Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 4
BAKSVIÐ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir aslaug@mbl.is „Þetta stefnir í óefni, því er ég sam- mála,“ segir Þorbjörn Jónsson, for- maður Læknafélags Íslands, en hann tekur undir áhyggjur Einars Stef- ánssonar og Sigurðar Guðmunds- sonar, starfandi lækna á LSH, um verulega slæma stöðu heilbrigðis- kerfisins, en þeir skrifuðu grein um málið í Morgunblaðið í gær. Þar ítrekuðu þeir að auk úrelts tækja- búnaðar og gam- alla húsa væri langmesta áhættan í mann- auðnum þar sem ungir læknar hika við að snúa aftur til Íslands og margir sér- fræðilæknar hafa snúið aftur til útlanda. Þeir segja að að óbreyttu munum við vakna upp við að heilbrigðisþjónusta landsins verði komin langt undir OECD-meðaltal í gæðum, en hún hefur verið í fremstu röð í heiminum. Kristján Þór Júlíusson heilbrigð- isráðherra tekur einnig undir áhyggjur þeirra og segir ráðuneytið vera að útfæra aðgerðir til að gera spítalann og heilbrigðiskerfið sam- keppnishæft á nýjan leik. „Við ætlum að vinna í heilbrigðismálum með þeim hætti að við stöndumst sam- keppni. Það gerist hinsvar ekki á einu ári, þetta er stórt verkefni og er lengri tíma verk miðað við stöðuna á kerfinu í dag.“ „Það eru ákveðnar greinar innan spítalans sem hafa átt í verulegum vandræðum með mönnun, þar má nefna krabbameinslækningarnar sem hafa átt í erfiðleikum í nokkur ár, bæði lyflækningar og geislalækn- ingar, er þar verða t.d. aðeins tveir geislalæknar eftir í haust,“ segir Þor- björn og bætir við að þetta eigi einn- ig við um nýrnalækningar og ýmsar greinar með fáum læknum sem hafa átt í erfiðleikum með að manna sig, en þá munar mikið um hvern lækni, en það er misjafnt eftir sérgreinum. Þorbjörn telur orsakirnar vera al- mennt lélegan aðbúnað og meira vinnuálag, ásamt því að tækjabún- aðurinn hérlendis fer versnandi. „Allt verður þetta til þess að yngra fólk sem búið er að sérmennta sig er- lendis er síður tilbúið að koma heim,“ segir Þorbjörn, og segir unga fólkið vilja geta sinnt fólki með sama hætti og það er vant að gera erlendis. Samdrátturinn orðinn of mikill „Læknar hafa varað við þessari þróun frá 2008, samdrátturinn er orðinn of mikill þannig að spítalinn hefur engan sveigjanleika til að bregðast við,“ segir Þorbjörn og nefnir dæmi um umbun fyrir aukið vinnuálag og þegar menn leggja aukalega á sig er afskaplega tak- mörkuð. Í upplýsingum frá Læknafélaginu hafa 208 læknar skráð sig úr félaginu á síðustu þremur árum en aðeins 71 skráð sig í félagið. Þorbjörn segir það gefa góða mynd af veruleikanum þó að það sé ekki tæmandi. Þá hefur samnorrænn vinnuhópur um mönnun lækna á Norðurlönd- unum gefið út að Ísland sé að dragast aftur úr öðrum löndum á Norð- urlöndunum hvað varðar lækna- fjölda. Á Íslandi eru 300 íbúar á bak við hvern starfandi lækni, en þeir eru 220-240 í Danmörku, Noregi og Sví- þjóð. „Þetta er áberandi munur,“ segir Þorbjörn „Það er búið að skera það mikið niður í heilbrigðiskerfinu að það er ekki hægt að skera meira niður, það þarf að fara byggja upp kerfið að nýju,“ segir Björn Zoëga, forstjóri Landspítalans. Hann segir þetta nauðsynlegt til að halda áfram að fá unga sérfræðinga til landsins eftir að hafa verið að vinna annars staðar. Staðan á spítalanum stefnir í óefni  Ungir sérfræðilæknar hika við að snúa aftur úr námi erlendis  Á Íslandi eru færri læknar á hvern íbúa en annars staðar á Norðurlöndum  Ekki hægt að skera meira niður að sögn forstjóra LSH Morgunblaðið/Árni Sæberg Heilbrigðiskerfið Ungir sérfræðilæknar snúa ekki aftur heim úr námi og fjöldi lækna hefur skráð sig úr Læknafélagi Íslands og hafið störf erlendis. 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 SVIÐSLJÓS Árni Grétar Finnsson agf@mbl.is „Það skapast um 150 störf við framkvæmdina að minnsta kosti og svo með opnun hótelsins sjálfs skapast 70 ný störf,“ segir Magnea Þórey Hjálmarsdóttir, fram- kvæmdastjóri Icelandair Hotels. Morgunblaðið greindi frá í gær að Icelandair Hotels mun opna nýtt hótel í miðbæ Reykjavíkur sumarið 2015. Hótelið mun bera nafnið Cultura, sem er vísun í menningar- líf Reykjavíkurborgar með sama hætti og nafnið Marina, sem er annað hótel keðjunnar, vísar til sjávarlífsins við gömlu höfnina. Magnea segir að stór hluti starfa sem skapast við framkvæmdina séu unnin af hönnuðum og verkfræð- ingum. „Gömlu gengin“ vilja snúa heim „Ánægjulegast er að iðnaðar- menn sem eru