Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Heilsa og hreyfing B örn sem hafa góða hreyfifærni eru í flestum tilfellum forvitnari um um- hverfi sitt og fróðleiksfúsari,“ segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir sem á dögunum gaf út bókina Færni til framtíðar – handbók um örvun hreyfifærni barna úti í nánasta umhverfi. Bókin á sér ekki hlið- stæðu á Íslandi en hún fjallar um hug- myndafræði Sabínu, sem hún þróaði eftir nám sitt í Noregi, í hreyfingu barna. Hún kenndi börnum í Ingunnarskóla í Grafarholti og segir að það hafi sýnt sig og sannað að þau börn sem voru með slaka hreyfifærni gekk illa í námi en eftir því sem hreyfifærni fór fram þá fór börnunum fram á báðum sviðum og gekk því betur með hug- takaskilning, hljóðvitund, lestur og hvaðeina í náminu. „Þetta helst í hendur, sem er mjög áhuga- vert. Hreyfifærnin hefur áhrif á alla þroska- þættina.“ Hrátt umhverfið ekki verra Þegar Sabína hóf störf sem íþróttakennari við Ingunnarskóla 2003 nýtti hún umhverfið í kring sem var mjög hrátt enda skólinn í byggingu á þeim tíma. „Ég var nýkomin heim til Íslands eftir námið og þar sem ég hafði nýtt mér náttúruna mikið í Noregi varð ég að finna aðeins öðruvísi leiðir. Þá þróaðist sú hugmynd hjá mér að það væri hægt að nýta ýmislegt annað en skóginn þegar maður hefur hann ekki enda auðvelt að yfirfæra ímyndunar- og hlutverkaleik barnanna í annað umhverfi,“ segir Sabína en hún hvatti nemendur sína til þess að nýta það sem var fyrir hendi, ljósastaura, raf- magnskassa, gangbrautir, hellur og annað sem á vegi þeirra varð. „Þetta eru grunn- hreyfingar sem ég er að fást við og eru, samkvæmt námsskrá leik- og grunnskóla, að kasta, grípa, rúlla, stökkva, sveifla sér og fleira. Börnin leika oft allskyns dýr, en í rannsókninni hjá mér var meðal annars risa- eðluþema, sem var mjög skemmtilegt.“ Með þessu móti ýtti Sabína einnig undir sköpunina hjá börnunum og örvaði þau í hreyfingu og ímyndun. Í leiknum var Sabína börnunum innan handar, leiðbeindi þeim og lagði fyrir allskonar æfingar. „Ég var meira eins og þátttakandi frekar en kennari.“ Foreldrar og börn saman úti Aðspurð segir hún það ekki sjálfsagðan hlut fyrir börn að vera leikin og liðug heldur þurfi að kenna þeim það eins og annað í líf- inu. „Það er ekkert líf án plásturs og við kennum börnum okkar að ganga og vera kurteis og svoleiðis, af hverju ekki að kenna þeim líka að leika sér úti?“ segir Sabína. „Það þarf ekki allt að vera tilbúið með einhverjum tækjum og tólum og dýrum leik- föngum heldur er um að gera að leyfa börnunum að njóta sín í úti náttúrunni og umhverfinu og leyfa þeim að nota ímyndunar- aflið.“ Hún segir að hægt sé að uppfylla alla þætti er falla undir grunn- hreyfifærni á klukku- tíma úti í náttúrunni á hverjum degi. Þá náist þeir þættir sem þarf til að örva öll skiln- ingarvitin. Örv- unin verður meiri í útileik en innileik þar sem áreitið er meira og hreyf- ingarnar voldugri. Börnin aðstoðarrithöfundar Sabína vill að bókin komi öllum að góðum notum. „Fyrrverandi nemendur mínir sem tóku þátt í þessu eru í raun rithöfundar með mér þó að þeirra sé ekki getið. Þetta hefði ekki orðið til án þeirra, því ég fékk tækifæri til að prófa mig áfram með börnunum,“ segir hún. „Markmiðið er að allir geti nýtt sér bókina, ekki bara íþróttafræðingar. Þarna liggur að baki fimm ára rannsóknarvinna sem ég skrifaði svo um í mastersritgerð minni síðar. Það urðu framfarir hjá börn- unum og það sýndi sig að þetta virkar.“ FÆRNI TIL FRAMTÍÐAR Hreyfifærni og námsfærni helst í hendur ÍÞRÓTTAFRÆÐINGURINN SABÍNA STEINUNN HALLDÓRSDÓTTIR HEFUR UNDANFARIN ÁR VERIÐ AÐ ÞRÓA HUGMYNDAFRÆÐI SÍNA UM HREYFIFÆRNI BARNA SEM HEFUR BORIÐ ÁRANGUR Í KENNSLU HENNAR. HÚN SEGIR HREYFIFÆRNI HAFA ÁHRIF Á ALLA ÞROSKAÞÆTTI HJÁ BÖRNUM OG VILL AÐ FORELDRAR OG BÖRN LEIKI SÉR SAMAN ÚTI. MIKILVÆGT SÉ AÐ LEYFA BÖRNUM AÐ NOTA ÍMYNDUNARAFLIÐ Í ÚTILEIKJUM. Gunnþórunn Jónsdóttir gunnthorunn@mbl.is Sabína Steinunn aðstoðar Erni Daða Sigurðsson við að bregða sér í líki flugvélar en með þessu móti er gott að þjálfa jafnvægið. Hjá þeim stendur Tinna Dögg Þórðardóttir og þjálfar einnig jafnvægið með því að standa á öðrum fæti. Morgunblaðið/Eggert Ernir Daði er ansi öflugur í hreyfingum og þykir gaman að gera krefjandi æfingar. „Það kemur nú fyrir að þegar börnin segja frá einhverju ævintýralegu eða ótrúlegu eru þau oft skömmuð fyrir að vera að plata, þau verði nú að segja satt og rétt frá. Hins vegar eru þau kannski ekki að plata heldur þyrstir í það að hafa frá einhverju að segja eftir langan og viðburðaríkan útileik í ímynduðum heimi. Í stað þess er um að gera að nýta tækifærið og flétta það saman við hug- myndafræðina í bókinni. Hvetja þau áfram með því að spyrja hvort hinn um- ræddi dreki gæti hoppað hátt eða stokkið langt,“ segir Sabína. NOTA ÍMYNDUNARAFLIÐ Spyrja frekar en skamma
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.