Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 34

Morgunblaðið - 03.08.2013, Side 34
34 ÍSLENDINGAR MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 M agnús fæddist á Sel- fossi en ólst upp í Haukholtum I við öll almenn sveita- störf. Hann var í Grunnskólanum á Flúðum, stundaði nám í viðskiptafræði við Fjölbrauta- skóla Suðurlands á Selfossi, stund- aði síðar nám við Landbúnaðarhá- skólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 2003. Magnús var snúningsstrákur í Auðsholti í Hrunamannahreppi í tvö sumur, fór til sjós er hann var 16 ára og var þá á netaveiðum á Eldey GK sumarið 1999, á síld á Faxa RE frá Reykjavík sumarið 2000 og var á snurvoð á bátnum Jón á Hofi haust- ið 2000. Hann var síðan háseti á Melavík GK sumarið 2001, á línu- veiðum á Fjölni ÍS 2002 og 2003- 2005. Magnús fór aftur til sjós í þrjá mánuði 2007 en lenti í alvarlegu slysi þá um sumarið er hann datt of- an í Stóra-Laxárgljúfur og höfuð- kúpubrotnaði. Hann tók sér þá frí frá sjómennskunni í þrjú ár en fór Magnús Helgi Loftsson, sjómaður og bóndi í Haukholtum I - 30 ára Bóndinn Magnús Helgi hugar að hrossum í Haukholtum. Þar eru nú 35 hross. Sinnir sjómennsku og bústörfum til skiptis Í fjárhúsunum Magnús Helgi og Alina, ásamt alsælum dætrum sínum, Önnu Maríu og Ástbjörtu. Nanna Teitsdóttir, doktorsnemi í heimspeki og matarbloggari,er þrítug í dag. Hún er nýflutt aftur til landsins eftir fjögurraára dvöl í Bandaríkjunum, en þar var eiginmaður hennar við nám. „Ég er bara nýflutt heim, kom hingað fyrir fjórum vikum. Ég held að það sé fyrir fullt og allt í bili, þar til ævintýraþráin hellist yfir mann aftur,“ segir Nanna. „Ég ætlaði að fara í fjallgöngu en spáin var ekki alveg nógu hagstæð svo að ég geng á fjall á eftir [í gær], en svo ætla ég út að borða um kvöldið, eitthvað gott, líklega á Rub 23,“ segir Nanna um áætlanir afmælisdagsins, en hún er mikill matgæðingur og heldur úti matarblogginu www.eldadivesturheimi.com. Hún segir að erfitt hafi verið að halda upp á afmælið í gegnum árin vegna þess að dagurinn falli oftast nær á verslunarmannahelgi, og því séu margir á ferðalögum á þessum tíma. Hún segir einnig að gjafalist- inn sé ekki langur þetta árið, helst vilji hún fá góðan mat að borða. „Það hefur ekki alltaf tekist þrátt fyrir margar tilraunir. Einu sinni lenti ég í því að fá skemmdan fisk þegar við ætluðum út að borða eitt- hvað fínt í tilefni dagsins. Sem betur fer heyrir slíkt til undantekn- inga,“ segir Nanna. Spurð um eftirminnilega afmælisgjöf segir hún: „Maðurinn minn gaf mér einu sinni nýja linsu á myndavélina mína og vinkonur mínar gáfu mér eitt sinn úrklippubók með myndum af okk- ur saman. Það var mjög skemmtilegt.“ agf@mbl.is Nanna Teitsdóttir er þrítug í dag Heimspekinemi Nanna býr nú á Akureyri eftir dvölina vestanhafs og ætlar að sjá KK í Lystigarðinum á sunnudaginn á Einni með öllu. „Markmiðið að borða góðan mat“ Íslendingar Kjartan Gunnar Kjartansson, islendingar@mbl.is Ábendingar um brúðkaup, afmæli, barnsfæðingar og önnur tímamót í lífi fólks má senda á netfangið islendingar@mbl.is. Einnig geta þeir, sem óska eftir því að nafn þeirra birtist ekki í þessum dálkum, sent beiðni þar að lútandi á sama netfang. Katrín Ósk Guð- laugsdóttir og Davíð Freyr Jónsson gengu í hjónaband í Möðrudalskirkju 20. júlí síðastlið- inn. Brúðkaup Hafnarfjörður Theodór Gauti og Elín Máney fæddust 20. október. Theodór Gauti vó 2.530 g og var 47 cm langur. Elín Máney vó 2.745 g og var 47 cm löng. Foreldrar þeirra eru Lovísa Karítas Magnúsdóttir og Brynjar Örn Steingrímsson. Nýir borgarar Einrúm Smiðjuvegi 9 · 200 Kópavogi · Sími 535 4300 · axis.is Opnunartími: mán. - fös. 9:00 - 18:00 Sófi úr hljóðísogsefni sem býr til hljóðskjól í miðjum skarkala opinna skrifstofurýma, auk þess að bæta hljóðvist rýmisins

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.