Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 16
SVIÐSLJÓS Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Reiknað er með að Heimsleikar ís- lenska hestsins sem hefjast í Berlín á morgun verði í röð stærstu leikanna til þessa, þeir stærstu ef vel tekst til. Mikill áhugi er meðal hestamanna og hestaáhugafólks og skipuleggjendur gera einnig margt til að ná til borg- arbúa þannig að búast má við tugþús- undum áhorfenda, fleirum en sést hafa á síðustu heimsmeistaramótum. Áætlað er að nokkuð á annað þúsund Íslend- ingar sæki leik- ana. Heldur dauft hefur verið yfir sölu og útflutningi íslenskra reið- hesta undanfarin ár. Vonast hesta- menn til að mótið í Berlín verði til að koma málum á hreyfingu. Mikið er lagt undir því fjöldi hesta er sendur út til sýninga og keppni án þess að þeir hafi verið seldir fyrirfram. „Mótið sem haldið var í Þýskalandi 1999 var stórt og öflugt. Mér heyrist menn hafi væntingar um að slík straumhvörf verði nú. Ég veit ekki hvort það verður en veit þó að þetta verður vel skipulagt og gott mót með frábærum knöpum og hrossum,“ seg- ir Haraldur Þórarinsson, formaður Landssambands hestamannafélaga (LH). Krafa um árangur Mótið hefst á morgun og lýkur á sunnudeginum eftir rúma viku. Keppt verður um níu heimsmeist- aratitla í hestaíþróttum, eins og verið hefur undanfarin ár, auk þess sem sérstök keppni verður í ungmenna- flokki og sýnd verða og dæmt bestu kynbótahrossin sem þátttökulöndin hafa tök á að senda. Ísland er upprunaland íslenska hestsins og því eru gerðar kröfur um árangur. Íslendingar unnu þrjá titla síðast og fjóra á mótinu þar á undan. Frá því farið var að keppa um níu titla hefur Ísland unnið 21 heims- meistaratitil samtals en fimm aðrar þjóðir unnið samtals 25 titla. Íslend- ingar hafa einnig oftast verið efstir í íþróttakeppni ungmenna, þótt hlut- fallið sé mun lægra en í aðalkeppn- inni, og á kynbótasýningunum. Ekki er sjálfgefið að þessi árangur náist alltaf. Ræktun hefur aukist og batnað í Evrópulöndum og það skilar fleiri gæðingum auk þess sem margir af bestu hestunum úr ræktuninni hér heima eru seldir úr landi og geta þá erlendir knapar keppt á þeim á Heimsleikum. Þá er reiðmennskan í stöðugri framför. Liðsstjóri landsliðsins og þeir sem að verkefninu standa binda vonir við að fleiri titlar vinnist en á síðasta móti. Breytingar sem gera þurfti á landsliðinu sem valið hafði verið eru þó taldar veikja það heldur. Þannig hefur Daníel Jónsson sem náð hefur góðum árangri í mótum erlendis á Oliver frá Kvistum orðið að draga sig út úr liðinu vegna veikinda hestsins. Þá þurfti Eyjólfur Þorsteinsson að fara með varahest. Haukur Tryggva- son kemur þó sterkur inn af bekkn- um og öflugir hestar koma í stað þeirra sem heltust úr lestinni. Þá á liðsstjórinn möguleika á að nota knapa sem skráðir eru í ungmenna- flokkinn ef hann telur þá og hestana eiga möguleika á sigri. Það gæti til dæmis átt við um Konráð Val Sveins- son og Þórdísi frá Lækjarbotnum í skeiðgreinum og raunar fleiri. Tekst Jóhanni að verja titilinn? Spennandi verður að fylgjast með töltkeppninni og hvort Jóhanni Rúnari Skúlasyni tekst að vinna tölt- hornið enn einu sinni. Þjóðverjinn Karl Zingsheim mun mæta með Dag og reyna að hefna fyrir ósigurinn á síðasta móti. Það var æsispennandi keppni þar sem Jóhann hafði betur. Héðan að heiman kemur Hinrik Bragason fullur sjálfstrausts með Smyril