Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 1

Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 1
L A U G A R D A G U R 7. S E P T E M B E R 2 0 1 3  208. tölublað  101. árgangur  KENNIR ÍSLEND- INGUM AÐ RÆKTA BÝFLUGUR ANDLAUS LISTA- MAÐUR HVÍLDI SIG Í LÖGFRÆÐI BJARNABÚÐ ER EIN ELSTA KJÖR- BÚÐ LANDSINS SUNNUDAGUR BOLUNGARVÍK 22EYVIND PEDERSEN 10 ÁRA STOFNAÐ 1913  Gangi áætlanir eft- ir mun framleiðsla á laktósafríum mjólk- urvörum hefjast í Bolungarvík í næstu viku. Þar hefur Mjólkurvinnslan Arna komið sér fyrir í húsnæði þar sem áður var rekin rækjuverksmiðja. »22 Nettmjólk frá Bol- ungarvík á markað Á barnsaldri » Lögregla stöðvaði nýverið kannabissamkvæmi í bílskúr heima hjá 13 ára unglingi. Hann hafði skroppið heim í frí- mínútum með félögunum. » Dæmi eru um að börn niður í 14 ára sprauti sig með hörð- um fíkniefnum hér á landi. Orri Páll Ormarsson orri@mbl.is Þeir sem til þekkja eru sammála um að undirheimar Íslands séu að taka hröðum breytingum og líkist sífellt meira því sem tíðkast á meg- inlandi Evrópu. Angi af því sé ekki bara aukin harka heldur líka vopnaburður og kúgun af ýmsu tagi. Dæmi eru um að fé sé kúgað út úr fyrirtækjum eða einstakling- um gegn vernd. Þá þykir ljóst að helstu gerendur í undirheimum Ís- lands séu farnir að hugsa stærra en áður, það er út fyrir landstein- ana. Þetta kemur fram í Sunnu- dagsblaði Morgunblaðsins. Eins og botnlaus hít Það er líka áhyggjuefni að ís- lenski fíkniefnamarkaðurinn þykir fljótur að jafna sig eftir aðgerðir lögreglu. Sé einn hópur fíkniefna- sölumanna laskaður eða jafnvel upprættur tekur bara annar við. Einn viðmælenda blaðsins orðar það svo að markaðurinn sé „eins og botnlaus hít“. Karl Steinar Valsson, yfirmaður fíkniefnadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir þetta þjóðhagslega spurningu. „Er ekki ávinningur í því fyrir íslensku þjóð- ina að fara í hart átak gegn skipu- lagðri brotastarfsemi og yrði því fé ekki vel varið? Viljum við hafa þessa starfsemi hangandi yfir okkur?“ Kúgun og vopnaburður  Skipulagðri glæpastarfsemi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi  Ekki bara aukin harka heldur líka vopnaburður  Glæpamenn hugsa út fyrir landsteinana Íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu vann það ótrúlega afrek í gærkvöld að vinna upp þriggja marka forskot Svisslendinga í Bern og ná jafn- tefli á ævintýralegan hátt, 4:4. Jóhann Berg Guð- mundsson skoraði þrennu í leiknum og hér fagna Aron Einar Gunnarsson fyrirliði og Gylfi Þór Sigurðsson einu markanna með honum. Ísland er nú í ágætri stöðu í baráttunni um að komast áfram úr riðlinum. » Íþróttir AFP Ævin- týralegt jafntefli  „Við náum aldrei viðvarandi hag- vexti á Íslandi þegar fjárfestingin er svona veik. Það er algert lykil- atriði að örva hana,“ segir Þor- steinn Víglundsson, framkvæmda- stjóri Samtaka atvinnulífsins. Hagstofa Íslands birti tölur í gær þar sem fram kemur að fjárfesting dróst saman um 13% á fyrstu sex mánuðum ársins. Samdráttinn mið- að við sama tíma í fyrra megi þó að miklu leyti rekja til mikils innflutn- ings á skipum og flugvélum sem þá átti sér stað. Ef horft er framhjá fjárfestingu í skipum og flugvélum, jókst fjárfesting hér á landi um 4,1%. »6 Lykilatriði að örva fjárfestingu Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki breytt. Er það mat stjórnar samtakanna Beint frá býli. Sam- tökin gagnrýna framkomu Mat- vælastofnunar gagnvart heima- vinnsluaðilum í mjólkurúrvinnslu en stuðst er við sömu eftirlitslöggjöf hvort sem verið er að skoða stórar afurðastöðvar eins og Mjólkursam- söluna eða lítinn heimavinnsluaðila. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli og formaður sam- takanna Beint frá býli, segir þetta aðför að litlum fyrirtækjum í land- inu. Kröfurnar til þeirra séu miklar og ekki víst að þau beri þann kostn- að sem þær geta haft í för með sér. „Verði þetta raunveruleikinn sem bændur þurfa að búa við sé ég ekki fram á annað en að menn annað- hvort hætti eða fari með starfsemi neðanjarðar.“ »4 Kröfur og kostnaður  Strangt eftirlit með heimavinnsluStefán G. Sveinsson sgs@mbl.is Það vinnur gegn uppbyggingu félagslegra íbúða í Kópavogi að ríkið skuli hafa lögfest að skuldir vegna íbúðakaupa séu taldar með þegar hlutfall skulda af tekjum bæjarins er gert upp. Sveitarfélagið geti enda selt íbúðir hvenær sem er og fengið raunvirðið til baka. Á sama tíma aukist þörf fyrir félagslega aðstoð í Kópavogi, að sögn Ármanns Kr. Ólafssonar bæjarstjóra í Kópavogi. Hann hefur lagt til við Illuga Gunnarsson, mennta- og menningar- málaráðherra, að Náttúruminjasafn Íslands verði í Kópavogi og samein- ist Náttúrufræðistofu Kópavogs undir sama þaki. „Náttúrufræðistofa Kópavogs, sem er eina alhliða náttúrugripa- safnið á höfuðborgarsvæðinu, er í nýju og sérhönnuðu húsnæði og yrði mikil hagræðing af því fyrir alla að flytja Náttúruminjasafn Íslands þangað,“ segir Ármann. Hann bendir á að hægt yrði að rýma fyrir safninu með því að flytja Bókasafn Kópavogs nær Smáralind. Það þjóni íbúunum betur en núver- andi staðsetning. »20-21 Vill náttúrusafn í Kópavog  Uppgjörskrafa hamlar smíði félagslegra íbúða í Kópavogi Morgunblaðið/Kristinn Bæjarstjóri Ármann Kr. Ólafsson vill náttúruminjasafn í Kópavog.  Gæsla á landamærum Eistlands og Rússlands við ána Narva í Eist- landi er ófullnægjandi og brýnt er að bæta þar úr. Landamærin eru hluti af ytri landamærum Schen- gen-svæðisins. Alda Hrönn Jóhannsdóttir, yfir- maður lögfræðisviðs lögreglu- stjórans á Suðurnesjum, sótti í vor ráðstefnu um mansal í Eistlandi og skoðaði m.a. landamærastöð við Narva. Hún segir að eistnesk stjórnvöld séu meðvituð um vand- ann, en það hafi komið henni á óvart hversu lítil fyrirstaða sé á landamærunum. Slæleg gæsla á landamærunum þýði m.a. að auðveldara sé fyrir austur-evrópsk glæpasamtök að at- hafna sig þar, m.a. til að stunda mansal. »14 Lítil fyrirstaða á Schengen- landamærum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.