Morgunblaðið - 03.08.2013, Qupperneq 44
LAUGARDAGUR 3. ÁGÚST 215. DAGUR ÁRSINS 2013
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0
Í LAUSASÖLU 745 ÁSKRIFT 4680 HELGARÁSKRIFT 2900 PDF Á MBL.IS 4470 I-PAD ÁSKRIFT 4470
VEÐUR » 8 www.mbl.is
»MEST LESIÐ Á mbl.is
1. Baldvin hafnað 2.000 sinnum
2. „Þetta er algjört einelti“
3. Lúxushótel Óla slær í gegn
4. Ungt par vann tæpar 20 milljónir
Stuðmenn hafa margsinnis haldið
stórtónleika í Fjölskyldu- og hús-
dýragarðinum um verslunarmanna-
helgi en tónleikarnir sunnudaginn 4.
ágúst eiga að verða þeir glæstustu til
þessa. Félagarnir Ragnhildur, Egill,
Valgeir, Jakob, Tómas og Ásgeir njóta
ekki bara liðsinnis þriggja gæru-
klæddra söng-Grýlna, gítarsnillings-
ins Guðmundar Péturssonar og
hljómborðs- og slagverksmeistarans
Eyþórs Gunnarssonar, heldur munu
æskulýðshetjurnar Sveppi og Villi
bæði syngja og stíga villtan gó-gó-
dans með Stuðmönnum. Tónleikarnir
hefjast kl. 20 og lýkur kl. 22.
Morgunblaðið/Ómar
Stefnir í stórkostlegt
Stuðmannaball
Morgunblaðið kemur næst út þriðju-
daginn 6. ágúst. Fréttaþjónusta verður
um verslunarmannahelgina á fréttavef
Morgunblaðsins, mbl.is. Hægt er að
koma ábendingum um fréttir á net-
fangið netfrett@mbl.is.
Þjónustuver áskrifta er opið í dag,
laugardag, frá 8-13 en lokað á sunnu-
dag og mánudag. Það verður opnað á
ný þriðjudaginn 6. ágúst kl 7. Net-
fangið er askrift@mbl.is.
Blaðberaþjónusta verður opin í dag,
laugardag, frá 5-11, og opnuð á ný
þriðjudaginn, 6. ágúst, kl. 5. Netfang
blaðberaþjónustu er bladberi@mbl.is
Hægt er að bóka dánartilkynningar
á mbl.is. Símanúmer Morgunblaðsins
er 569-1100.
Fréttaþjónusta á
mbl.is um helgina
FÓLK Í FRÉTTUM
VEÐURÍÞRÓTTIR
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Skýjað og smávæta norðaustan til en léttskýjað að mestu fyrir
sunnan og vestan. Rigning eða súld austanlands. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast suðvestan til.
Á sunnudag Bjartviðri suðvestan- og vestanlands, annars skýjað og dálítil rigning norð-
austan til. Hiti 4-15 stig, hlýjast sunnanlands. Á mánudag (frídag verslunarmanna)
Rigning allra syðst, skýjað með köflum vestast. Hiti 4-14 stig, hlýjast suðvestan til.
Á þriðjudag Skýjað að mestu og rigning suðvestan til. Hiti 3-14 stig, hlýjast vestan til.
Á miðvikudag Rigning sunnan- og vestanlands. Hiti 7-14 stig, hlýjast á Norðausturlandi.
Íslenskir golfarar sýndu mikla takta
innan vallar sem utan á Íslands-
mótinu í höggleik sem lauk um síð-
ustu helgi á Korpúlfsstaðavelli.
Þar fór fremstur í flokki kóngurinn
í íslensku golfi, Birgir Leifur Hafþórs-
son, sem var ávallt reiðubúinn að
gefa af sér til yngri kylfinga alla
helgina. Hann sýndi gott fordæmi
sem aðrir fylgdu eftir. »3
Mega vera stolt af kóng-
inum og sendiherrunum
Sölvi Geir Ottesen, lands-
liðsmaður í fótbolta, samdi
í vikunni við rússneska úr-
valsdeildarliðið FC Ural frá
Ekaterínborg sem er 4.200
kílómetra frá Reykjavík.
Miðvörðurinn sterki viður-
kennir að þetta sé fjári
langt í burtu frá flestu sem
hann þekkir en hann er
spenntur fyrir því að geta
aftur farið að spila fótbolta
og það í góðri deild. »2
Spenntur fyrir
nýju verkefni
„Þetta eru þannig meiðsli að ég get
hlaupið og gert aðrar æfingar en má
ekki fá högg á öxlina. Það er erfitt að
mega ekki fara í fótbolta með strák-
unum. Aðalmálið er að styrkja þetta
þannig að þetta komi ekki fyrir aftur.
