Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 11

Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 11
Tónlist Hljómsveitin Norðurljósin var stofnuð á 7. áratugnum. umskipti í þessu núna. Fólk er farið að koma aftur út á land, og jafnvel í litlu byggðirnar. Á Borgarfirði eystra eru skemmtilegir hlutir að gerast, unga fólkið er að flytja heim aftur. Það er búið að halda þar tvo fundi og vinna vel að þessu. Það var gerð könnun á því hvað vanti svo að fólk geti sest þar að. Það verður því gam- an að fylgjast með þessu, það er rosa- legur hugur í unga fólkinu,“ segir hún. „Ég held að það standi bara í stað á Egilsstöðum. Ég er búin að búa þar í þrjátíu ár og þar er alltaf sama gegnumstreymið af fólki,“ segir hún um heimabæ sinn. „Annars er mikill vilji hjá fólki að mæta á þessa samkomu, hvar sem það býr. Bæði hjá þeim sem eru að fara að spila og eins hjá þeim sem ætla bara að mæta. Þetta er heil tón- leikahelgi og það liggur við að þetta sé eins og útihátíð. Það verður dag- skrá og fjör alla helgina. Á sunnudag- inn verður síðan poppmessa sem Jón- as Sig., Magni og gospelsöngkonan Esther Jökuls sjá um. Þetta eru allt gamlir Eiðanemar,“ segir Bryndís. Heimavistarskólinn bætir „Þetta var heimavistarskóli. Andinn þar var magnaður, það var allt fullt af lífi, fjöri, hrekkjum og hlátri. Svo eru Eiðar alveg þekktar fyrir draugagang. Draugarnir hljóta að mæta á samkomuna í haust,“ segir Bryndís sposk. „Ég var sjálf tvo vetur þarna og þett gat orðið svolítið einangrað á vet- urna. Við fórum heim einu sinni á haustönn og tvisvar sinnum á vorönn. Svo fórum við heim til okkar í jólafrí- um. Þetta var alveg magnað. Það var rosalega mikið félagslíf í skólanum þannig að manni leiddist aldrei. Mér finnst að það eigi að bjóða upp á svona heimavistarskóla í dag. Fólk sem var á heimavist á svo margar minningar þaðan, þetta var bara eins og ein stór fjölskylda,“ segir Bryndís og bætir því við að þrátt fyrir að skól- inn hafi verið hugsaður fyrir nem- endur frá Austfjörðum hafi einnig komið þangað krakkar af Norður- og Suðurlandi. Hún segir krakka nú til dags jafnframt geta lært sitt hvað á því að eyða tíma í slíkum skólum. „Það er í raun þetta félagslega samneyti við krakka á svipuðum aldri. Svo er það að fara að heiman, spjara sig og standa á eigin fótum. Krakkarnir þurfa líka að skipuleggja námið sitt án þess að hafa foreldra sína alltaf yfir sér,“ segir hún. Húsin standa auð „Árgangarnir hafa aðeins verið að hittast á Eiðum, það voru tveir ár- gangar sem hittust þar til að mynda síðastliðið haust. Það segja það allir sem hafa mætt á samkomu á Eiðum að þarna sé yndislegur andi í loftinu,“ segir Bryndís. Hún segir þó enga starfsemi í húsunum í dag. „Hótel Edda leigði þarna af Sig- urjóni Sighvatssyni landeiganda þangað til fyrir tveimur árum. Sig- urjón á öll þessi hús, skóginn og vatn- ið og hann hefur verið okkur mjög vinsamlegur. Við höfum komið þarna upp sögustofu í húsnæði innan skól- ans. Hann leyfir okkur að vera þar endurgjaldslaust. Þar má finna sögu staðarins í máli og myndum. Hann leyfir okkur líka að halda þessi nem- endamót þarna og hvetur okkur til þess. Það er þó engin starfsemi þarna sem er. Við verðum bara að vera bjartsýn og vona að það gerist eitt- hvað þarna í framtíðinni. Það er okk- ar einlæga von að það komi þarna einhver góð starfsemi,“ segir Bryn- dís. Gistipláss í boði „Kannski