Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 7.7. 2013 Þ etta hefur blundað í mér lengi. Ég hef alltaf átt ágætt með að skrifa, og gerði það á sínum tíma fyrir Moggann, Dag- blaðið og Vísi, en það sem kom mér mest á óvart núna var hve mikið ég mundi. Þetta var allt í hausnum; var bara spurning um að sækja það,“ segir Ásmundur Friðriksson alþingismaður. Í bókinni Ási grási í Grænuhlíð – Eyjapeyi í veröld sem var, bregður hann upp myndum frá lífinu í Eyjum, aðallega fyrir gos, en bókin er gefin út í tilefni 40 ára goslokaafmælisins sem haldið er upp á um helgina. Ásmundur myndskreytir bókina sjálfur. Hann segist hafa teiknað alla ævi, hefur haldið fimm einka- sýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. „Á 35 ára gosloka- afmælinu var mér og þremur öðr- um, sem búa á fastalandinu, boðið að sýna og þar var ég með 25 til 30 myndir. Þá var ég búinn að búa upp á landi í fimm ár, nú eru þau ár orðin tíu, og ég var farinn að hugsa sífellt meira til baka og nú er það orðið þannig að sögurnar eru orðnar svo margar að ég er langt kominn með aðra bók!“ Ásmundur kveðst kappkosta að vera með mjög jákvæða sýn á alla hluti „þótt auðvitað komi við sögu fullt af fólki sem átti erfitt í lífinu, rónarnir í Eyjum og ýmsir fleiri, en allir áttu góða spretti. Það er sam- merkt öllum hve gleðin í lífinu var mikil. Ég forðast að segja eitthvað sem gæti sært einhvern, en þetta er bara raunsæ upplifun þó það geti vel verið að ég sé búinn að gleyma því sem betur hefði mátt fara...“ Ásmundur segir það hafa gefið sér mikið að rifja upp gamla tíma, við bókarskrifin. „Það er ótrúlega gaman að setjast við skriftir og lifa sig inn í liðna tíð. Stundum stend ég upp og er alveg undrandi á því hvað ég er búinn að skrifa! Bæði hvað ég mundi og eins á framsetn- ingunni; ég verð að viðurkenna það. Stundum er sagt að drukkið sé í gegnum menn og sennilega er skrifað í gegnum mig.“ Hann nefnir dæmi um það þegar hann teiknaði myndina af Einari frænda sínum Gíslasyni, forstöðu- manni í Hvítasunnukirkjunni Betel. „Ég var orðinn seinn með nokkrar myndir, byrjaði að teikna Einar fyrir klukkan sex að morgni og fann strax að mér gekk rosalega vel. Það er ekki oft sem maður fær svona yfir sig; myndin teiknaðist feiknalega vel upp og ég þurfti mjög lítið að vinna í henni meira. Ég áttaði mig ekki á því fyrr en eftir á að það var hvítasunnu- morgunn; aðalhátíðisdagur hvíta- sunnumanna var runninn upp og ég er viss um að Einar var hjá mér!“ Næsta bók sem er langt komin, fjallar að miklu leyti um Hrekkja- lómafélagið, sem varð landsfrægt á sínum tíma. „Eftir því sem árin líða áttar maður sig betur og betur á því hve frábær sá félagsskapur var. Ég skynjaði þegar ég flutti upp á land hve Hrekkjalómafélagið var frægt vegna þess að fólk talaði svo mikið um það við mig – og gerir reyndar enn. Stundum er nefnt hvort ekki ætti að stofna annað Hrekkjalómafélag, en það er ekki hægt; það verður ekki kópíerað. Þetta var einstakur hópur 12-14 karla, svo skemmtilegur hópur að það var með ólíkindum. Enda ákvað Guðni frændi minn, hjálp- arhella mín við gerð bókarinnar, að sleppa Hrekkjalómafélaginu alveg að þessu sinni og á miklar þakkir skildar fyrir það.“ Fjöldi fólks kemur við sögu í bókinni. Einn þeirra er jafnaldri Ásmundar, Sigurður Hjálmar Tryggvason, sem lést í febrúar 1974. „Þegar Siggi fæddist var hann ekki með öll spilin á hendinni. Við vorum æskufélagar og vinnu- félagar þegar árin liðu, það gekk á ýmsu en það er voðalega gott að minnast hans. Þegar hann dó skrif- Verður að halda sögunni til haga EYJAPEYINN ÁSMUNDUR FRIÐRIKSSON ER NÝSESTUR Á ÞING OG SENDIR NÚ FRÁ SÉR BÓK UM LÍFIÐ Í VEST- MANNAEYJUM Á ÁRUM ÁÐUR; UM VERÖLD SEM VAR. