Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 27

Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 27
að. Traustur hlekkur í fjöl- skyldunni er brostinn, ástkær eiginkona, umhyggjusöm móðir og amma, sem barnabörnin fá ekki að njóta lengur, en þar áttu þau elskuríka stoð og styttu og fagra fyrirmynd. Að leiðarlokum er hugur minn fullur þakklæti fyrir að hafa öðlast vinátta Ingu Lóu og fengið að vera hluti af lífshlaupi hennar. Bergþóra Einarsdóttir. Angur í hjarta. Endurminningar líða um hugann líkt og svipmyndir. Gáskafull skólaár. Gæðastundir síðar í góðum hópi. Ljúf og einstök í lífi og starfi. Fjölskyldu, börnum, félögum og vinum, sinnti hún öllum af sömu natni. Ógn steðjaði að. Á henni var tekið af æðruleysi. Lokins kom nóttin með líknandi hönd og lokaði augum. Góðvina er gengin geymi hana faðir í hæstu hæðum. Kallið er komið, Inga Lóa vinkona okkar er horfin úr hópnum og söknuðurinn er sár. Við undirritaðar áttum samleið með henni í rúmlega hálfa öld og nutum vináttu hennar, gæsku og trygglyndis. Margs er að minnast og minningarnar streyma fram, ein af annarri. Minningar um glaðar stundir við skemmtan, útivist, söng og spjall á síðkvöldum munu ylja okkur um ókomin ár. Við kynntumst Ingu Lóu fyrst haustið 1960 við upphaf náms í Menntaskólanum á Ak- ureyri. Við komum alls staðar að af landinu og margar okkar bjuggu í heimavist skólans. Inga Lóa var innfæddur Ak- ureyringur og bjó í foreldra- húsum í Goðabyggðinni. For- eldrar hennar, Haraldur og Áslaug, sýndu okkur mikla ræktarsemi og gestrisni og opnuðu okkur heimili sitt og faðm alla tíð. Slíkt var ómet- anlegt fyrir unglinga sem voru að fóta sig í lífinu fjarri heima- högum. Inga Lóa erfði góða eðliskosti foreldra sinna, hún var blíðlynd og fáguð, hnyttin í svörum og vel máli farin. Í MA kynntist hún lífsförunaut sínum Jóni Gunnari Gunnlaugssyni sem nú hefur misst eiginkonu sína og besta vin. Þau Jón voru einna fyrst úr hópnum til að stofna sitt eigið heimili og þegar frá leið urðu þau fastir punktar í tilveru okk- ar. Þau kunnu þá list að taka vel á móti gestum og heimsókn- ir til þeirra á Álftanesið, í „Gleðihúsið“ niðri á túni og í sumarbústaðinn Brekkukot í Vaðlaheiðinni, eru okkur ógleymanlegar. Þau hjón voru samhent og börnin þrjú voru augasteinar þeirra. Ekki minnkaði ánægjan þegar barnabörnin komu til sögunnar og það var stolt amma sem sagði okkur sögur af þeim. Fyr- ir margt löngu stofnuðum við stelpurnar úr árgangi okkar í MA félagsskap – sem við í gríni kölluðum stundum saumaklúbb – og gáfum honum heitið Flit- tige hænder og tavse munde, skammstafað FHOTM. Inga Lóa var virk í starfsemi klúbbs- ins enda félagslynd og hug- myndarík en það eru eiginleik- ar sem nýtast vel í samskiptum við okkur. Með sitt fallega bros og bjarta yfirbragð varð hún fljótlega ein af skrautfjöðrum klúbbsins. Og þá er nú mikið sagt. Við höfum gert ótrúleg- ustu hluti saman og treyst vin- áttuböndin í blíðu og stríðu. Líf sem vel er nýtt, er langt líf. Inga Lóa gat litið sátt yfir farinn veg. Hún hafði verið far- sæl og heilsteypt í lífi og starfi og í glímunni við erfið veikindi sýndi hún mikinn kjark og æðruleysi. Við dáðumst að bar- áttuþreki hennar og erum þakklátar fyrir