Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 22
22 UMRÆÐAN
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
falleg minning á fingur
www.jonogoskar.is Sími 5524910 / Laugavegi 61 / Kringlan / Smáralind
PI
PA
R\
TB
W
A
•
SÍ
A
•
12
16
6
6
Giftingarhringar
Nýlega las ég bandarískan reyfara þar sem greindi frá konunokkurri sem stóð á verönd við hús sitt. Vindhviður skókuhúsið og konan hélt sér dauðahaldi í grindverkið til að forð-ast að verða svipt „fyrir borð“. Konan, sem um ræðir hefði,
ef svo illa hefði tekist til að hún hefði fokið af verönd sinni, fallið í garð
sinn meðal mjúkra grasa og blóma – en ekki í æstar öldur hafsins þar
sem beið hennar barátta fyrir lífinu. Þetta, að konan skyldi óttast að
falla „fyrir borð“ af verönd sinni, olli því að ég fór að hugsa um örlög
orðanna, ekki síst borðsins. Hvenær er hægt að falla fyrir borð eða
fara um borð.
Við göngum um borð í skip og báta sem á vitaskuld rætur í því að um
viðartegundir var að ræða. Þessir farkostir voru smíðaðir úr timbri,
borðviði. Nú eru dagar slíkra skipa og báta að mestu taldir. Plast og
stál hefur tekið við. En hvað um það,
enn förum við um borð – og föllum fyrir
borð. En þetta borð færði sig með tím-
anum yfir á aðra farkosti. Ég hef oft
heyrt talað um að fólk fari um borð í
flugvélar og jafnvel áætlunarbíla – en
ekki aðra bíla, t.d. einkabíla – enn. Nú
nýlega mátti heyra í fréttum útvarps
að ógæfusöm kona nokkur, ákaflega ölmóð, var dregin af vígreifum
verði laganna „um borð í lögreglubílinn“. Eftir þessu að dæma má bú-
ast við að einn góðan veðurdag fari Jói litli um borð í þríhjólið sitt og,
sakir þess að hann er enn að æfa sig, falli fyrir borð.
Það er líka ástæða til að minnast þess hér að enn borðar fólk við
borð sem ekki lengur eru úr viði heldur plasti, gleri, stáli og fleiri
efnum.
Þessi þróun er ekkert einsdæmi. Eitt sinn var orðið herðatré rétt-
nefni. Það var að mestu úr tré. Síðar komu til sögunnar önnur efni en
tréð sat sem fastast. Við hengjum fötin okkar á herðatré þótt úr plasti
sé og alls kyns vírum.
Hins vegar gerist það stundum að ágætum heitum hluta er gert að
hverfa sakir þess að hluturinn breytir um form. Önnur orð setjast á þá
í staðinn. Gott dæmi um slíkt er hið fallega orð gleraugnahús, orð sem
ég ólst upp við og sakna. Gleraugnahús höfðu eins konar dyr sem hægt
var að opna og loka. Skyndilega var slíkum húsum lokað hinsta sinni
en við tóku lágkúrulegri orð eins og hulstur eða hylki sem engin reisn
er yfir.
Dagar gleraugnahúsa voru taldir.
Af orðum
Þórður Helgason
thhelga@hi.is
Tungutak
Snemma að morgni 18. nóvember 2010 tilkynntiPatrick Honohan, aðalbankastjóri SeðlabankaÍrlands, sem þá var staddur í Frankfurt í Þýzka-landi í höfuðstöðvum Seðlabanka Evrópu, að
vinnuhópur frá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum mundi
koma til Írlands og vinna að samkomulagi um stórt lán til
Írlands. Svo virðist, sem hvorki Brian Cowen, forsætisráð-
herra landsins, né Brian Lenihan fjármálaráðherra hafi
verið kunnugt um að seðlabankastjórinn mundi skýra frá
þessari heimsókn. Og svo virðist sem hvorugur þessara
ráðherra hafi verið þeirrar skoðunar að Írland þyrfti á
slíku stóru láni að halda.
Þetta er meðal þess, sem frá er sagt í nýrri bók, sem út
kom í sumar og nefnist: The Fall of the Celtic Tiger-
Ireland and the Euro debt crises. Höfundar bókarinnar
eru tveir sérfróðir menn, Donal Donovan og Antoin E.
