Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 42

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 42
*Fjármál heimilannaEigi að gera erfðaskrá er fundur með lögfræðingi fyrsta skrefið. Svo þarf að gera lista yfir eignir. Íris Dögg Pétursdóttir er 33 ára stoltur Breiðhylt- ingur sem hefur alltaf nóg að gera. „Ef ég er ekki að ritstýra skemmtilegasta blaði landsins, Séð og heyrt, þá er ég að gera eitthvað fáránlega hressandi með strákunum mínum.“ Íris útskrifaðist af mynd- listarbraut FB og lauk námi í upplýsinga- og fjöl- miðlafræði sem og í ljósmyndum í Iðnskólanum í Reykjavík. Íris er fáránlega góð í karókí, að eigin sögn. Hvað eruð þið mörg í heimili? Við Eyþór Atli, kærastinn, eigum tvo frábæra grallaraspóa, Nökkva Dag og Bjarka Leó. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Kók. Get ekki verið án þess. Strákarnir fá samt ekki gos, bara mamman. Hvað fer fjölskyldan með í mat og hrein- lætisvörur á viku? Ætli það sé ekki um það bil 25.000 krónur. Hvar kaupirðu helst inn? Ég fer aðallega í Bónus í Hólunum í Breiðholti. Kann vel við verslunina og er orðin svo vön henni. Vil geta gengið að vörunum vísum en ég þoli ekki að fara í nýja búð og finna ekki það sem ég þarf að kaupa. Ég er nefnilega alltaf að drífa mig. Hvað freistar helst í matvörubúðinni? Ég er svakalegur nammigrís og ís er líka uppá- halds. Finnst líka rosa gaman þegar einhver er með svona „smakkbar“ í versluninni. Kaupi oft af þeim. Hvernig sparar þú í heimilishaldinu? Fer í matarboð. Hvað vantar helst á heimilið? Mig vantar helst einhvern sjálfboðaliða til að koma og brjóta saman þvottinn og ganga frá hon- um. Svo væri rosalega gott ef einhver gæti sagt mér hvað verður af öllum sokkunum á heimilinu. Eyðir þú í sparnað? Nei, ég er meira í því að eyða bara. Skothelt sparnaðarráð? Ef ég kynni að spara gæti ég svarað þessari spurningu. NEYTANDI VIKUNNAR Þoli ekki að fara í nýja búð Íris Dögg Pétursdóttir, ritstjóri Séð og heyrt, er meira í því að eyða pening- unum heldur en að spara. Það gerir lífið skemmtilegra – eins og blaðið. Rakel Ósk Í mörgum stórborgum er í dag hægt að leigja reiðhjól úr þar til gerðum sjálfsölum. Þeir sem vilja spara pening í ferðalaginu ættu að skoða þennan samgöngumáta vandlega enda eru reiðhjólin iðu- lega bæði ódýr og þægilegur kostur. Þeir sem eru t.d. á leið til Lund- úna ættu endilega að pakka reið- hjólahjálminum því þar hefur verið komið upp í miðborginni þéttu neti reiðhjólastöðva sem auðvelt er að nota. Borgarbúar kalla hjólin „Barclaybikes“ því verkefnið er styrkt af samnefndum banka, og auðkennd eftir því. Að leigja hjól í 24 stundir kostar tvö pund, eða um 375 kr. Þess þarf að gæta þegar hjól er tekið að leggja því aftur í leigustöð innan 30 mínútna því annars bætist við eitt pund aukalega fyrir leiguna. Til samanburðar kostar ferð með neðanjarðarlest minnst 2,10 pund og með strætó 1,40 pund. Fræðast má nánar um Barclay- hjólin á slóðinni www.tfl.gov.uk/ barclayscyclehire. púkinn Aura- Taktu hjálm- inn með í fríið Í sumum tilvikum getur skipt miklu máli að hafa samið erfða- skrá svo að eftirlifandi maki eða börn beri ekki skarðan hlut frá borði. Þetta segir Svala Thorlacius, hæstaréttarlögmaður hjá Fortis. Svala segir að á þeim tæplega fjörutíu árum sem hún hefur fengist við lögmennsku hafi ýmsar mik- ilvægar breytingar verið gerðar á lögum um erfðamál og færst hafi í aukana að fólk geri erfðaskrá. „Hér áður fyrr hugði fólk oft ekki að þessum málum fyrr en komið var nánast á grafarbakkann en nú hef- ur viðhorfið breyst og orðið talsvert algengt að fólk láti gera erfðaskrá.