Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 19
Skrímsli
» Saksóknari byggði mál sitt
m.a. á dagbókum stúlknanna,
þar sem þær skrifuðu m.a. að
Castro færi með þær eins og
dýr.
» Stúlkurnar fengu að borða
einu sinni á dag og fengu sjald-
an að fara á salernið en gerðu
þarfir sínar í fötu sem var
sjaldan tæmd.
» Þær dreymdi um daginn
sem þær slyppu og hittu fjöl-
skyldur sínar aftur.
Chicago. AFP. | Strætóbílstjórinn
Ariel Castro, sem rændi, pyntaði
og nauðgaði þremur konum í um
áratug á heimili sínu í Ohio í
Bandaríkjunum, var á fimmtudag
dæmdur í lífstíðarfangelsi. Castro,
53 ára, játaði sök í síðustu viku
gegn því að saksóknarar færu ekki
fram á dauðarefsingu.
„Herra, það er enginn staður í
þessari borg, enginn staður í þessu
landi og sannarlega enginn staður
í veröldinni fyrir þá sem binda
aðra í ánauð, þá sem misnota aðra
kynferðislega og þá sem misþyrma
öðrum,“ sagði dómarinn Michael
Russo við dómsuppkvaðningu.
Castro var fundinn sekur um að
hafa rænt Michelle Knigth,
Amöndu Berry og Ginu DeJesus
þegar þær voru 20, 16 og 14 ára og
haldið þeim föngnum. Við réttar-
höldinn sagðist Knight ánægð með
samkomulag Castro og saksóknara
og sagði að dauði hefði verið kval-
ara hennar léttbærari.
„Ég eyddi ellefu árum í helvíti
og nú er þitt helvíti rétt að byrja,“
sagði hún við Castro.
Sagði konurnar ljúga
„Ég er ekki skrímsli. Ég var
veikur,“ sagði Castro, sem bar í
bætifláka fyrir gjörðir sínar og
sagðist þjást af kynlífsfíkn. Hann
sagðist ekki skilja hvað hefði vald-
ið því að hann ákvað að halda kon-
unum föngnum en hélt því fram að
það hefði ríkt samlyndi á heim-
ilinu.
Þá sagði hann að konurnar lygju
því að hann hefði lamið þær og
nauðgað. „Ég er ekki ofbeldisfull
manneskja,“ sagði hann og hélt því
fram að kynlíf hans og kvennanna
hefði í flestum tilfellum verið með
þeirra samþykki.
Geðlæknirinn Fran Ochberg
sagði hins vegar að meðferð
Castro á konunum jafngilti lífstíð-
ardómi fyrir þær. Amanda Knigth
varð fjórum sinnum þunguð eftir
Castro, sem svelti hana og barði
þar til hún missti fóstrin, en Berry
eignaðist stúlku sem er 6 ára.
Castro óskaði eftir því að fá að
hitta dóttur sína en var neitað.
Enginn staður fyrir
hann í veröldinni
Ariel Castro dæmdur í ævilangt fangelsi „Þitt helvíti að byrja“
AFP
Lífstíð Málið komst upp þegar Berry tókst að flýja ásamt 6 ára dóttur sinni.
FRÉTTIR 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Nýkjörinn forseti Íran, Hassan
Rowhani, sem tekur við embætti í
dag, sagði í gær að Ísraelsstjórn
væri sár á múslímaheiminum sem
þyrfti að hreinsa. Ummælin lét hann
falla í samtali við fréttamenn á
Quad-degi en þá efna Íranar til mik-
illa mótmælaganga gegn síonistum
og yfirráðum Ísrael yfir Jerúsalem.
Rowhani þykir hófsamari en
gengur og gerist innan íranska
stjórnkerfisins en andstaða við sjálf-
stætt Ísraelsríki hefur verið óhagg-
anlegur hornsteinn utanríkisstefnu
Írana frá 1979. Ríkissjónvarp lands-
ins sýndi í gær frá fjöldagöngum
þar sem hundruð þúsunda hrópuðu
„Dauði yfir Ísrael“ og „Dauði yfir
Ameríku.“
Benjamin Netanyahu, forsætis-
ráðherra Ísrael, sagði að Rowhani
hefði með ummælum sínum sýnt sitt
rétta andlit, fyrr en búast hefði mátt
við. „Ummæli forsetans ættu að
vekja hluta af heiminum af tálsýnum
sínum,“ sagði forsætisráðherrann.
Hann sagði að þrátt fyrir að for-
setaskipti hefðu orðið í Íran væri
það enn markmið stjórnvalda að
smíða kjarnorkuvopn til að ógna
Ísrael, Miðausturlöndum og friði og
öryggi um allan heim.