Murphy. Hvers vegna lét seðlabankastjórinn ráðherrana
tvo ekki vita fyrirfram? Vegna þess að þá var líklegt að
þeir mundu reyna að tala hann ofan af því að gefa þessa
yfirlýsingu, sem sett hefði seðlabankastjórann í erfiða
aðstöðu.
Þann 4. október 2010 hafði Lenihan
fjármálaráðherra fengið trúnaðarbréf
frá Jean-Claude Trichet, þáverandi
aðalbankastjóra Seðlabanka Evrópu,
þar sem hann lýsti áhyggjum yfir
stöðu írsku bankanna. Mánuði síðar, 4.
nóvember 2010, fékk Lenihan annað
bréf frá Trichet þar sem ábending hans var ítrekuð. Hinn
9. nóvember hafnaði Lenihan því algjörlega að Írland
þyrfti á neyðarláni að halda. Tveimur dögum seinna var
írska krísan á dagskrá fundar fjármálaráðherra G-7
ríkjanna í Seúl í Suður-Kóreu. Á fundinum var það sam-
eiginleg skoðun, að Írar þyrftu að sækja um neyðarlán, og
Timothy Geithner, þá fjármálaráðherra Bandaríkjanna,
(sá sem lýsti tilboði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins um aðstoð
við Ísland sem „kossi dauðans“ í samtali við Davíð Odds-
son, þá formann bankastjórnar Seðlabanka Íslands) setti
fram þá skoðun að hugsanlegt fall írsku bankanna gæti
haft meiri háttar áhrif á stöðu banka um allan heim.
Hinn 12. nóvember komst eins konar „æðsta ráð“ Seðla-
banka Evrópu að þeirri niðurstöðu að bankinn gæti ekki
haldið áfram lánveitingum til írsku bankanna og krafðist
þess að skuldir þeirra yrðu lækkaðar (sem minnir á sam-
bærilega kröfu gagnvart íslenzku bönkunum snemma
sumars 2008).
Í framhaldi af þessu gripu ráðamenn Seðlabanka Evr-
ópu til óvenjulegra ráða. Þeir kölluðu blaðamenn á nokkr-
um lykilmiðlum í Evrópu á sinn fund og láku fréttum, sem
miðlarnir birtu samkvæmt „heimildum“ innan ESB þess
efnis að Írland þyrfti á neyðarláni að halda og að viðræður
væru í undirbúningi. Sama dag fór fram samtal í síma á
milli Trichets og Lenihans. Efni þess er ókunnugt. Honoh-
an sagði síðar að hann hefði ákveðið að fara í viðtalið við
írska útvarpsstöð um morguninn 18. nóvember vegna þess
að honum hefði borizt til eyrna að von væri á leiðara í
Financial Times um málið þann dag.
Daginn eftir, 13. nóvember, báru helztu ráðamenn í
Dublin saman bækur sínar og tveimur dögum síðar, 15.
nóvember, aftók forsætisráðherrann með öllu að Írar
mundu sækja um neyðarlán. Á bak við tjöldin reyndu Írar
að semja um að lánið væri eingöngu vegna írsku bankanna
(eins og síðar var gert á Spáni) en ekki vegna efnahags-
stöðu Írlands almennt. Þann 16. nóvember skýrði for-
sætisráðherrann trúnaðarmönnum flokks síns frá þessari
atburðarás og sagði að neyðarlán kæmi ekki til greina.
Sama dag var lagt hart að Brian Lenihan í Brussel, sér-
staklega af hálfu Þjóðverja, að tilkynna að Írland mundi
sækja um neyðarlán. Daginn eftir, 17. nóvember, sagði
forsætisráðherrann í þinginu að engar viðræður stæðu yf-
ir um neyðarlán og gagnrýndi rangan fréttaflutning um
málið. Lenihan talaði hins vegar undir
rós um að hann væri að vinna með hóp
frá ESB/AGS að málefnum írsku
bankanna.
Hinn 19. nóvember, daginn eftir út-
varpsviðtalið við Honohan frá Frank-
furt sendi Trichet bréf til Lenihans þar
sem hann hótaði því að Seðlabanki Evrópu lokaði á Írland
ef ekki yrði lögð fram umsókn um neyðarlán.
Hinn 21. nóvember 2010 gafst ríkisstjórn Írlands upp
og sendi formlega beiðni um neyðarlán og viku síðar hinn
28. nóvember 2010 var tilkynnt um samkomulag þessa
efnis.
Um hvað snýst þessi saga? Hún snýst um það að tæpum
tveimur árum eftir að írska ríkisstjórnin lýsti yfir ábyrgð
írskra skattgreiðenda á öllum skuldbindingum írskra
einkabanka voru þessir bankar komnir að fótum fram.
