Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 47

Morgunblaðið - Sunnudagur - 07.07.2013, Síða 47
hafa það efst í huga að særa ekki fólk, verja þá sem geta ekki varið sig í þessu lífi, vera sannur og trúr. Ég hef unnið með eigin galla. Áður var það eina sem komst að hjá mér að lifa af og stunda kynlíf.“ Sér hann þá einnig annað fólk í nýju ljósi? Með allt þetta fólk í kringum sig – sér hann hverjir eru ekta og hverjir ekki? „Maður sér hverjir eru ekta út frá því hvernig samband þeirra við sjálfa sig og annað fólk er. Að sjá í gegnum það hvað skiptir máli og hvað ekki er mikilvægast. Það sem skiptir mestu máli í þessum heimi er að sýna elsku, lifa ekki í hræðslu og láta ekki eigin óæðri hvatir og fíkn ráða öllu. En það er ekki þar með sagt að ég hafi komist yfir það allt. Líf mitt stjórnast á tíðum af ótta og löngunum sem ég verð að berjast við. Mitt takmark er að komast yfir það.“ En er þá ekkert erfitt að halda sig fjarri djöflunum sem vilja ráða, áfengi og eit- urlyfjum, búandi í Los Angeles? „Ég held að það skipti ekki máli hvar ég bý því ég veit hvað ég þarf að gera. Ég hef gott og fallegt fólk í kringum mig sem styð- ur mig í gegnum þetta. Mig langar mjög mikið að vera góður sonur móður minnar.“ Eru margir í kringum hann til að styðja hann? „Nei, ekki svo margir í raun. En ég tek fram að ég tel að allir séu fallegir á sinn hátt.“ Brand verður tíðrætt um fegurð, sér í lagi kvenna. Konur falla líka fyrir honum í hrönnum. Hann er einn helsti hjartaknúsari heims. Hvernig fer hann að þessu? Hann vill ekki meina að hann geri neitt nema láta fólki líða vel með sig. „Ég reyni bara að láta fólk finna og skilja að það er fallegt, mjög fallegt, og það þurfi ekkert frekar til að gera sig fegurra.“ Mun þurfa á hlýju Íslendinga að halda í desember Í huga Brands eru börn þó fallegust allra einstaklinga veraldar, sem kemur svolítið á óvart því leikarinn er þekktur fyrir lífsstíl sem einkennist af allt öðru en fjölskyldu- mynstri. „Ég er aldrei hamingjusamari en þegar ég er með börnum svo að ég hef oft hugsað mér að vinna meira með þeim. Við ræddum áðan um það að vera ekta og börn eru alltaf sönn. Jafnvel þegar þau ljúga.“ Hvað ætlar Brand að vera lengi á Íslandi í desember? Veit hann að þetta er sólarlaus- asti og oft kaldasti mánuður ársins? „Nei, guð minn góður, í alvörunni? Þá verð ég víst að gera gott úr þessum þremur klukkustundum af sól sem ég hef. Við mun- um ylja hvert öðru með kossum, faðmlögum og hlátri. Í kringum jólin þarf ég mikið á hlýju að halda og ég er ánægður með að eyða þeim tíma á Íslandi. En ég get sagt þér að mig langar að læra allt um þessa skrýtnu jólaguði ykkar. Eru þeir ekki þrett- án? Hvað heita þessir jólaandar? Lala- sveinar eða hvað þeir eru kallaðir. Ég er op- inn fyrir öllu og hef ekki gert mikil plön. Gætuð þið séð til þess að norðurljósin birtist þannig að ég geti séð þau frá hótelinu sem ég dvel á?“ *„Íslendingar eru rót-tækir hugsuðir ogstyðja hugmyndir sem eru krassandi róttækar – í öllu frá sósíalisma upp í tækni og hvernig þeir hafa tekist á við breytt efnahags- umhverfi. Þið stóðuð í fæt- urna gagnvart spilltu bankakerfi. Íslendingar eru fólk sem ég hef áhuga á. Að auki eru konurnar ákaflega, ákaflega fallegar.“ um bransans. Russell Brand er engum líkur. Brand heldur áfram að tala um Ísland án þess að blaðamaður þurfi að hósta upp „How do you like Iceland?“ Hann virðist þó vita meira um þjóðfélagsmálin og jólasveina en náttúruna. Hann hlakkar til að prófa heitar náttúrulaugar en telur sig hafa heyrt að á Íslandi séu til hótel gerð úr ís. „Ég veit að það er allt svolítið dýrt á Íslandi. Fólkið er frjálslynt og kynþokkafullt. Nei, ég hef alls engin tengsl við Ísland, mér líkar það bara, mér líka þegnar þess. Ég fylgdist af áhuga með Wikileaks-málinu og þegar Julian Ass- ange fór til Íslands. Ég kann vel að meta þjóð þar sem ekki er slökkt á pólitískri vit- und. Samfélag ykkar er gegnsætt, þið eruð meðvituð, en ég veit líka að ég þarf að kynn- ast ykkur betur.