að hafa átt hana að vini. Hún stóð á meðan stætt var og miklu, miklu lengur. Við þökkum Ingu Lóu ára- langa vináttu og vottum Jóni, börnum og öðrum ástvinum innilega samúð. Hvíl í friði. Fyrir hönd vinkvenna í FHOTM, Ingibjörg Möller, Ingi- björg Símonardóttir og Hlín Daníelsdóttir. Í dag kveð ég Ingu Lóu Har- aldsdóttur. Ég var svo heppinn að fá að vinna með Ingu Lóu um árabil. Hún stýrði ritara- þjónustu Barnaspítala Hrings- ins og undanfarinn áratug var hún skrifstofustjóri og ritari prófessors. Öll samskipti voru ánægjuleg, auðveld og þægileg og aldrei bar þar skugga á. Inga Lóa var vinnusöm, vand- virk og samviskusöm. Hún lagði mikla alúð í öll störf. Það var meðal annars greinilegt í verkefnum er sneru að nem- unum en hún gætti vel að öllum málum er snertu skipulag náms í barnalækningum. Oft sá hún fyrir verkefni sem komu upp og hafði jafnvel lokið þeim þegar ég bryddaði upp á hugmynd- inni. Var þá jafnvel svolítið kankvís: „Þetta er tilbúið í skúffunni.“ Inga Lóa var einnig skemmtileg og stundum glettin. Þegar við starfsfélagarnir sögð- um glaðir frá því hvernig við höfðum að sumarlagi farið yfir Sprengisand, meira að segja í þoku og slæmu skyggni, kom í ljós að Inga Lóa hafði nýlega farið með Jóni sínum upp í Grímsvötn um hávetur. Og þeg- ar við rifjuðum upp veiðisögur liðins sumars, stoltir að hafa landað einum þrátt fyrir lítið vatn í ánni, kom í ljós að Inga Lóa hafði nýlega verið uppi á hálendi með Jóni í 20 stiga frosti að dorga í gegnum ís. Og þetta sagði hún okkur eins og þetta væri fullkomlega eðlilegt – að vísu með léttum, skemmti- legum hlátri og glettni í aug- unum. Inga Lóa var einlægur og góður félagi. Hún var einnig mikil fjölskyldumanneskja, sagði stolt frá börnunum og barnabörnunum og sögur af ferðalögum með Jóni. Ferðirn- ar norður í húsið þeirra í Vaðla- heiðinni voru henni mikils virði undanfarin ár þar sem hún naut samvista við fjölskylduna. Ég sakna Ingu Lóu. Ég minnist margra góðra stunda og er þakklátur fyrir að hafa átt hana að vini og samstarfs- manni. Ég tala fyrir hönd allra samstarfsmanna Barnaspítala Hringsins, öll söknum við góðs félaga. Fjölskyldu Ingu Lóu sendi ég mínar bestu samúðarkveðj- ur. Ásgeir Haraldsson. Kveðja frá félögum í Álftaneskórnum Við kveðjum nú kæran og tryggan félaga í Álftaneskórn- um til áratuga, hana Ingu Lóu. Það er stórt skarð höggvið í okkar raðir. Við höfum ríghald- ið í vonina um að hún myndi sigrast á veikindum sínum og koma aftur í hópinn, en það er ekki liðið nema rúmt ár síðan við vorum öll saman á Ítalíu í söngferð sem hún tók fullan þátt í. Inga Lóa var afar tryggur félagi, glæsileg, hreinskiptin og glaðlynd. Söng altrödd, var ein af styrkustu stoðum þess hóps innan kórsins og vantaði mikið þegar hún var ekki, hvort sem það var við æfingar eða þegar kórinn kom fram og söng. Kórinn naut gestrisni hjónanna Jóns og Ingu Lóu í ríkum mæli og eigum við góðar minningar um samverustundir í garðhúsinu þeirra þar sem við grilluðum, sungum og skemmt- um okkur. Í vor komum við síð- ast á heimili þeirra til að syngja saman og var vel tekið á móti okkur að venju. Um leið og við syrgjum góð- an félaga og söknum, berum við jafnframt gleði og þakklæti í hjarta fyrir allar