Ríkisstjórnir beggja vegna Atlantshafs höfðu þungar
áhyggjur af áhrifum þess á sínum heimaslóðum. Þeim var
að sjálfsögðu sama um Íra en þeir gerðu sér grein fyrir að
fall írsku bankanna gæti þýtt fall banka í öðrum löndum.
Þess vegna tóku ráðamenn í Bandaríkjunum og innan
Evrópusambandsins og Seðlabanka Evrópu höndum sam-
an um að pína Íra til þess að sækja um neyðarlán og afsala
sér með því að mati höfunda þeirrar bókar, sem hér er
vitnað til, fjárhagslegu sjálfstæði Írlands um skeið.
Út af fyrir sig kemur boðskapur Geithners ekki á óvart
og heldur ekki bréfasendingar Trichets (hann sendi líka
bréf til Íslands og hringdi til Íslands). En óneitanlega
kemur á óvart að svo virðuleg stofnun sem Seðlabanki
Evrópu er skuli grípa til vinnubragða af því tagi að leka
fréttum í fjölmiðla og segja að þeir megi nota „frasann“
um heimildarmenn innan ESB!
Engum þarf hins vegar að koma á óvart að ráðamenn á
Írlandi hafi upplifað eins konar umsátursástand í Dublin í
nóvembermánuði 2010.
Ríkisstjórn Írlands
tilkynnti uppgjöf sína
21. nóvember 2010
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@styrmir.is
Umsátrið um Dublin
í nóvember 2010
Um verslunarmannahelgina fervel á því að rifja upp gildi
verslunar. Jón biskup Vídalín seg-
ir í prédikun tíunda sunnudag eft-
ir Trinitatis: „Það er víst, að ekki
getur veröld þessi staðist án
kauphöndlunar. Mismun hefur
hinn alvísi skapari gjört bæði
landanna og mannanna, en engum
hefur hann gefið allt.“
Um svipað leyti og Vídalín mæl-
ir þessi orð, skrifar enska skáldið
Addison í tímaritið Spectator
1711: „Nytsamlegri menn eru ekki
til en kaupmenn. Þeir binda
mannkyn saman í gagnkvæmum
samskiptum góðra verka, dreifa
gjöfum náttúrunnar, veita fátæk-
lingum atvinnu, bæta við auð
hinna ríku og vegsemd hinna
miklu. Hinn enski kaupmaður vor
breytir tini í eigin landi í gull og
skiptir ull fyrir rúbína. Fylg-
ismenn Múhameðs spámanns
klæðast breskum fatnaði, og íbúar
hinna nístingsköldu Norðurslóða
skýla sér í gærum af sauðum vor-
um.“ Addison bætir við: „Án þess
að viðskiptin hafi bætt neinum
löndum við ríki Bretakonungs,
hafa þau fært oss eins konar við-
bótarveldi. Þau hafa margfaldað
tölu efnamanna, aukið stórkost-
lega verðmæti jarða vorra og
bætt við aðgangi að öðrum jörðum
jafnverðmætum.“
Þetta er í svipuðum anda og
Jón Sigurðsson, sem var eindreg-
inn frjálshyggjumaður, segir í
Nýjum félagsritum 1843: „Ekkert
land í veröldinni er sjálfu sér ein-
hlítt, þó heimska mannanna hafi
ætlað að koma sér svo við, að það
mætti verða, en ekkert er heldur
svo, að það sé ekki veitanda í ein-
hverju og geti fyrir það fengið
það, sem það þarfnast. En þegar
það getur fengið það, og það veit-
ir einmitt verslanin, þá er það
eins og það hefði sjálft þessi gæði.
Þegar nú verslanin er frjáls, þá
leitar hver þjóð með það, sem hún
hefir aflögu, þangað sem hún get-
ur fengið það, sem hún girnist.“
Einnig mætti minna á það, sem
Halldór Kiljan Laxness leggur í
munn söguhetju sinnar í Íslands-
klukkunni, Arnæi: „En það voru
ekki mjölbætur sem ég æskti
þessu mínu fólki, og ekki hallær-
iskorn, heldur betri verslun.“
Athugasemdir og leiðréttingar vel þegn-
ar
Hannes H. Gissurarson
hannesgi@hi.is
Fróðleiksmolar úr sögu og samtíð
Verslunar-
mannahelgi