“ Er frjálst að tala um hvað sem er Sýningin Messiah Complex vísar til hugar- ástands einstaklinga sem telja sig fædda í þennan heim til að gegna hlutverki frelsara á borð við Jesú Krist. Öll sýningin hverfist um mennina fjóra sem Brand segist líta hvað mest upp til; Malcolm X, Che Guevara, Gandi og Jesú Krist. Hvers geta áhorfendur vænst? „Þeir geta vænst þess að heyra allt um mikilvægi þess að eiga hetjur sem eru góðar fyrirmyndir. Það er ráðskast með gildi okkar í dag úr öllum áttum, úr heimi afþrey- ingar og neyslumenningar. Þetta eru öfl sem vilja að líf okkar verði innihaldslaust, svo að þau geti stjórnað okkur. Takmarkið er að í okkar huga verði ekki til neitt æðra afl. Að- eins trú okkar á efnishyggju, frægð og neysluþjóðfélagið. Þessir fjórir menn eru hetjur sem leiddu okkur á rétta braut, alveg eins og hetjur eiga að gera – í átt að inni- haldsríku lífi, andlegum málefnum og sið- ferði.“ Hvaðan kom hugmyndin? „Ég er grínisti og uppistandari. Ég get talað um hvað sem er, hvenær sem er. Ég fann að þetta var eitthvað sem mig langaði að taka fyrir – hvernig hugmyndafræði sem þeir predikuðu aldrei hefur verið klínt á þá í seinni tíð, Jesú Kristi er til að mynda beitt sem verkfæri gegn hommum. En ég ræði líka galla þessara manna, þeir voru jú mann- eskjur, og manneskjur eru breyskar.“ Messíasarkomplex er einhvers konar sjúk- legt hugarástand sem nokkur prósent mann- kyns burðast með. Eru frægir haldnir messí- asarkomplex? „Ég held að stjörnur hafi á vissan hátt kynnst því. Ég hef samt ekki hugsað þetta þannig. Heiðingjar horfðu til náttúrunnar þegar þeir fundu sína guði. Í dag höfum við fræga fólkið og stærstur hluti þess stendur ekki fyrir neitt merkilegt. Þeir eru tákn neytendasamfélagsins og aðgerð- arleysis. Á einhvern hátt eru þetta okkar nýju guðir – verðlausir guðir.“ Reynir að breytast og hætta að særa fólk Brand er frægur og lifir í heimi frægra. Mörgum gæti þótt hann einmitt hafa staðið fyrir þetta sem hann lýsir. Á kafi í rugli og tilgangsleysi. „Ég hef breyst síðustu árin. Ég reyni að Söngkonan Katy Perry og Russell Brand sóttu um skilnað í fyrra eftir um tveggja ára hjónaband. Sambandið þoldi ekki það álag sem fylgdi starfi þeirra beggja en sá tími sem þau gátu eytt saman var lítill. Perry lýsti því nýlega yfir í viðtali að Brand hefði beðið um skilnað í gegn sms-skilaboð. Russell Brand segir að jólin séu jafnast erfiðasti árstíminn fyrir sig andlega. Ísland verði án efa góður staður til að fara í gegnum þá daga. Spjallþáttastjórnendur vita sjaldnast hverju þeir eiga von á þegar Russell Brand mætir í settið. Fyrir ekki margt löngu hellti hann úr vatnsglasi yfir fartölvu eins spyrilsins – viljandi. Hann er þekktur fyrir gagnrýni sína á fjölmiðla. Hér er hann í spjalli í Late Night með Jimmy Fallon. 7.7. 2013 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 47 Russell Edward Brand fæddist árið 1975 og er alinn upp frá sex mánaða aldri af einstæðri móður. Hann var sjö ára þegar atburður varð sem setti mark sitt á hann en grunnskólakennari misnotaði hann kynferðislega. Ári síðar, þegar Brand var átta ára, greindist móðir hans með krabbamein. Leikarinn bjó hjá ættingjum meðan móðir hans háði baráttuna en það tók um tvö ár. Æskan var því ekki dans á rósum en unglingsárin urðu líka erfið og fjórtán ára gamall var hann farinn að glíma við átrösk- unarsjúkdóm. Sextán ára flutti hann að heiman þar sem honum og sambýlismanni móður hans samdi illa. Þá hafði móðir hans aftur greinst með krabbamein. Á sama tíma fór Brand að nota hörð eiturlyf svo sem LSD og amfetamín. Þess má geta að samband Brands við móður sína er sérstaklega gott og kært með þeim í dag. Eins og gefur að skilja varð lítið um skólagöngu á þessum árum sem Brand var í eiturlyfjum en þó fór hann í menntaskóla og ljóst varð þegar hann sótti bæði um skólavist í Royal Academy of Dramatic Art sem og í Drama Centre London að hann var afburðahæfileikamaður – hann komst inn í báða skólana. Á þeim tíma ákvað hann hins vegar að einbeita sér að grínleik og uppistandi og fór að skrifa. Árið 2007 var árið hans – á því ári varð hann þekktur um allt Bretland þegar hann tók við starfi sem umsjónarmaður breska skemmtiþáttarins Big Brother’s Big Mouth. Ári síðar vissu allir Bandaríkja- menn hver hann var eftir eftirminnilegan leik í Forgetting Sarah Marshall. Í kjölfarið hefur hann leikið í myndum eins og Get Him to the Greek og Arthur. LÍFSINS ÓLGUSJÓR – RUSSELL BRAND Í hlutverki hins eftirminnilega Aldous Snows í myndinni Forgetting Sarah Marshall.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.