Áður en fregnir bárust af ummæl-
um Rowhani í gær sagði Guido Wes-
terwelle, utanríkisráðherra Þýska-
lands, að hann vonaðist til þess að
viðræður um kjarnorkuáætlun Ír-
ana myndu þokast áfram eftir að
Rowhani tæki embætti. Hann ítrek-
aði þó að Vesturveldin myndu halda
áfram refsiaðgerðum gegn landinu
þar til þau væru þess fullviss að Ír-
anar hefðu fallið frá þróun kjarna-
vopna.
AFP
Nýkjörinn Rowhani þykir meðal hófsamari stjórnmálamönnum í Íran.
Hefur í hótunum
Nýkjörinn forseti Íran segir Ísrael sár
á múslimaheiminum sem þurfi að hreinsa
Stjórnvöld í Bandaríkjunum hafa lýst
mikilli óánægju með ákvörðun Rússa
um að veita uppljóstraranum Edw-
ard Snowden tímabundið hæli í Rúss-
landi. Yfirvöldum vestanhafs var ekki
gert viðvart áður en tilkynnt var um
ákvörðunina, sem Jay Carney, tals-
maður Hvíta hússins, sagði hafa vald-
ið stjórnvöldum miklum vonbrigðum.
Carney tilkynnti jafnframt að í
kjölfarið yrðu fyrirætlanir um fund
Baracks Obama Bandaríkjaforseta
og Vladimirs Pútíns Rússlands-
forseta í Moskvu í næsta mánuði
teknar til endurskoðunar.
Ónefndur bandarískur embættis-
maður sagði í samtali við CNN að
hælisveitingin hefði legið í loftinu í
nokkurn tíma og kæmi því varla á
óvart. Þá sagði George Little, tals-
maður Pentagon, að bandarísk her-
málayfirvöld vildu að sjálfsögðu við-
halda samskiptum sínum við
rússneska herinn.
Það kvað þó ekki við sáttatón hjá
fjölda þingmanna sem tjáðu sig um
málið í gær. Öldungadeildar-
þingmaðurinn John McCain kallaði
ákvörðun Rússa löðrung í andlit allra
Bandaríkjamanna og hvatti til þess
að samskipti stjórnvalda við Vladimir
Pútín yrðu tekin til gagngerrar end-
urskoðunar.
„Rússar hafa stungið okkur í bakið
og fyrir hvern dag sem herra Snow-
den er frjáls ferða sinna er hnífnum
snúið,“ sagði öldungadeild-
arþingmaðurinn Charles E.
Schumer.
Faðir Edwards, Jon Snowden,
sagði í samtali við rússneska fjöl-
miðla á fimmtudag að hann væri
þakklátur Rússum og hlakkaði til að
heimsækja son sinn í Rússlandi.
Þá virðist Snowden ekki dæmdur
til að sitja auðum höndum þar sem
Pavel Durov, stofnandi samskiptasíð-
urnnar V Kontakte, hefur boðið hon-
um starf í höfuðstöðvum fyrirtæk-
isins í Sankti Pétursborg.
Reiðir ákvörðun Rússa
Bandaríkjamenn ósáttir við að Snowden hafi fengið hæli
AFP
Hæli Lögmaður Snowdens sýndi
fjölmiðlum hælisleyfið í fyrradag.
Bandaríska utanríkisráðuneytið gaf út ferðaviðvörun í gær þar sem það var-
aði við því að hryðjuverkasamtökin Al Kaída undirbyggju árásir í ágústmán-
uði. Ráðuneytið tilkynnti á fimmtudag að sendiráð yrðu sumstaðar lokuð á
sunnudag og hugsanlega lengur. Ráðuneytið sagði líkur á árásum „sérstak-
lega í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku“ og hugsanlega á Arabíuskag-
anum.
„Þær upplýsingar sem við höfum í höndunum benda til þess að Al Kaída og
samtök tengd þeim haldi áfram að skipuleggja hryðjuverkaárásir bæði á
svæðinu og víðar og að vera megi að þau leggi áherslu á árásir á tímabilinu frá
því í dag og fram til enda ágúst,“ sagði í viðvöruninni til bandarískra ferða-
manna en í henni var sérstaklega varað við mögulegum árásum á almennings-
samgöngur og aðra innviði í ferðaþjónustu.
Meðal þeirra sendiráða sem verða lokuð á sunnudag eru sendiráðin í
Egyptalandi og Ísrael.
Leggja vara við
hryðjuverkaógn
AFP
Varúð Óeirðalögregla stendur vörð um bandaríska sendiráðið í Tyrklandi í mótmælum í vikunni.
Gefa út ferðaviðvörun
og loka sendiráðum á sunnudag
www.forlagid.is – alvöru bókabúð á netinu
Hörku-
spennandi
saga
Eftir höfund
Góða nótt,
yndið mitt
Leyndarmál, lygar
og svikin loforð
- sannleikurinn
kemur alltaf í ljós
SG / MBL