Morgunblaðið - 03.08.2013, Page 39
MENNING 39
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013
Menntaskólinn
við Hamrahlíð
www.mh.is
Danska/Danish (6 einingar/10 fein*), mán. 19. ágúst kl. 15:00.
Enska/English (9 einingar/15 fein*), mán. 19. ágúst kl. 17:00.
Franska/French (12 einingar/20 fein*) fös. 16. ágúst kl. 15:00.
Ítalska/Italian (12 einingar/20 fein*), fös. 16. ágúst kl. 15:00.
Norska/Norwegian (6 einingar/10 fein*), mán. 19. ágúst kl. 15:00.
Spænska/Spanish (12 einingar/20 fein*), fös. 16. ágúst kl. 15:00.
Stærðfræði/ Mathematics fim. 15. ágúst kl. 15:00.
(stæ103/5 fein, stæ203/5 fein , stæ263/5 fein)
Sænska/Swedish (6 einingar/10 fein*), mán. 19. ágúst kl. 15:00.
Þýska/German (12 einingar/20 fein*), fös. 16. ágúst kl. 15:00.
*hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi.
Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu
skólans í síma 595-5200 eftir 11. ágúst. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu.
Prófgjald, kr. 8000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskólans við Hamrahlíð í banka 323
hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi, nauðsynlegt er að fram komi
nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt.
PLACEMENT TESTS
Placement tests (for Secondary School credit) will be held at Menntaskólinn við Hamrahlíð in the sub-
jects listed above.
On-line registration takes place on the school website www.mh.is. For more information call the school
office tel. 595-5200 after August 11th. Everyone sitting the test must show an ID with a picture.
The fee, kr. 8000 per test, should be paid to the account of the Menntaskólinn við Hamrahlíð bank 323
– 26 – account no. 106, id. 460269-3509 before noon on the day of the test, except for Norwegian and
Swedish should be before noon on the day before the test. Please provide the name and identification
number of the examinee when paying. Only those that have paid can sit the exam.
Rektor.
STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2013
Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í
Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir:
AF TÓNLIST
Guðni Einarsson
gudni@mbl.is
Bandaríski kántrí- og gosp-elsöngvarinn Guy Penrodheldur tónleika á Kotmóti í
Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð á
sunnudagskvöld. Hann er unn-
endum svonefndrar Suðurríkja-
gospeltónlistar vel kunnur. Penrod
er nú á tónleikaferðalagi um Evr-
ópu og mun hann halda 14 tónleika
á Íslandi, í Svíþjóð, Noregi og
Hollandi.
Penrod varð þekktur sem for-
söngvari Gaither Vocal Band-
sönghópsins á árunum 1994-2008.
Bill Gaither, sem sönghópurinn er
kenndur við, er einn helsti núlifandi
höfundur trúarsöngva í Suður-
ríkjagospelstíl í Bandaríkjunum.
Hann samdi m.a. lagið „He Touched
Me“ (Hann snart mig) sem Elvis
Presley söng af innlifun.
Guy Penrod fæddist árið 1963og hóf hann söngferilinn
ungur að árum. Hann gerðist bak-
raddasöngvari í hljóðverum í Nash-
ville og víðar árið 1980 og söng m.a.
með Amy Grant, Shania Twain,
Kenny Chesney, Garth Brooks og
James Ingram svo nokkur séu
nefnd. Hann ferðaðist með Gaither
Vocal Band víða um heim og kom
fram á fjölda tónleika á sviði og í
sjónvarpi auk þess að syngja inn á
13 hljómplötur með sönghópnum.
Guy Penrod hætti í Gaither
Vocal Band í ársbyrjun 2009 og hóf
sólóferil. Fyrsta einsöngsplata
hans, Breathe Deep, kom út í ágúst
2009. Hún inniheldur kántrítónlist
með kristilegu ívafi. Í fyrra gaf
hann út plötuna Hymns sem geymir
þekkta sálma í sveitasöngstíl. Einn-
ig kom út safnplata með bestu lög-
um hans frá árunum í Gaither Vocal
Band.
Í æviágripi sem er birt á heima-
síðu Penrod (www.guypenrod.com)
segir m.a. að hann sé fæddur í Abi-
lene í Texas þar sem faðir hans var
baptistaprestur. Penrod ólst upp í
kirkjunni og þráði að hafa áhrif á
heiminn með einhverjum hætti.
„Ég komst að því nokkuð
snemma á ævinni að tónlistin var
góður farvegur fyrir mig,“ sagði
hann. Hann fór að syngja sem barn
og söng einnig í kirkjunni og skól-
anum. Hann nam við Liberty Uni-
versity í Virginíu og hlaut náms-
styrk vegna sönghæfileika sinna.
Hann gerðist söngkennari að loknu
námi áður en hann varð atvinnu-
tónlistarmaður. Penrod hóf feril
sinn í kántrítónlistinni og fékk síðar
mikinn frama innan Suður-
ríkjagospelsins. Tónlist hans í dag
ber sterkan keim af þessum bak-
grunni.
Guy Penrod var nýlega til-nefndur af National Quartet
Convention Music Awards sem ein-
söngvari ársins 2013. Penrod og
eiginkona hans, Angie, eiga átta
börn, sjö stráka og eina stelpu. Þau
búa á búgarði fjölskyldunnar í
Tennessee þar sem Penrod sinnir
bústörfum og ekur um á dráttarvél
og pallbíl á milli tónleikaferða.
Tónleikarnir hefjast klukkan
22.00 á sunnudagskvöld í Örkinni í
Kirkjulækjarkoti. Tveir bandarísk-
ir gítarleikarar koma með honum
til landsins en auk þeirra eru í
hljómsveitinni Óskar Einarsson
hljómborðsleikari, Páll E. Pálsson
bassaleikari og Brynjólfur Snorra-
son trommuleikari. Nánari upplýs-
ingar um tónleikana eru á
www.kotmot.is.
Kántrísálmar á Kotmóti
» Penrod hóf ferilsinn í kántrítónlist-
inni og fékk síðar mik-
inn frama innan Suð-
urríkjagospelsins.
Tónlist hans í dag ber
sterkan keim af þessum
bakgrunni.
Hæfileikaríkur Bandaríski kántrí- og gospelsöngvarinn Guy Penrod heldur tónleika á Kotmóti í Kirkjulækjarkoti í Fljótshlíð á sunnudagskvöld.
Austurríska listakonan Mercedes
Mühleisen opnar sýningu í sýning-
arsal Kunstschlager í dag, 3. ágúst,
klukkan 20. Á sama tíma mun Val-
gerður Sigurðardóttir sýna verk
sín á vegg í basarnum, en hún er
listamaður vikunnar að þessu sinni.
Sýning Mühleisen nefnist An
Object Lesson og býður upp á úr-
beinaða einingu sem þráir hlut-
gervingu, hægðatregðu-heimspek-
ing sem stefnir í andlega ævintýra-
reisu og brauðhleif sem sefur
einsamall, eins og segir í tilkynn-
ingu. Munu þar vera myndbönd, fí-
gúrur og hlutir til sýnis. Mercedes
Mühleisen fæst við skúlptúra, inn-
setningar, myndbandsverk og
gjörninga. Mikilvægur liður í sköp-
un hennar og smíði er að skapa að-
stæður þar sem fáránleikinn heimt-
ar sína eigin rökfræði.
List Mercedes Mühleisen opnar sýn-
ingu sína í kvöld klukkan átta.
Úrbeinuð eining í
Kunstschlager