samveru- stundirnar sem við höfum átt með henni í kórstarfinu. Við vottum Jóni Gunnari eig- inmanni Ingu Lóu, börnum þeirra og fjölskyldum innilega samúð okkar allra. Fyrir hönd Álftaneskórsins, Hallfríður Erla Guðjónsdóttir. MINNINGAR 27 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Sumarið 1962 sá ég stúlku sem afgreiddi í verslun föður síns, Jóns Þórðarsonar, í Þingholtstræti 1, og var klædd samkvæmt nýjustu tísku. Í ljós kom að stúlkan, sem fáum árum seinna varð konan mín, hafði siglt með Þórði stóra bróður sínum til Rotterdam og Hamborgar á Ms Selfossi. Saman höfðu þau farið í flottustu búðirnar og meira að segja séð Bítlana spila á Star Club í Hamborg rétt áður en þeir urðu heimsfrægir. Tveimur árum seinna fórum við Þóra sama túr með Þórði. Svona var Þórður mágur minn alla tíð, gestrisinn, örlátur og skemmtilegur. Þótt Þórður væri kominn af kaup- mönnum í Þingholtsstræti 1, þar sem Jón Þórðarson elsti byggði fyrsta steinhúsið fyrir austan læk árið 1892 og rak landskunna versl- un, fór hann snemma á sjóinn. Samskipti okkar voru því stund- um slitrótt en þegar hann kom í land var bæði tilhlökkun og fagn- aðarfundur. Sú tilfinning fylgdi Þórður Sævar Jónsson ✝ Þórður SævarJónsson fædd- ist 24. ágúst 1934. Hann lést á Líkn- ardeild Landspít- alans í Kópavogi 18. júlí 2013. Þórður Sævar var jarðsunginn frá Neskirkju 2. ágúst 2013. Þórði alla tíð eftir að hann fór að vinna við virkjanir á hálendinu og eins eftir að hann flutti á Laugar- bakka, svo á Hvammstanga og loks á Flateyri, það var alltaf gaman þegar Þórður kom í bæinn. Hann var snyrtimenni til fara og bíllinn var ævin- lega þveginn við borgarmörkin. Seinni árin átti hann vísan sama- stað hjá okkur í Engjaseli hvenær sem hann vildi. Þá voru sagðar sögur og hlegið dátt, ekki síst um jól og áramót þegar fjölskyldan kom saman. Hans verður sárt saknað á næstu jólum. Þórður eignaðist fjögur mann- vænleg börn með tveimur fyrstu konum sínum, en þau hjónabönd urðu skammvinn. Hann eignaðist Jón Sævar og Guðnýju Arndísi með Bergljótu Aðalsteinsdóttur. Guðný dó aðeins 14 ára gömul í bílslysi og það var Þórði þung- bært. Síðan eignaðist hann Mar- gréti og Steingrím Jón með Arn- gunni Jónsdóttur. Örlögin höguðu því þannig að við Þóra tókum Steingrím sem okkar fósturson þegar hann var fimm ára og Mar- grét átti athvarf hjá okkur um skeið. Þrátt fyrir allt var ást og skilningur milli allra aðila í þessu flókna fjölskyldumynstri og við Þórður sögðum gjarnan frá því að við ættum börn saman. Betra gat það nú ekki orðið. Það var stóra gæfan í lífi Þórðar er hann kynnt- ist henni Láru sinni, sem var lífs- förunautur hans í 31 ár. Þau bjuggu á Laugabakka og Hvammstanga í 10 ár og á Flat- eyri í 17 ár. Fyrstu árin ráku þau hinn kunna skemmtistað Vagninn, sem var Flateyringum nauðsyn- legur samkomustaður eftir snjó- flóðið, og mig grunar að Þórður vagnstjóri hafi reynst mörgum góður sálufélagi, þótt það hafi allt verið með óbeinum hætti. Það var ekki síður ánægjulegt að njóta gestrisni Láru og Þórðar þegar þau voru heimsótt. Þegar Þórður hætti að vinna tók sig upp gamalt áhugamál sem hafði blundað með honum síðan hann var að sinna trjárækt með föður sínum barn að aldri í land- skika