Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 15
7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15
4.900
5.300
6.600
6.500
6.4006.600
8.500
7.950
12.000
7.950
7.300
Gjafir sem gleðja
LAUGAVEGI 5 SÍMI 551 3383 SPÖNGIN GRAFARVOGI SÍMI 577 1660
Morgunblaðið/Rósa Braga
* Það kom oft fyrir að hann þurfti aðrenna niður buxnaklaufinni og gyrðaniður um sig til að koma skyrtunni vel
fyrir en þetta gat átt sér stað hvar sem
var, svo sem í matvöruverslunum.
Dóttir Jarþrúðar greindist
með einhverfu sem barn og
má segja að þannig hafi áhug-
inn á fræðunum kviknað.
Skólakerfið eins og við þekkjum það í dag hentar ekki öllum börnum.
Morgunblaðið/ÞÖK
Jarþrúður segir að ánægjuleg breyting hafi orðið á
hugmyndafræði og skilningi hvað varðar einhverfu
á allra síðustu árum. „Mér finnst ýmislegt gott
hafa verið að gerast í seinni tíð og fötlunarfræðin
hefur þar lagt mikið til,“ segir hún. „Og ég sé það
betur og betur hvað orðræðan skiptir miklu máli.“
Ýmis orð og orðalag hefur verið notað í gegnum
tíðina sem er ekki til framdráttar og oft niðrandi.
Að mati Jarþrúðar á ákveðin vitundarvakning sér
stað og fólk er hægt og rólega að verða meðvitað
um hvaða hugtök eru notuð og hvaða hugtök er
betra að nota.
Dæmi um þróun orðræðunnar í einhverfu-
samfélaginu nefnir Jarþrúður að áður fyrr hafi mik-
ið verið talað um börn með einhverfu en ekki ein-
hverf börn, vegna þess að orðið „einhverfir“ hljómaði eins og verið væri að útskúfa þeim frá öðrum.
Ákveðið var því að tala um fólk með einhverfu (fólk fyrst).
Fullorðið fólk á einhverfurófi sem er sátt við að vera einhverft hefur hins vegar viljað tala um ein-
hverfuna sem hluta af þeirra persónuleika og ekki sé hægt að aðskilja þetta tvennt, þetta þykir Jar-
þrúði afar mikilvægt sjónarmið. „Mér hefur fundist best að tala um fólk á einhverfurófi. Margbreyti-
leikinn er litróf og við erum öll á litrófi mannlífsins, það er bara eðlilegt að við séum mismunandi eða
eins og einn viðmælandi minn í bókinni orðaði þetta: „Það er enginn eins hvort sem er“,“ segir Jar-
þrúður.
Orðræðan skiptir máli
Jarþrúði þykir best að tala um fólk á einhverfurófi.
Morgunblaðið/Rósa Braga
Vísindaframfarir verða til þegar rannsakendur sökkva
sér djúpt í viðfangsefnið og eyða miklum tíma og orku í
þetta afmarkaða verkefni. Ýmsir vísindamenn eru taldir
geta hafa greinst með einhverfu ef sú greining hefði
verið í boði á þeim tíma.
„Fólk á einhverfurófi er oft mjög vísindalega þenkj-
andi og nota þau mikla rökhugsun enda vel þjálfuð þar
sem þau þurfa að nota greinandi hugsun mun meira í
daglegu lífi en aðrir. Þau geta eytt miklum tíma og orku
í eitthvert verkefni sem þau hafa áhuga á,“ segir Jar-
þrúður.
Í bókinni segir einn viðmælandi:
„Á þeim tíma hafði ég rosalegan áhuga á bókum, ég
hafði jú áhuga á vegakerfinu, það var svona aðalhobbíið
mitt líka, það var að dunda mér í svona og stúdera. Ég
byrjaði að stúdera ættfræði átta ára og ég eiginlega
festist í því. Ég festist alltaf í áhugamálunum þegar ég
var yngri. Já og ef það var einhver að reyna að fá mig til
að gera eitthvað annað, þá var ég rosalega skapillur og
pirraður … ég skildi ekki á þeim tíma af hverju það
voru allir að trufla mig. Ég vildi bara fá að gera það sem
ég vildi á þeim tíma og ekkert annað.“
Var Einstein einhverfur?
Eðlisfræðingurinn Albert Einstein var ofurhugi.