frá Hrísum eftir mjög góðan árangur á mótum. Jakob Svavar Sigurðsson og Alur frá Lundum 2 eru líklegir til árang- urs í fimmgangi, miðað við gengi þeirra á mótum hér heima. Þeir þurfa þó að vinna núverandi heimsmeist- ara, Magnús Skúlason sem keppir fyrir Svía á Hraunari frá Efri- Rauðalæk, og fleiri góða keppinauta. Íslendingar eiga vænlega fulltrúa í flestum greinum en ekki er ráðlegt að telja verðlaunin fyrr en þau hafa ver- ið hengd um háls knapanna. Í þessari íþrótt eins og öðrum getur dags- formið ráðið miklu og alltaf verða óvænt úrslit. Íslenska liðið hefur unnið liðabik- arinn sem veittur hefur verið á tvenn- um síðustu heimsleikum og þar telur heildarárangur landsliðsins. Það er staðfesting þess að íslenska liðið stóð sig best á þessum mótum. Hafliði Halldórsson liðsstjóri er ekki á því að láta liðabikarinn vera lengur en HM- vikuna í Þýskalandi. Ýtt undir ungmennin Bestu ungmennin hafa verið heiðr- uð á Heimsleikum frá 1999 og frá 2003 hafa þátttökulöndin mátt bæta þremur ungmennum við landslið sín. Þau hafa tekið þátt í íþróttakeppninni með fulloðnu knöpunum en þau efstu verið verðlaunuð sérstaklega. Nú er meiri áhersla lögð á unga fólkið. Riðin verða sérstök úrslit í helstu greinum og liðunum er heimilt að tefla fram fimm ungmennum. Íslendingar eiga góða fulltrúa, þar á meðal tvo stór- efnilega 16 og 17 ára unglinga, systk- inasynina Konráð Val Sveinsson og Gústaf Ásgeir Hinriksson. Kynbótasýningar hafa verið á Heimsleikum frá 1985. Íslendingar hafa oft átt hæst dæmdu hrossin enda hafa þeir haft yfirburði í rækt- un. Það háir hins vegar liðinu að erfitt er að fá eigendur bestu hrossanna hér heima til að senda þau út vegna þess að þau eiga ekki afturkvæmt. Því þarf oft að fara niður listann og leita til eigenda hrossa sem flutt hafa verið úr landi. Endar ná saman Það er mikið verkefni og dýrt að senda landsliðið til keppni í Berlín. Aðeins sá hluti sem Landssamband hestamannafélaga ber nemur hátt í þrjátíu milljónum króna. Haraldur Þórarinsson, formaður LH, segir að fjárhagsdæmið sé að ganga upp. Hann þakkar það öflugum bak- hjörlum landsliðsins, stuðningi frá hinu opinbera og síðast en ekki síst duglegri landsliðsnefnd sem vinni mikið sjálfboðaliðsstarf. Spennandi keppni í mörgum greinum  Heimsleikar íslenska hestsins hefjast í Berlín á morgun  Barist um níu heimsmeistaratitla og fjölda annarra verðlauna  Tugþúsundir gesta  Á annað þúsund Íslendinga fer á mótið Morgunblaðið/Styrmir Kári Efla liðsandann Landsliðsmenn hafa komið oft saman að undanförnu til að efla liðsandann og undirbúa sig fyrir Heimsleikana í Berlín. Myndin var tekin þegar landsliðið var fyrst kynnt en mannabreytingar hafa síðan orðið. Skráðir til keppni » 163 knapar/hestar eru skráðir til keppni á Heims- leikum íslenska hestsins, í keppni fullorðinna og ung- menna. Þar með eru taldir varaknapar. » Þátttakendur eru frá 16 löndum. Flestir frá Íslandi, Noregi, Danmörku, Svíþjóð, Þýskalandi, Austurríki og Hol- landi. » 44 hross eru skráð á kyn- bótasýningu, frá 12 löndum. Þar á meðal er eitt frá Kanada og annað frá Slóveníu. Er þetta mesta þátttaka sem verið hef- ur í kynbótasýningu á Heims- leikum. Sigurvegarar á Heimsleikum 2011 í Austurríki 2009 í Sviss 2007 í Hollandi 2005 í Svíþjóð 2003 í Danmörku 2001 í Austurríki 1999 í Þýskalandi LiðsbikarinnHeimsmeistaratitlar Efstu ungmenni 2011 2009 2007 2005 