fjölskyldunnar við Rauða- vatn. Og það var eins og við mann- inn mælt, allt óx og dafnaði sem hann setti niður, hvort sem það var í hans eigin garði, við íþrótta- húsið eða meðfram götum á Flat- eyri. Við Þóra áttum erindi á Vest- firði um daginn og komum í garðinn hans stutta stund. Þar var allt með glæsibrag, tré og plöntur. Daginn eftir kvaddi Þórður þenn- an heim, umvafinn ástvinum sín- um. Lengi átti hann sér þá von að sjá garðinn sinn í blóma einu sinni enn. Það gerir hann nú án fjötra hins jarðneska lífs. Þakkir fyrir allt sem þú gafst okkur og megi góður Guð styrkja Láru og fjöl- skylduna á sorgarstundu. Björn G. Björnsson. Inger Steinsson Inger Rós Ólafsdóttir ÚTFARARÞJÓNUSTA Vönduð og persónuleg þjónusta Sími: 551 7080 - 691 0919 athofn@athofn.is - Akralandi 1 - 108 Reykjavík HJARTAVERND Minningarkort 535 1825 www.hjarta.is 5351800 ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HANNA JONNÝ SÍMONARDÓTTIR, Sólvangsvegi 3, Hafnarfirði, lést á Landspítalanum fimmtudaginn 1. ágúst. Útför hennar fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 13.00. Ólöf Hreiðarsdóttir, Helen Hreiðarsdóttir, Haraldur Arason, Linda Björg Guðmundsdóttir, Helgi Örn Guðmundsson, barnabörn og langömmubörn. ✝ Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, EYÞÓR MAGNÚSSON frá Geirastöðum, lést þriðjudaginn 30. júlí. Útför fer fram í kyrrþey að ósk hins látna. Fyrir hönd aðstandenda, Una Eyþórsdóttir, Magnús Böðvar Eyþórsson. ✝ Okkar ástkæri GUNNAR GUÐRÖÐARSON, fyrrv. skólastjóri, Lerkihlíð 2, Reykjavík, lést á Hjúkrunarheimilinu Sóltúni fimmtu- daginn 1. ágúst. Jarðarför verður auglýst síðar. Guðrún Nielsen, Karl Gunnarsson, Bergrún Helga Gunnarsdóttir, Gunnar Pálsson, Vaka Gunnarsdóttir, Guðmundur Vestmann, Halla Gunnarsdóttir, Kría Guðmundsdóttir. ✝ Elskulegur afi okkar og langafi, bróðir og mágur, HALLDÓR KRISTINSSON, lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut miðvikudaginn 31. júlí. Útför verður frá Fossvogskapellu þriðjudaginn 6. ágúst kl. 15.00. Tinna, Sunna og Sif Ingvarsdætur, Fríða Ír Søberg, Ástríður Ösp Sigurðardóttir, Sólveig Kristinsdóttir, Jón Kristinsson, Sigríður Eysteinsdóttir. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SVAVAR STEFÁNSSON, fyrrverandi mjólkursamlagsstjóri frá Egilsstöðum, Bogahlíð 6, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans í Kópavogi föstudaginn 2. ágúst. Útförin fer fram frá Dómkirkjunni í Reykjavík fimmtudaginn 8. ágúst kl. 11.00 Kristbjörg Sigurbjörnsdóttir, Ingunn St. Svavarsdóttir, Sigurður Halldórsson, Birna Kristín Svavarsdóttir, Kristinn Ingólfsson, Erla Kolbrún Svavarsdóttir, Gunnar Svavarsson, Alma Eir Svavarsdóttir, Guðjón Birgisson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, EINAR RAGNARSSON, Lágholti 12, Stykkishólmi, lést mánudaginn 29. júlí á líknardeild Landspítalans í Kópavogi. Útförin fer fram frá Stykkishólmskirkju föstudaginn 9. ágúst kl. 14.00. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið. Rósa Helgadóttir, Nanna Einarsdóttir, Ragnar Hinrik Einarsson, Ása Valdís Ásgeirsdóttir, Hafþór Helgi Einarsson, Guðrún Heiðarsdóttir, Sólveig Einarsdóttir, Guðmundur Leifur Kristjánsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.