Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 6
BAKSVIÐ Baldur Arnarson baldura@mbl.is Háskólamenntuðu fólki gengur mis- vel að finna vinnu við hæfi og er sam- keppnin um laus störf meiri í sumum greinum en öðrum. Þetta segir Karl Sigurðsson, sér- fræðingur hjá Vinnumálastofn- un, en tilefnið er viðtal við fé- lagsfræðing í Morgunblaðinu í gær sem hefur sótt tvö þúsund sinnum um vinnu frá hruni án ár- angurs. „Fólk með ákveðna menntun virðist eiga erfiðara með að finna vinnu en aðrir, til dæmis lög- fræðingar. Allir háskólarnir eru meira og minna að útskrifa lögfræð- inga. Það hefur orðið svolítil stökk- breyting á þessu á síðustu árum. Það sama á við um margar aðrar greinar og það getur verið erfitt fyrir fólk sem er nýútskrifað úr t.d. viðskiptafræði, félagsvísindum og tungumálanámi að finna starf við hæfi núna,“ segir Karl sem hefur ekki nákvæmar tölur yfir atvinnuleysi í umræddum stéttum. Bakslag hjá sumum stéttum Þó sé almennt minna atvinnuleysi meðal háskólamenntaðra en hjá fólki með minni formlega menntun. „Atvinnuleysi hefur þróast á ólíkan hátt hjá háskólamenntuðum. Fyrir hrun var mikil eftirspurn eftir lög- fræðingum og viðskiptafræðingum. Síðan má segja að það hafi orðið bak- slag hjá þessum stéttum við hrun. Svo eru fjölmargir sem útskrifast úr ýms- um greinum, t.d. félagsvísinda, sem ekki eru beinn undirbúningur fyrir ákveðin störf á vinnumarkaði. Tæki- færin hjá þessu fólki eru óljósari en hjá mörgum öðrum og ráðast meira af því hvernig árar,“ segir Karl sem merkir vísbendingar um að fólk sem útskrifaðist úr raun- eða tæknigrein- um hafi staðið betur að vígi eftir efna- hagshrunið 2008 en félagsvísindafólk. „Það var að vísu erfitt hjá tækni- fræðingum og verkfræðingum eftir hrun og atvinnuleysi meðal þeirra rauk upp en datt nokkuð hratt niður aftur, enda kannski auðveldara fyrir þá að finna vinnu erlendis en marga aðra hópa háskólamenntaðra.“ Fram kom í vinnumarkaðskönnun Hagstofu Íslands að atvinnuleysi var meira í júní síðastliðnum en í sama mánuði í fyrra. Var atvinnuleysið 6,4% í júní sl. en 5,3% í júní 2012. Hagstofa Íslands tekur saman töl- ur yfir veltu fyrirtækja samkvæmt virðisaukaskattsskýrslum. Sýnir grafið hér hvernig veltan hefur aukist hjá fyrirtækjum í atvinnumiðlun. Töl- ur frá fyrri árum eru ekki núvirtar. Átaksverkefnin hafi gefist vel Spurður hvort skýringin kunni að liggja í því að atvinnulaust fólk sem fór í tímabundin átaksverkefni sé að koma aftur út á vinnumarkaðinn segir Karl fáar vísbendingar um það. Óformleg könnun bendi til þess að vinnuveitendur sem réðu fólk í gegn- um átaksverkefnið Vinnandi veg hafi verið mjög ánægðir með starfskraft- inn. Það heyri til undantekninga að segja hafi þurft fólkinu upp en það hafði í flestum tilvikum verið án vinnu í 24 mánuði eða lengur. „Þeir sem hafa verið lengi á skrá hjá okkur virðast almennt vera góður starfskraftur, en hafa einfaldlega ver- ið óheppnir með stöðu mála í atvinnu- lífinu. Það sama á við um fólk í verk- efninu Liðsstyrk en þar hefur fólk klárað bótarétt sinn,“ segir Karl en rétturinn er nú að hámarki til 36 mán- aða. Hann tekur að lokum fram að taka beri breytingum í atvinnuleysi milli mánaða með fyrirvara, það geti komið fram tilviljanakenndar sveiflur í ein- stökum mánuðum sem jafnist út yfir lengra tímabil. Þá sé erfitt að spá fyr- ir um þróun á vinnumarkaði og skipt- ar skoðanir um hvort skilyrði fyrir sköpun fjölda nýrra starfa séu að skapast. Margir lögfræðingar án vinnu  Lögfræðingar og fólk með menntun í félagsvísindum á erfiðara með að finna störf en raungreinafólk  Sérfræðingur hjá Vinnumálastofnun tengir þróunina við fjölgun deilda í sömu greinum hjá háskólum Morgunblaðið/Ómar Aðalbygging Háskóla Íslands Vísbendingar eru um offramboð af sérfræðingum í tilteknum greinum. Velta hjá atvinnumiðlunum Heimild: Hagstofa Íslands 300 250 200 150 