Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 03.08.2013, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 2013 Hvenær breytti rokk-hljómsveit síðast heim-inum?“ spurði tímaritiðForeign Policy þegar það setti hljómsveitina Pussy Riot í 16. sæti yfir 100 helstu áhrifavalda í heiminum í fyrra. Rússneska hljómsveitin Pussy Riot komst í heimsfréttirnar þegar þrír félagar úr henni voru hand- teknir og dregnir fyrir dóm fyrir uppákomu í dómkirkju frelsarans í Moskvu. Í heimildamyndinni Pussy Riot: Pönkbæn segir frá atvikinu í kirkjunni og réttarhöldunum. Endurspeglar ástandið Hljómsveitin hafði varla náð að spila í mínútu þegar flutningur hennar var stöðvaður. María Aljok- ína og Nadesjda Tolokonnikova voru dæmdar í tveggja ára fangelsi og Jekaterína Samútsevitsj hlaut skilorðsbundinn dóm fyrir að flytja lagið Pönkbæn í kirkjunni. Í laginu gagnrýna þær valdabandalag ríkis og kirkju í Rússlandi. Myndin sýnir hvernig þunglama- legum hrammi ríkisins er beitt af afli til þess að kæfa andófsraddir þriggja, ungra kvenna líkt og fall- byssu sé beint að spörfuglum og auðvelt að líta á hana sem dæmi- sögu um það hvernig stjórnvöld í Rússlandi bregðast við gagnrýni. Í fyrstu sýna þær iðrun og biðj- ast afsökunar á athæfi sínu, en þeg- ar líður að lokum réttarhaldanna eru þær farnar að svara fullum hálsi og skjóta beittum örvum að kerfinu sem hyggst þagga niður í þeim. Hefði þessi uppákoma orðið á Ís- landi hefði orðið fjaðrafok sem síð- an hefði lognast út af. Í Rússlandi var málið sett í allt annað sam- hengi. Stúlkurnar höfðu gert atlögu að trúnni, sem bæld hafði verið nið- ur á tímum Sovétríkjanna, í kirkju. Hefðu þær troðið upp í mosku hefðu þær mátt sæta skelfilegum örlögum af hendi öfgamanna, mála- gjöldin fyrir guðlastið í kirkjunni væru mildileg í samanburði. Þótt Aljokína og Tolokonnikova sitji í fangelsi og Samútsevitsj sé á skilorði er hljómsveitin ekki af baki dottin. Um miðjan júlí birti hljóm- sveitin nýtt myndband á vefnum Youtube þar sem ráðist er gegn spillingu í olíuiðnaðinum, klíkuskap í Kreml og Gerard Depardieu, sem hrósaði Valdimír Pútín forseta, sem veitti franska leikaranum rússneskt ríkisfang þegar hann kvartaði und- an skattpíningu í Frakklandi, fyrir að taka hart á Pussy Riot. Broddfluga verður fleinn Á myndbandinu hylur hljómsveitin andlit sín eins og alltaf þegar hún kemur fram þannig að ekki er ljóst hver er á bak við mótmælin. Þannig getur hljómsveitin Pussy Riot verið í fangelsi og í fullu fjöri á sama tíma. Í myndinni er sýnt hvernig rússnesk stjórnvöld gerðu brodd- flugu að fleini í holdi sínu. Bíóparadís Pussy Riot: A Punk Prayer bbbmn Heimildamynd. Leikstjórar: Mike Lerner og Maxím Posdorovkín. Bretland og Rússland, 2013. 88 mínútur. KARL BLÖNDAL KVIKMYNDIR Pönkbæn Félagar úr rússnesku hljómsveitinni Pussy Riot á æfingu. Í sam- nefndri heimildamynd segir frá réttarhöldunum yfir hljómsveitinni. Fallbyssu beint að spörfuglum Verslunarmannahelgin er án nokk- ur vafa ein stærsta ferðahelgi árs- ins hjá Íslendingum. Útihátíðir og skemmtanir verða um allt land og landsmenn nota margir þessa þriggja daga helgi til skemmtana og afslöppunar á landsbyggðinni. Stór hópur fólks heldur sig þó í höfuðborginni og verður nóg um að vera fyrir þá sem ekki ætla að heimsækja landsbyggðina heim um helgina. Þriggja daga tónlistar- hátíð verður haldin um verslunar- mannahelgina í bakgarðinum á Dillon. Þétt og góð dagskrá er alla helgina með tónlistarmönnum eins og Botnleðju, Leaves, Brain Police, Blaz Roca, Vintage Caravan, Dimmu, Esju o.fl. góðar