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Við vorum næstum jafngamlir upp á dag, Siggi Tryggva fæddur 20. janúar 1956, ég þann 21. Frá fyrsta degi var ekki jafnt í liði hjá okkur Sigga. Skólaganga hans var bæði erfið og stutt, en þegar á leið lærði hann sjálfur í gegnum fjölmörg og ólík áhuga- mál sín og varð að mörgu leyti fjölhæfur á mörgum sviðum. Þegar árin liðu og vinátta okkar varð lengri og traustari var hún eins og gamalt hjóna- band. Siggi skammaði mig eins og hund í tíma og ótíma en undir niðri var vináttan og hlýj- an. Hún hafði reyndar einkenni- legar birtingarmyndir og ekki er víst að allir hefðu náð að þola það eins og ég. Siggi lagði á það mikla áherslu við mig, þegar við vor- um saman í fjölmenni, að segja ekki nokkrum manni frá því að hann væri degi eldri en ég. „Það trúir því ekki nokkur lif- andi maður,“ sagði hann með þunga. Það gekk á ýmsu í æsku hans og okkar en þegar á unglings- árin leið og við fórum að full- orðnast varð Siggi okkar mað- ur í ‘56 módelinu. Við fermingarsystkini hans stóðum um hann vörð frá fyrsta degi til þess síðasta. Á ferming- armótum okkar á fimm ára fresti var Siggi hrókur alls fagn- aðar og margar sögur sagðar og mikið grín gert að öllu. Siggi Tryggva kom til dyranna eins og hann var klæddur og lét það flakka sem honum bjó í brjósti og gat verið margir ólík- ir karakterar. Sköllóttur eða kafloðinn með skegg og þetta stríðnislega glott sem hann setti upp með tóbakstaumana úr nefinu og kringlóttu gler- augun. Þetta var einkennandi fyrir hann. Þá var hann ekki þolinmóðasti maður í heimi og hafði yfirleitt meira vit á hlut- unum en aðrir. Yfirmenn hans á vinnustað voru yfirleitt mestu hálfvitarnir, en Siggi vann í mörg ár hjá mér. Þegar ég boðaði hann til vinnu, yfirleitt síðdegis, svaraði hann alltaf eins: „Á ég að koma núna?“ svaraði hann í undr- unartón. „Ég get það ekki. Ná- grannar eru í sjónvarpinu.“ Hann lét sig hafa það að mæta og kom kjagandi niður Hlíðarbrekkuna eftir smáröfl og sást úr mílu fjarlægð. Klæddur sjálflýsandi vinnugallanum sín- um, með heyrnartækin í eyr- unum, heyrnartól á höfðinu og húfu en hettan stóð aftur af höfðinu. Í brjóstvasanum var síminn. Um mittið hafði hann hálfmánaferðapung, reimaðan fastan. Þar voru ótrúlegustu græjur. Sykursýkislyf og spraut- ur, lyklar, kíkir, neftóbak, dag- bók og ýmislegt tilfallandi þá og þá stundina. Myndir af skútum eða flutningabíl sem hann var kannski alveg við það að kaupa frá Þýskalandi. Í rassvasanum var tóbaksklúturinn samanbrot- inn. Vinurinn var tilbúinn í slag- inn. Alltaf hafði hann hlutina öðru vísi en beðið var um. Ef ég vildi að hann raðaði fiskikerunum í fjórar hæðir raðaði hann í fimm til sex. Það endaði auðvitað á einn veg og dag einn, þegar kerin hrundu um allt plan og fiskurinn fór út um allt, missti ég mig algerlega og hellti mér yfir fermingarbróðurinn. „Þér hefði verið nær að hlusta á mig, Siggi, helvítis rugl er þetta, maður,“ öskraði ég. „Hver heldur þú að hlusti á annað eins fífl eins og þig?“ var svarið. „Þú sérð árangurinn, maður,“ svaraði ég á móti. Þá horfði hann nístandi aug- unum á mig og sagði: „Það var mikið að þú hafðir rétt fyrir þér.“ „ÞAÐ VAR MIKIÐ AÐ ÞÚ HAFÐIR RÉTT FYRIR ÞÉR“ Siggi Tryggva. Viðtal PI PA R\ TB W A -S ÍA -1 32 05 3 FJÓRFALDIR VILDARPUNKTAR ICELANDAIR 5.–7. júlí hjá Olís og ÓB
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.