2011 2009 2007 Efstu kynbótahross Haraldur Þórarinsson 16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Nokkrir Íslendingar taka þátt í lokaspretti boðreiðarinnar miklu til Berlínar í fyrramálið. Tekið verð- ur á móti hestamönnunum á torg- inu við Brandenborgarhliðið í mið- borg Berlínar. Búist er við að allt að 400 hestar verði með. Reiðin í gegnum Brandenborg- arhliðið er síðasti áfanginn í yfir mánaðarlangri boðreið hesta- manna, úr þremur nágrannalönd- um og í gegnum Þýskaland. Leið- irnar þrjár koma saman í Berlín þar sem Heimsleikarnir eru haldn- ir. Tilgangurinn er að gefa hesta- áhugafólki möguleika á að taka þátt í Heimsleikunum með þessum hætti og bera fána og kefli frá Austurríki, þar sem síðasta mót fór fram, til Berlínar með svip- uðum hætti og hlaupið er með ól- ympíueldinn. Fulltrúar aðildarlanda FEIF, al- þjóðasamtaka um íslenska hest- inn, ríða lokaáfangann með Þjóð- verjum. Fulltrúar Íslands verða Dorrit Moussaieff forsetafrú, Gunnar Sturluson, varaforseti FEIF, Haraldur Þórarinsson, for- maður LH, og Sigurborg Daðadótt- ir yfirdýralæknir. Forsetahjónin verða í einka- heimsókn í Berlín þennan dag. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Klaus Wowereit, borgarstjóri Berl- ínar, ávarpa hestamennina við Brandenborgarhliðið. Sumir hestamannanna ríða síð- an áfram til Karlshorst-hesta- íþróttasvæðisins í austurhluta Berlínar þar sem vegleg opnunar- athöfn hefst klukkan 15, með mikl- um hestasýningum. Sigurður Ingi Jóhannsson land- búnaðarráðherra verður sérstakur gestur FEIF á Heimsleikunum og mun meðal annars afhenda verð- laun um næstu helgi þegar úrslit verða í flestum greinum. Íslendingar ríða í gegnum Brandenborgarhliðið SÍÐASTI ÁFANGI MÁNAÐARLANGRAR BOÐREIÐAR Morgunblaðið/Hildur Berlín Boðreiðin endar á torginu við Brandenborgarhliðið í miðborginni. Alþjóðleg mót fyrir ís- lenska hest- inn hafa verið haldin frá 1970. Þau eru nú haldin annað hvert ár, á móti Landsmóti hestamanna á Íslandi. Fyrsta Evrópumótið var haldið árið eftir að FEIF, alþjóða- samtök um íslenska hestinn voru stofnuð. Gunnar Bjarnason, hrossa- ræktarráðunautur og frum- kvöðull í útflutningi íslenskra reiðhesta, boðaði til stofnfund- arins í nafni Búnaðarfélags Ís- lands og var kjörinn varafor- maður samtakanna. Gunnar hafði í tuttugu ár unnið að upp- byggingu félagskerfis og móta- halds í löndum Evrópu til að undirbyggja hestaútflutning- inn. Taldi þá þróun mála það langt komna að tímabært væri að efna til Evrópukeppni. FEIF er þýsk skammstöfun á heitinu Evrópusamband vina íslenska hestsins og felst í því ákveðin yfirlýsing. Á fyrsta Evrópumótinu sem haldið var í Aegidiensberg í Þýskalandi voru 26 þátttak- endur frá sex löndum. Íslend- ingar voru með frá upphafi og urðu fyrir vonbrigðum að ná ekki að sigra á fyrstu mót- unum. Síðan fjölgaði í samtök- unum og eru nú átján þjóðir að- ilar, Bandaríkin og Kanada auk Evrópuþjóðanna. Með vísan til breiðari aðildar var heiti mót- anna breytt árið 1991 í Heims- meistaramót eða Heimsleika íslenska hestsins. Kynbótasýningar voru hafn- ar 1985 og eru sérstakar sýn- ingar innan vébanda leikanna. Þá hafa dyrnar smám saman verið opnaðar betur fyrir ung- menni, 16-21 árs. Evrópumót verða heimsleikar ALÞJÓÐLEG MÓT ÍSLANDS- HESTA HALDIN FRÁ 1970 Gunnar Bjarnason HEIMSLEIKAR ÍSLENSKA HESTSINS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.