Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013
Að láta drauminn rætast er ein
helsta áskorun síðari ára. Hvaðan-
æva er lagt fast að fólki – það skuli
uppfylla eigin þrár.
Leikarinn og grínistinn breski
Russell Brand er dæmi um mann
sem lét draumana rætast en þarf
um leið að forðast að uppfylla eigin
þrár – það er að segja þessar sem
skaða aðra og hann sjálfan – að
taka eiturlyf, vera fullur alla daga
og svala kynlífsfíkn.
Í viðtali sem birtist við hann í
Sunnudagsblaði Morgunblaðsins í
dag segist hann hafa breyst og hafi
það efst í huga að særa ekki fólk.
Og draumar hans halda um leið
áfram að rætast.
Brand er dæmi um mann sem
náði toppnum þrátt fyrir æsku- og
unglingsár sem voru ekki auðveld
og minnir að sumu leyti á Jón
Gnarr. Báðir enduðu svo á að slá í
gegn sem uppistandarar.
Draumar okkar segja ótrúlega
mikið um okkur. Draumur Brands
er annar í dag en hann var. Hann
segir að sig langi að vinna meira
með börnum. Allir ættu að skoða
drauma sína og velta fyrir sér að
hverju þeir stefna – snúast þeir
fyrst og fremst um eigið sjálf eða
heildina? Hvað endurspegla þeir?
Fólk sem vill fara um heiminn og
prófa hótel og gefa þeim einkunn –
er það ekki bara fólk sem nennir
ekki að búa um eigin rúm?
Eftir spjallið við Brand hug-
leiddi ég minn eigin draum og lík-
aði ekki niðurstaðan. Minn draum-
ur væri að vera
draumaráðningakona á búgarði í
Suður-Frakklandi. Það væri biðröð
í tjaldið mitt. Fólk væri slátrandi
geitum bara til að eiga fyrir ráðn-
ingunni. Ég væri alvitur, sjáandi.
Mér hefur aldrei fundist neitt illt
í þessum draumi út af fyrir sig en
ég ætti að hafa í huga að í mínum
draumi felst þrá til að vera guðleg
og hafa mjög mikil áhrif á líf fólks.
Það er auðvitað galið út af fyrir sig.
RABBIÐ
Það sem afhjúpar okkur
Júlía Margrét Alexandersdóttir
Þessi kornunga snót rölti um Austurvöll forvitin um mannlífið undir dyggri handleiðslu móður sinnar. Líkt og sjá má eru barnskór hennar heillegir og
óslitnir og má jafnvel ímynda sér að um sé að ræða hennar fyrsta göngutúr um miðborgina. Í því samhengi er skemmtilega táknrænt hvernig móðirin
röltir berfætt um – svo slitnir eru hennar barnskór. Hyggist mæðgurnar endurtaka leikinn um helgina verður að teljast ólíklegt að þær geri svo álíka létt-
klæddar, enda rigningarspá á höfuðborgarsvæðinu um helgina. Þótt mörgum kunni að þykja rigning í júlí svekkjandi í meira lagi er sennilega best fyrir
geðheilsuna að tileinka sér hugarfar hinna síjákvæðu og hugsa til þess hvaða áhrif hún hefur á gróðurinn, til dæmis grasblettinn á Austurvelli.
AUGNABLIKIÐ
Morgunblaðið/Eggert
ÓSLITNIR BARNSKÓR
ÞEGAR SÓLIN LOKSINS BIRTIST BORGARBÚUM LÁTA ÞEIR EKKI SEGJA SÉR SLÍKT TVISVAR HELDUR
FLYKKJAST NIÐUR Á AUSTURVÖLL, MEIRA AÐ SEGJA LITLIR OG ÓREYNDIR NÝLIÐAR.
Hádegismóum 2,
110 Reykjavík.
Sími 5691100
Útgáfufélag
Árvakur hf.,
Reykjavík.
Útgefandi Óskar Magnússon
Ritstjórar Davíð Oddsson, Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri Karl Blöndal
Umsjón
Eyrún Magnúsdóttir,
eyrun@mbl.is
Prentun
Landsprent ehf.
Hvað? 40 ára gos-
lokahátíð.
Hvenær? Hátíðin
hefur staðið yfir frá
því á miðvikudag og
lýkur á sunnudag.
Hvar? Fjöldi við-
burða og uppákoma í Vestmannaeyjum.
Nánar Á laugardag er opið hús á
slökkvistöðinni . Áhöfnin á Húna II leik-
ur fyrir dansi á sunnudagskvöld.
Goslokum fagnað í Eyjum
Hvað? Lopapeysan
Hvar? Akranesi
Hvenær? Laugardag
Nánar Lopapeysan
er haldin í 10. sinn.
Bubbi, Helgi Björns
og margir fleiri.
Tónleikar
Í fókus
VIÐBURÐIR HELGARINNAR
Hvað? Sænski pönksirkusinn Burnt out
Punks á Sirkushátíð.
Hvar? Í sirkustjaldi við Norræna húsið
í Vatnsmýrinni í Reykjavík.
Hvenær? 6. og 7. júlí kl. 23.00.
Nánar: Eldfim og ókeypis 70 mínútna
sýning sem kyndir undir áhorfendum.
Fjöldi sýninga er á hátíðinni.
Sænskur pönksirkus
Hvað? Inger-Lise
Ulsrud konsertorgel-
leikari
Hvar? Hallgríms-
kirkja
Hvenær? Sunnudag-
inn kl. 12
Nánar: Inger-Lise er mjög virkur kon-
sertorgelleikari og hefur komið fram á
tónleikum víða um Evrópu.
Tónar í Hallgrímskirkju
Hvað? Bæjarhátíð Dýrfirðinga
Hvar? Dýrafirði
Hvenær? 5.-7. júlí
Nánar: Tólfta sinnsem hátíðin fer fram.
Tónlist, lautarferð í Skrúð og, go-kart.
Dýrafjarðardagar
Hvað? Fjölskylduhelgi.
Hvar? Alls staðar.
Hvenær? Alla helgina
Nánar: Spáð er rigningu víða um land.
Þá er gott að hlúa að sínum nánustu.
Fjölskyldusprell
* Forsíðumyndina tók Stan Honda.