“ Lög um erfðamál gera mjög ríkar formkröfur og til að erfðaskrá sé gild má ekkert vanta upp á tækni- legu atriðin. Svala segir ekki nóg að skrifa einfaldlega niður óskir og fyrirmæli í stílabók heldur verði bæði innihald og vottun að vera upp á staf í samræmi við ákvæði laga ef erfðaskráin á að vera bindandi. „Af öllum lagalegum skjölum eru gerð- ar mestar formkröfur til erfðaskráa. Undirritun þess sem gerir erfða- skrána verður t.d. að vera vottuð af lögbókara, sýslumanni eða af- leiðsluvotti s.s. lögmanni. Þar er vottað að sá sem undirritar hafi lýst því yfir að erfðaskráin sé hans vilji, hann sé með réttu ráði og ekki beittur neinum þvingunum.“ Lögin takmarka líka hvað erfða- skráin má kveða á um. Ófáar bandarískar gamanmyndir fjalla um auðuga sérvitringa sem setja erf- ingjunum alls kyns erfið skilyrði fyrir því að fá ættargóssið í sínar hendur, eða svekkja maka og börn með því að láta búið renna til hjá- konunnar. Slíkt er ekki hægt á Ís- landi. „Almenna reglan er að börn og makar taka arf og leyfa lögin ekki meira svigrúm en svo að að- eins má ráðstafa þriðjungi dán- arbúsins með erfðaskrá, s.s. til góð- gerðar- og félagasamtaka eða fjölskylduvina, en einnig til lögerf- ingja sem viðbót við annan arf.“ Svala segir þriðjungsregluna m.a. henta vel þegar foreldrar vilja gera betur við eitt barna sinna. „Ekki er óalgengt, ef t.d. eitt barnið hefur meiri þörf fyrir arfinn vegna fötl- unar, sjúkdóms eða annarra áfalla, að þessi leið sé farin til að ívilna einu barninu umfram hin. Enn- fremur hefur það gerst á síðustu árum að fólk reynir að „leiðrétta“ með þessum hætti arf til barna sinna, t.d. ef foreldrar hafa lánað einu barni sínu veð í húsi sínu og þurft síðan að yfirtaka lánið.“ Varðandi setu í óskiptu búi er gerð erfðaskrár sérstaklega mik- ilvæg ef um er að ræða börn sem ekki eru erfingjar langlífari maka. „Með lagabreytingu árið 1989 var eftirlifandi maka tryggður réttur til setu í óskiptu búi með sameigin- legum börnum og með stjúpbörnum ef ákvæði þar að lútandi eru í erfðaskrá,“ segir Svala. „Rétt er líka að benda á að enginn erfða- réttur er milli fólks í óvígðri sam- búð heldur er hinn almenni erfða- réttur bundinn við hjónaband. Þetta má lagfæra með gerð erfðaskrár.“ Eignin vernduð Erfðaskrá getur líka veitt ákveðna vörn gegn fjárhagslegum afleið- ingum skilnaðar. „Erfðaskrá getur tryggt vissa séreign barna í arfi foreldra þeirra og er sú eign þá varin ef t.d. kemur til skilnaðar erf- ingjans og maki hans krefst helm- ings búsins. Þá verður að gæta þess að þessi séreign blandist ekki sam- eiginlegri eign hjónanna sem gæti t.d. gerst ef fjármunir merktir sem séreign eru notaðir til að greiða niður skuldir í sameiginlegri fast- eign.“ Gott fyrsta skref við gerð erfða- skrár er oft að eiga fund með lög- fræðingi. Svala segir ferlið oft fela í sér að skoða eignir og skuldir skv. skattframtali og mögulega gera lista yfir einstaka muni í búinu sem ganga eiga til tiltekinna erfingja. Algjör leynd hvílir síðan yfir erfðaskrám. „Oft eru gerð þrjú frumrit af erfðaskránni, eitt geymt hjá lögmanni, annað hjá þeim sem erfðaskráin varðar og síðan hjá sýslumanni ef svo ber undir. Hjá sýslumanni eru þessi gögn ekki að- gengileg almenningi og lögfræð- ingar gefa væntanlegum erfingjum ekkert upp um það hvað ákveðið hefur verið í erfðaskránni. LÖG UM ERFÐAMÁL SETJA ÁKVEÐNAR SKORÐUR Erfðaskrá getur verndað betur rétt maka og barna VANDA ÞARF TIL VERKA ÞEGAR ERFÐASKRÁIN ER SAMIN OG HUGA VEL AÐ FORMSATRIÐUNUM. EKKI DUGAR AÐ HRIPA EINFALDLEGA NIÐUR HINSTU ÓSKIR Í STÍLABÓK VIÐ ELDHÚSBORÐIÐ. Ásgeir Ingvarsson ai@mbl.is Nógu slæmt er að hverfa yfir móðuna miklu þótt erfðamálin séu ekki skilin eftir í ólestri. Gott er að huga tímanlega að gerð erfðaskrárinnar. Morgunblaðið/Kristinn

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.