hljóm- sveitir munu stíga á svið. Fjörið hófst í gærkvöldi en heldur áfram í kvöld og á morgun. Aðstandendur hátíðarinnar segja því fólki að voga sér ekki að fara úr bænum. Morgunblaðið/Kristinn Hátíð Margar frábærar hljómsveitir munu spila á Dillon, m.a. Botnleðja. „Vogið ykkur ekki að fara úr bænum“ Um þessar mund- ir er leiksýningin Djúpið eftir Jón Atla Jónasson sýnd í Hörpu á ensku. Einleikur- inn hefur hlotið mikið lof undan- farin ár á Íslandi, í Danmörku og Þýskalandi auk þess sem verkið vann Grímuna sem útvarpsverk ársins og Norrænu út- varpsleikhúsverðlaunin árið 2011 sem besta útvarpsleikritið á Norðurlöndunum. Sýningin er nú sýnd á ensku í Hörpu í flutningi Stefáns Halls Stefánssonar. Djúpið sýnt á ensku í Hörpu Stefán Hallur Stefánsson Sýning Richards Ashrowans og Pat Law, The Fixed & The Volatile, verður opnuð í dag klukkan 15 í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Sýning Richards Ashrowans og Pat Law byggir á nýlegum verkum þar sem þau samþætta vídeóinnsetningar, hljóðmyndir og salt-teikningar. Kjarni sýningarinnar er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfimyndar og kyrrmyndar eða kyrrðar. Kyrrð í Verksmiðju EGILSHÖLLÁLFABAKKA RED2 KL.5:40-8-10:30 RED2VIP KL.3-5:30-8-10:30 GAMBIT KL.6-8:30-10:30 PACIFICRIM3D KL.5:15-8-10:45 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL3D KL.1-3:20 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-2-3:20-5:40 MONSTERS UNIVERSITY ENSTAL2D KL.1:20 - 3:40 WORLDWARZ2D KL.6-8-10:30 THELONERANGER KL.10:20 SAMMY2 ÍSLTAL2D KL.2-4TILBOÐ400KR. KRINGLUNNI SMURFS 2 ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 - 8 SMURFS 2 ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:20 - 5:40 RED 2 KL. 8 - 10:30 GAMBIT KL. 8 PACIFIC RIM 2D KL. 10:20 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1:20 - 3:40 WORLD WAR Z 2D KL. 10 THE BIG WEDDING KL. 6 RED 2 KL. 8 - 10:30 SMURFS 2 ÍSLTAL3D KL. 12:40 - 3 - 5:30 SMURFS 2 ÍSLTAL2D KL. 1 - 3:20 - 5:40 THE WOLVERINE 3D KL. 5:20 - 8 - 10:40 PACIFIC RIM 3D KL. 8 - 10:45 MONSTERS UNIV. ÍSLTAL KL. 2D: 1-3:20-5:40 3D:12:40-3 WORLD WAR Z 2D KL. 8 - 10:30 NÚMERUÐ SÆTI MERKTAR MEÐ GRÆNU OG APPELSÍNUGULU Í BÍÓAUGLÝSINGUM SAMBÍÓA KR. 1000 Á GRÆNT OG KR. 750 Á APPELSÍNUGULT SPARBÍÓ AKUREYRI RED 2 KL. 8 - 10:30 GAMBIT KL. 8 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL3D KL. 1 - 3:20 - 5:40 MONSTERS UNIVERSITY ÍSLTAL2D KL. 2 WORLD WAR Z 3D KL. 10 THE LONE RANGER KL. 5 KEFLAVÍK RED2 KL.8-10:10 SMURFS2 ÍSLTAL3D KL.1-3:20-5:40 THEWOLVERINE3D KL.10:30 MONSTERSUNIVERSITY ÍSLTAL2D KL.1-3:20-5:40 GROWNUPS2 KL.8 TRYGGÐU ÞÉR MIÐA Á STÓRKOSTLEG TEIKNIMYND FRÁ SNILLINGUNUM HJÁ DISNEY/PIXAR  ROGER EBERT SÝND MEÐ ÍSLENSKU OG ENSKU TALI Í 2D OG 3D BRUCE WILLIS ÁSAMT HEILU HERLIÐI AF LEIKURUM ERU FRÁBÆR Í ÞESSARI MÖGNUÐU GRÍN/SPENNUMYND „JAFNVEL SKEMMTILEGRI EN FYRRI MYNDIN“ CHICAGO SUN-TIMES SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI Í 2D OG 3D ÞESSI DAGSKRÁ GILDIR FRÁ LAUGARDAG 3. - MÁNUDAG 5. ÁGÚST 10 16 12 Roger Ebert Empire Entertainment Weekly Stórkostleg teiknimynd frá snillingunum hjá Disney/Pixar - Sýnd með íslensku í 2D og 3D SÝND Í 3D OG 2D MEÐ ÍSLENSKU TALI -bara lúxus sími 553 2075 www.laugarasbio.is Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar L L L L ONLY GOD FORGIVES Sýnd kl. 8 - 10 STRUMPARNIR 2 3D Sýnd kl. 2 STRUMPARNIR 2 2D Sýnd kl. 2 - 5 GROWN UPS 2 Sýnd kl. 5 - 8 R.I.P.D. 3D Sýnd kl. 8 - 10 SKRÍMSLA HÁSKÓLINN 2D Sýnd kl. 2 - 5 THE HEAT Sýnd kl. 10:10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.