verður þetta bara upp- hafið að einhverju öðru stórkostlegu. Við eigum von á um þrjú hundruð manns þessa helgi og seljum gistingu í skólahúsnæðinu. Við erum líka búin að taka á leigu barnaskólann á Eiðum sem er þarna í kílómetra fjarlægð. Við erum því með svona hundrað og fimmtíu gistirými sem við getum selt og svo verður fólk eiginlega bara að bjarga sér. Fólk á ættingja þarna í nágenninu og svo eru bústaðir þarna í kring. Svo er bændagisting alltaf möguleiki. Það verður kannski orðið svolítð seint að tjalda þarna í sept- ember, en það er aldrei að vita,“ segir Bryndís. Hún bætir því við að lokum að það sé ekki von á neinu öðru en lífi og fjöri á Eiðum um umrædda helgi. Hún segir staðinn koma til með að iða af lífi að nýju. Sveit Hljómsveitin Hjárómar kemur frá Eiðum eins og svo margar aðrar. „Það eru margar þekkt- ar hljómsveitir, allavega hjá Eiðamönnum, sem munu koma þarna sam- an. Þar má til að mynda nefna sveitirnar Trass- ana, Norðurljósin og Barkakýli gíraffans.“ Skóli Á Eiðum var rekinn skóli en húsin hafa staðið auð frá því Hótel Edda yfirgaf svæðið fyrir tveimur árum. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Vertu vinur okkar á facebook www.facebook.com/weledaísland Weleda birkisafinn er bragðgóður drykkur sem örvar vatnslosun og styður við náttúrulega út- hreinsun líkamans, birkisafinn léttir á líkamanum, losar bjúg og byggir hann upp. Það er mikilvægt fyrir líkamalega vellíðan. Í samhljómi við mann og náttúru. Lesið meira um lífrænar vörur á weleda.is Útsölustaðir Weleda eru apótek og heilsuverslanir um allt land. Vilt þú létta á líkamanum eftir verslunarmannahelgina!Helgin á Faktorý verður full af fjöri enhún verður þétt sökum skemmtilegrar dagskrár Innipúkans. Á sunnudaginn verður haldið heljarinnar sumarpartí með útitónleikum. Það er Funkþátt- urinn og Elements sem standa fyrir veislunni en fram munu koma Sísí Ey og Ben Pearce. Auk þeirra mun stór hópur plötusnúða skemmta gestum en þar má nefna Terrordisco, AJ Caputo, Casanova og Mike the Jacket. Ben Pearce er frá Manchester en hann er þekktur fyrir hæfileika sína þegar kemur að því að þeyta skíf- um og blanda saman lögum. Tónlist hans sam- anstendur af hin- um ýmsu stefnum en þar flakkar hann frá metalrokki til hip-hops og fönks. Viðburðurinn hefst klukkan 18 en samkvæmt upplýsingum bíður glaðningur eftir þeim fyrstu hundrað sem mæta. Sumarpartí á Faktorý Plötusnúður frá Manchester Stofutónleikar verða haldnir á Gljúfrasteini á sunnudaginn en það eru tónlistarhjónin Kristjana Arn- grímsdóttir og Kristján Eldjárn Hjart- arson sem munu þar stíga á stokk. Lagaval þeirra mun verða úr ýmsum áttum en þau munu þó bókað spila lög af sólóplötum Kristjönu. Margir ættu að kannast við hjónin en þau hafa um nokkurt skeið vegið þungt í tónlistarlífi í sinni heima- byggð, Dalvíkurbyggð. Kristján hefur auk þess tileinkað sér skandínavískan vísnasöng og komið fram víða um land. Kristjana hefur að sama skapi komið víða fram og meðal annars ver- ið virk í starfi Leikfélags Dalvíkur. Tónleikarnir munu hefjast klukkan 16 og allir eru velkomnir á meðan hús- rúm leyfir. Nánari upplýsingar um tónleikana er hægt að nálgast á heimasíðu Gljúfrasteins, gljufra- steinn.is. Stofutónleikar á Gljúfrasteini Morgunblaðið/Arnaldur Tónlist Gljúfrasteinn mun hýsa gesti. Ást og tangó í húminu

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.