búsettir í Noregi hafa sett sig í samband við Þing- vang og hafa lýst því yfir að þeir vilji koma heim til þess að vinna við framkvæmdirnar,“ segir Magn- ea, en félagið Þingvangur er eig- andi lóðarinnar og hefur yfirum- sjón með framkvæmdunum. Pálmar Harðarson, eigandi Þing- vangs, tekur undir þetta. „Ég hef fengið símtöl frá hópum sem störf- uðu áður á Íslandi en splundruðust þegar komið var til Noregs. Nú vilja þeir koma aftur saman „gömlu gengin“ og vinna að þessu verk- efni,“ segir Pálmar. Hann segir að lengd verkefnisins laði að íslenska iðnaðarmenn frá útlöndum, og tel- ur að með þessu sé vinnuaflið að koma heim til Íslands fyrir fullt og allt. Á hótelinu verður matsölustaður og bar og býst Magnea við því að stærsti kúnnahópurinn verði Ís- lendingar líkt og þekkist á VOX og Marina, öðrum hótelum keðjunnar í Reykjavík. Íslendingar skapa aðdráttarafl Hún segir að erlendir ferðamenn sæki í íslenskt mannlíf og þess vegna skapa Íslendingar aðdrátt- arafl með því einu að vera Íslend- ingar. Þess vegna vill hún að hót- elin aðlagist borginni en ekki að borgin þurfi að aðlagast hótelun- um. „Þegar við unnum að Marina hótelinu við gömlu höfnina sögðum við ávallt við borgina og hafnaryf- irvöld að slippurinn þyrfti ekki að fara. Einhverjir aðilar héldu að við myndum kvarta vegna málningar- innar eða óþrifnaðar sem verður af skipunum. Okkur finnst þetta ekk- ert vera til þess að kvarta yfir vegna þess að þetta umhverfi skap- ar aðdráttarafl. Það eru ekki marg- ar borgir með upprunalegt hafn- arsvæði og við viljum nýta okkur það.“ Magnea segir jafnframt að af sömu ástæðu sé unnið með menn- ingu og sögu Íslendinga við bygg- ingu nýja hótelsins. Hringiða menningarinnar „Þetta er í hringiðu menningar- innar í Reykjavík, umvafið tónlist, leikhúsum, listagalleríum og hönn- unarhúsum. Þannig viljum við hafa það og þess vegna völdum við nafn- ið Cultura.“ 150 ný störf munu skapast  Nafnið á nýju hótelinu við Hljómalindarreitinn vísar til menningarlífs Reykjavíkur  Iðnaðarmenn vilja koma heim til að vinna við byggingu hótelsins  Möguleiki á að hafa þar tónlistaraðstöðu Ljósmynd/Icelandair Hotels Aðlögun Á þessari tölvugerðu mynd má sjá hvernig hótelið mun líta út frá Hverfisgötu, en ekkert hús stendur í dag þar sem hvíta og gula húsið sjást á myndinni. Eins og sést er húsið hannað með það í huga að falla að umhverfinu. „Við höfum algjörlega hugsað út í þau mál. Við verðum með útleigurými með mögu- leika á þjón- ustu eða verslunum eða hverju sem fólk hef- ur áhuga á að leigja þar rými fyr- ir,“ segir Magnea Þórey Hjálm- arsdóttir, spurð hvort möguleikar séu til tónleika- aðstöðu á hótelinu. „Við erum með þennan inngarð sem er þarna og þar geta verið uppá- komur í tengslum við tónlist, tækni, matarmenningu, eða hvað sem er. Okkar ætlun er að reyna að lífga við þennan hluta Lauga- vegarins með áhugaverðum hlut- um. Það vilja Íslendingar og það merkilega er að ferðamenn sækja í það sem Íslendingar vilja,“ segir Magnea. Mikil umræða hefur verið und- anfarið um vöntun á tónleika- stað í borginni, en borgaryfirvöld hafa m.a. ákveðið að reisa hótel þar sem Nasa stendur nú. Lífga upp á Laugaveginn EFTIRSPURNIN MIKIL Magnea Þórey Hjálmarsdóttir „Þau viðbrögð sem við þurfum að grípa til er að gera meira fyrir þá fjármuni sem í kerfið eru settir og reyna að forgangsraða með öðrum hætti og endurskipuleggja þá þjónustu sem við höfum verið að veita og ætlum að veita,“ segir Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra. Kristján segir að útfærslur á aðgerðum séu í undirbún- ingi í ráðuneytinu. „Við erum að ræða við fólk í heil- brigðiskerfinu, bæði starfsmenn og notendur.“ Hann ítrekar að af mörgu sé að taka og að það gefi auga leið að í svona stóru og viðamiklu kerfi sem heil- brigiðskerfið er samanborið við önnur þjónustukerfi ríkisins, sé verkefnið mjög víðfermt, flókið og samspil margra þátta. „Grundvallaratriði fyrir ríkisfjármálin er að verðmætasköpun í íslensku þjóðfélagi aukist, þar til verðmætasköpunin tekur við sér verðum við ein- faldlega að vinna í þeim fjárhagsramma sem okkur er skapaður miðað við núverandi þjóðarframleiðslu.“ HEILBRIGÐISRÁÐHERRA SEGIR AÐGERÐIR Í UNDIRBÚNINGI Kristján Þór Júlíusson Læknafélag Íslands Á árunum 2009-2012 Skráningar í félagið Skráningar úr félaginu 250 200 150 100 50 0 71 208 Þorbjörn Jónsson Þörf á endurskipulagningu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.