég hef breyst síðustu árin. Ég
reyni að hafa það efst í huga að
særa ekki fólk, verja þá sem geta
ekki varið sig í þessu lífi, vera
sannur og trúr. Ég hef unnið með
eigin galla. Áður var það eina sem
komst að hjá mér að lifa af og
stunda kynlíf.“
AFP
46 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013
Viðtal