Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 37
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 37 Hver kannast ekki við að heyra gott lag í útvarpinu en muna ekki hvað það heitir. Shazam er smá- forrit sem leysir þann vanda, en forritið virkar þannig að þú lætur símann „hlusta“ á lagið. Eftir nokkrar sekúndur sendir smáfor- ritið svo upplýsingar með heiti lagsins og nafninu á þeim listamanni eða hljómsveit sem flytur lagið. SMÁFORRITIÐ SHAZAM Láttu símann hlusta á lagið Ef þú vilt passa upp á línurnar þá er Calorie counter sniðugt smáforrit sem heldur þér við efnið. Um leið og þú lýkur við máltíð slærðu inn það sem þú borðaðir og forritið lætur þig vita hversu margar hita- einingar þú „átt inni“ miðað við ráðlagðan dagskammt. Forritið inniheldur stórt gagnasafn yfir mat- artegundir sem auðveldar yfirsýn. TELDU HITAEININGAR Haltu þér í góðu formi Ef þú ert uppiskroppa með hug- myndir að kvöldmat fyrir fjölskyld- una þá er Allrecipies.com Dinner Spinner hentugt smáforrit sem ger- ir þér kleift að nálgast ótalmargar uppskriftir. Notandi leitar að til- teknum rétti og getur stillt hversu langan tíma má taka í undirbúning og eldun. Forritið skilar gómsætum niðurstöðum. Gómsætar uppskriftir HJÁLPAR Í ELDHÚSINU Verð frá: 189.990.- Smáralind | Sími 512 1330 Opið í dag frá 13.00 - 18.00 Ný MacBookAir Allt að 12klst Rafhlöðuending Doug Engelbart, hug-sjónamaður sem fann umtölvumúsina ásamt öðr- um tækniundrum, lét lífið 2. júlí síðastliðinn. Tölvuminjasafnið í Kaliforníu gaf út tilkynningu þess efnis síðastliðinn miðvikudag, en Engelbart var 88 ára. Á sjöunda áratug síðustu aldar hannaði Engelbert tæki sem búið var til úr tré en neðan í því voru tvö málmhjól. Þetta tæki þróaðist síðar út í tölvumúsina, en í dag má finna hana nánast á hverju einasta heimili þar sem tölvur eru notaðar. Sú hugmynd að vinna í tölvu með tæki sem staðsett var fyrir utan tölvuna var langt á undan sinni samtíð þegar Engelbart byrjaði að hanna tækið. Tölvu- músin var hins vegar ekki sett á markað fyrr en árið 1984 og stóð þá almenningi til boða með gömlu Macintosh-tölvunni, en sú tölva er talin vera undanfari tækja eins og Iphone og Ipad. Engelbart fann upp tölvumús- ina mjög snemma miðað við þró- un tölva á þeim tíma og græddi því fjárhagslega lítið á uppfinn- ingunni. Einkaleyfið á tölvu- músinni gilti aðeins í 17 ár, en það leiddi til þess að ár- ið 1987 hafði Engelbart misst einkaréttinn á fram- leiðslu tölvumúsarinnar. Hann fékk því engin höf- undarlaun fyrir hönn- un sína, en um millj- arður slíkra tækja hefur verið seldur síðan tölvumúsin fór á markað. TÖLVUMÚS OG TÆKNI Doug Engelbart, maðurinn á bak við tölvumúsina, fann upp tækið mjög snemma miðað við þróun tölva. Græddi fjárhagslega lítið DOUG ENGELBART, MAÐURINN Á BAK VIÐ TÖLVUMÚSINA, LÉT LÍFIÐ FYRR Í VIKUNNI, EN UM MILLJARÐUR SLÍKRA TÆKJA HEFUR SELST FRÁ ÞVÍ ÞAU KOMU FYRST Á MARKAÐ ÁRIÐ 1984. Páll Fannar Einarsson pfe@mbl.is Doug Engelbart fæddist 30. janúar 1925 í Portland í Oregon. Faðir hans var útvarpsviðgerðarmaður, en Engelbart fetaði aðra braut og fór í nám í rafeindaverkfræði við háskólann í Oregon. Engelbart starfaði sem radartæknimaður í heimsstyrjöldinni síðari, en þar las hann ritgerð eftir verkfræðinginn Van- nevar Bush sem varð honum mikill inn- blástur í lífinu. Fór aðra leið Doug Engelbart
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.