100 50 0 2010 2011 2012 2013 Tölur eru í milljónum króna *Tölur fyrir maí og júní 2013 liggja ekki fyrir. Velta janúar-apríl* Velta janúar-desember 52,7 70,4 72,2 95,9 208,1 188,5 288,9 Karl Sigurðsson 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Fararstjóri: Pavel Manásek Haust 7 6. - 13. október Mósel & Rín Bókaðu núna á baendaferdir.is Sími 570 2790 bokun@baendaferdir.is Síðumúla 2, 108 Reykjavík Sp ör eh f. Við kynnum skemmtilega ferð til Trier, elstu borgar Þýskalands, þar sem ekið verður um Mósel og Rínardalinn sem skarta fallegum haustlitum á þessum tíma árs. Förum á ævintýralega vínhátíð í Piesport og njótum að fornum sið heimamanna. Verð: 174.400 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið! Bráðabirgðaniðurstaða krufningar á líki karlmanns sem lést í slysi á vélsleða á Langjökli 29. júlí sl. ligg- ur nú fyrir að sögn lögreglunnar á Selfossi. Af krufningunni má ráða að bráð alvarleg veikindi hafi vald- ið því að hann missti stjórn á sleð- anum og slasaðist en áverkarnir af því slysi leiddu manninn til dauða, að því er segir í tilkynningu frá lög- reglu. Aðrir þættir málsins eru enn til rannsóknar. Bráð alvarleg veikindi orsökuðu slysið Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra var í Winnipeg í Kanada í gær og heiðraði minningu Vestur-Íslendinga frá Manitoba, sem voru í hern- um eða friðargæslusveitum. Forsætisráðherra lagði blómsveig að minnisvarða um fallna hermenn og friðargæsluliða frá Manitoba, en á meðal hinna látnu frá 1914 til nútímans eru margir af íslenskum ættum. Þeirra þekktastur er William Stephenson, sem var hermaður í fyrri heimsstyrjöldinni, einn fremsti njósnaforingi Breta í síð- ari heimsstyrjöldinni og fyrirmynd Ians Flemings að njósnaranum James Bond. Sigmundur Davíð verður heiðursgestur á Íslendingahátíðinni í Mountain í Norður-Dakota í Bandaríkjunum í dag og heldur síðan aftur til Manitoba til að taka þátt í Íslendingadagshátíðinni á Gimli um helgina. Hátíðin í Mountain fer nú fram í 114. sinn en Íslendingadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur 1890 og skemmtunin er nú haldin í 124. sinn. 135 ár eru frá því Íslendingar settust fyrst að í Norður-Dakota, en fyrsti hópur Íslendinga kom til Winnipeg og síðar þar sem nú er Gimli í október 1875. steinthor@mbl.is Morgunblaðið/Steinþór Guðbjartsson Athöfn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson leggur blómsveiginn. Heiðraði minningu fall- inna Vestur-Íslendinga Skúli Hansen skulih@mbl.is Rúmlega tuttugu geislafræðingar á Landspítalanum höfðu dregið upp- sögn sína til baka í gær en sam- komulag náðist á milli geislafræð- inga og stjórnenda spítalans síðastliðinn fimmtudag. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Landspítalans, eru flestir þeirra sem dregið hafa uppsagnir sínar til baka mættir aftur til vinnu. Þá bend- ir hann á að þjónustan muni frekar breytast í dag þar sem spítalinn hafi hingað til unnið samkvæmt vara- áætlun. Samkvæmt henni voru rönt- genvaktirnar á Landspítalanum í Fossvogi og Hringbraut sameinaðar en frá og með deginum í dag verður full vakt í báðum byggingunum. Einnig verður hægt að fara í fleiri sérhæfðar rannsóknir á borð við segulómun eða æðarannsókn. Þá bendir Björn á að enginn hafi ennþá neitað að koma aftur til starfa. Vilja hugsa sig um Katrín Sigurðardóttur, formaður Félags geislafræðinga, segist ekkert hafa frétt af fólki sem dregið hefði uppsagnir sínar til baka. Þá sagði hún fólk vilja hugsa sig um og að það þyrfti að fá sitt svigrúm til þess. Spurð að því hvort hún hafi heyrt af einhverjum geislafræðingum sem ætli ekki að snúa aftur til vinnu á LSH segist Katrín vita um dæmi þess efnis. „Fólkið er þá búið að fá vinnu eða farið til útlanda,“ segir Katrín. Full vakt geislafræð- inga í dag  Segir ekki alla snúa til baka

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.