Morgunblaðið - 03.08.2013, Síða 10

Morgunblaðið - 03.08.2013, Síða 10
Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is T ilefnið er í rauninni það að það eru hundrað og þrjá- tíu ár frá því Eiðaskóli var stofnaður. Hann byrjaði sem búnaðarskóli og var það til 1917 en þá breyttist hann í alþýðuskóla sem starfaði til 1995. Þá tók Menntaskólinn á Egils- stöðum hann yfir. Starfsemin í skól- anum lagðist síðan alveg af þremur árum síðar. Þá voru stofnuð samtök gamalla Eiðanema og fólks sem bjó þarna í sveitinni og þótti vænt um staðinn. Markmið þeirra er að standa vörð um staðinn. Þetta félag stendur fyrir þessu afmæli og þessari tón- leikahátíð sem verður núna 20. til 22. september,“ segir Bryndís Skúladótt- ir, formaður Eiðavina sem vinna nú hörðum höndum að hátíðinni. Mikið tónlistarlíf á Eiðum „Við ákváðum að nota þetta tækifæri og blása til veislu svo að Eiðamenn gætu hist og glaðst saman. Við erum búin að fá fullt af gömlum hljómsveitum til að koma saman og spila þessa helgi, það var nefnilega svo mikið tónlistarlíf á Eiðum. Það er mikil stemning í loftinu, gömlu menn- irnir og konurnar eru mjög spennt að mæta. Það eru margar þekktar hljómsveitir, allavega hjá Eiðamönn- um, sem munu koma þarna saman. Þar má til að mynda nefna sveitirnar Trassarnir, Norðurljósin og Barka- kýli gíraffans. Sú hljómsveit varð reyndar til fyrir mína tíð á Eiðum en það er alveg dásamlegt nafn,“ segir Bryndís. Hún kveðst ekki vera með töluna á Eiðavinum á hreinu. „Það eru í rauninni allir Eiða- nemar og íbúar svæðisins sjálfkrafa félagar í Eiðavinum. Ætli meðlimir séu ekki einhvers staðar á bilinu fimmtán hundruð til tvö þúsund manns. Þetta er fjölmenni. Við erum að vinna í því núna að ná til sem flestra, það er markmið okkar á næstunni. Við reynum að nýta okkur tæknina eins og hægt er í þeim efn- um, við munum til að mynda opna heimasíðu við hátíðlega athöfn á af- mælinu. Svo erum við með um sex hundruð og fimmtíu manns í fésbók- arhópnum okkar. Svo ætlum við að safna eins miklu af netföngum og hægt er og að lokum munum við senda þeim sem ekki notfæra sér tæknina bréf í pósti,“ segir hún. Unga fólkið snýr heim Bryndís segir marga af fyrrver- andi nemendum skólans vera flutta á höfðuborgarsvæðið eða hafi dreift sér um heiminn. „Mér finnst samt vera einhver Eiðar munu lifna við á nýjan leik Samtökin Eiðavinir, sem skipuð eru gömlum nemendum Eiðaskóla og fólki úr sveitinni í kring, munu efna til hátíðar nú í haust. Tilefnið er 130 ára afmæli skólans en hann hefur nú staðið auður í tvö ár. Bryndís Skúladóttir, formaður fé- lagsins, á von á mikilli gleði en gert er ráð fyrir að um þrjú hundruð manns mæti. Formaður Bryndís Skúladóttir á margar góðar minningar frá Eiðum. 10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Hollt smurbrauð alla daga Suðurver | Mjódd | Glæsibær | Húsgagnahöllin | Smáratorg | Austurver Ciabatta með laxi 839 kr. Píta með buffi 779 kr. Núðlur með kjúkling og eggjum 629 kr. Beikonbræðingur 910 kr. Roastbeef borgari 689 kr. Fyrir þá sem ekki ætla að fara út úr bænum um helgina og kjósa frekar að rækta menningarvitund sína með sjónvarpsglápi er vefsíðan rotten- tomatoes.com góður mælikvarði á ágæti kvikmynda. Þar geta ómennt- aðir kvikmyndanördar, í bland við kvikmyndanörda með gráður í ýms- um fræðum, sagt skoðun sína á ýmsum kvikmyndum og gefið þeim einkunnir á skalanum núll til hund- rað. Nýjasta kvikmynd Baltasars Kor- máks, 2 Guns, er til að mynda með 59% ferskan tómat í einkunn en The Smurfs 2 er aðeins með 13% ferskan tómat. Á topp tíu yfir þær kvikmyndir sem hafa skorað hvað hæst á síðunni má nefna The Godfather, Citizen Kane, Toy Story og Toy Story 2. Vefsíðan www.rottentomatoes.com Kvikmynd Citizen Kane er af mörgum talin einhver besta kvikmynd allra tíma. Mælikvarði á ágæti kvikmynda Margir verða eflaust á ferð og flugi um uppsveitir Árnessýslu um versl- unarmannahelgina sem og annars staðar á landsbyggðinni. Í golfskál- anum Snússu, sem er rétt fyrir utan Flúðir í Hrunamannahrepi, verður haldið söngkvöld á sunnudaginn fyr- ir söngglaða ferðagesti. Kvöldið hef- ur verið haldið öll síðustu ár og hef- ur að jafnaði verið mætt mjög vel og sungið hátt í skálanum. Að þessu sinni er það Stefán Þorleifs- son sem sér um að halda uppi stemningunni og stjórnar hann söngnum. Endilega... ... syngdu á sunnudaginn Útilega Tjaldstæðið á Flúðum er opið. Margt er Sunnlendingum til lista lagt en um helgina verður opin myndlist- arsýningin Útsýni í Gallerí Ormi, sýn- ingarsal Sögusetursins á Hvolsvelli. Sýningin verður nánar til tekið opnuð í dag klukkan 15 en það er Hrafnhild- ur Inga Sigurðardóttir sem stendur fyrir henni. Hafnhildur Inga er fædd og uppalin á Vestur-Sámsstöðum í Fljótshlíð. Hún býr nú á Sámsstaðabakka á sömu jörð. Hún hefur haldið þrettán einkasýningar og tekið þátt í fjöl- mörgum samsýningum bæði hér á Ís- landi sem og í útlöndum. Hrafnhildur sækir myndefnið austur í víðáttuna, vatnið, veðrið og vindinn. Myndirnar eru allar málaðar með olíu á striga. Sýningin stendur fram í september og er opin á sama tíma og Sögusetr- ið, kl. 9 til 18. Hægt er að nálgast frekari upplýsingar um listakonuna og sýningu hennar á vefsíðunni hrafnhilduringa.com. Myndlistarsýning á Hvolsvelli Sækir myndefnið í víðáttuna Listaverk Meðal verka Hrafnhildar Ingu Sigurðardóttur er þetta málverk. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.