Maður reynir að halda hausnum í lagi
og vera bara jákvæður,“ segir lands-
liðsfyrirliðinn Aron Einar
Gunnarsson meðal ann-
ars um axlarmeiðslin í
spjalli við íþróttablað
Morgunblaðsins í
dag. »4
Löng innköst Arons
líklega úr sögunni
Sigurður Bogi Sævarsson
sbs@mbl.is
„Veiðimenningin hefur breyst; vit-
undin fyrir vernd náttúrunnar og
að njóta hennar ekki síður en nýta
er mun sterkari en áður. Fyrir
fáum árum hefði fólki varla þótt
koma til greina að sleppa veiddum
laxi. Vildi sitja að bráðinni. Í dag
þykir þetta hins vegar sjálfsagt,
enda er þessi háttur hafður á í æ
fleiri ám. Þetta skilar sér líka í því
að fiskgengd hér í ánni hefur aukist
til muna á síðustu árum,“ segir Ein-
ar Sigfússon.
Á með ævintýrablæ
Líðandi sumar er það sautjánda
sem Einar er í veiðinni vestur í
Hnappadal – en það var haustið
1996 sem hann eignaðist helming
Haffjarðarár og Oddastaðavatns –
auk 50% hlutar í átta jörðum við
ána. Hitt átti og á Óttar Yngvason
hæstaréttarlögmaður. Haffjarðará
hefur í tímans rás þótt ein besta
laxveiðiá landsins og haft yfir sér
ákveðinn ævintýrablæ.
Veðrátta í sumar hefur verið öll-
um veiðiskap í vil. Komið hafa
hressilegir rigningardagar en þess
á milli sólarstundir, eins og var
þegar Morgunblaðið var fyrir vest-
an í vikunni.
Um 2.000 fiskar á sumri
„Þetta verður gott sumar. Það
fyrsta sem ég var hér, það er 1997,
veiddust 528 laxar. Strax þá settum
við þá meginreglu að sleppa skyldi
öllum laxi sem veiddist – nema hvað
menn mega taka einn smálax á dag.
Þessi stefna skilaði fljótt árangri.
Um aldamótin voru hér farnir að
veiðast á bilinu 1.000 til 1.300 fiskar
á sumri og nú seinni árin 1.500 til
2.000 hvert sumar. Síðasta ár var
hér heldur minni veiði en vanalega,
eins og annars staðar hér vestra þó
Haffjarðaráin hafi komið langbest
út af Vesturlandsám,“ segir Einar
sem leggur áherslu á hóflega nýt-
ingu. Þannig er leyfi fyrir átta
stöngum í ánni, en aðeins er veitt á
sex. Veiðitímabilið hefst um miðjan
júní og lýkur 12. september.
Komst ungur á bragðið
„Bretar og Bandaríkjamenn eru
áberandi meðal þeirra sem hingað
koma í veiði. Einnig mæta Íslend-
ingar hingað í nokkrum mæli og allt
þetta fólk vill góða þjónustu og við-
urgjörning. Því fylgja leiðsögumenn
hverjum veiðimanni eftir og vísa á
þá staði þar sem helst er veiðivon.
Og svo hefur veiðihúsið hér á Geit-
eyri auðvitað ákveðið aðdráttarafl,“
segir Einar Sigfússon sem hefur
verið viðloða veiði síðan í barnæsku.
Hann er uppalinn á Selfossi og stóð
sem strákur löngum stundum á
bökkum Ölfusár. Komst þar á
bragðið og æ síðan hefur veiðiskap-
ur verið mikið áhugamál Einars.
Sautján sumur við Haffjarðará
Fiskgengdin
hefur aukist, segir
Einar Sigfússon
Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Veiðimaður Það veiðist vel fyrir vestan og sleppingar á laxi hafa skilað árangri, segir Einar Sigfússon, eigandi Haf-
fjarðarár. Í baksýn sjást áin og Rauðamelskúlan, sem Einar kallar svo, sem setur sterkan svip á umhverfið þarna.
Rautt og bárujárnsklætt veiðihúsið
við Haffjarðará, sem er á hægri
hönd þegar ekið er vestur á Snæ-
fellsnes, grípur augað. Það var reist
1918 á vegum Thors Jensens sem
lét að sér kveða á Snæfellsnesi með
jarðakaupum. Húsið á Geiteyri, sem
lengi var í eigu Thorsættarinnar,
þótti á sínum tíma veglegt og
glæsilegt og er raunar enn – öld
síðar – og í tímans rás hefur því og
öðrum byggingum á svæðinu verið
vel við haldið „Hér eru ýmsir munir
frá tímum Thorsaranna. Þá höfum
við í öndvegi og viljum þannig sýna
sögunni virðingu,“ segir Einar.
Frá tímum Thorsaranna
GLÆSILEGT HÚS Á GEITEYRI