Morgunblaðið - 07.09.2013, Síða 2
Atli Vigfússon
Laxamýri
Kvígur og fullorðnar kýr kunna vel
að meta útivist og á Norðurlandi
hefur viðrað vel fyrir nautgripi í
sumar. Margir bændur láta fyrsta-
kálfskvígur bera á haustin þegar
heyskap lýkur og ef haustið er gott
bera þær sumar úti.
Kýr eru hópdýr, en áður en þær
taka sóttina færa þær sig út úr hópn-
um og finna sér stað til þess að bera
kálfinum. Það gerði kvígan Flóra á
Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu
sem fór út í móa til að bera sínum
fyrsta kálfi. Flóra er grá á litinn og
kálfurinn sem hún bar er sægrár.
Burðurinn gekk vel og þegar að
var komið var kálfurinn kominn á
spena og hinn sprækasti. En með
burðinum lauk útivistinni í bili og
var Flóra rekin heim í fjós til mjalta.
Kálfurinn fylgdi auðvitað með en
þegar um litla fætur er að ræða get-
ur leiðin verið löng og því var brugð-
ið á það ráð að koma honum heim á
bæ í hjólbörum. Eflaust hefur það
verið hin mesta skemmtiferð.
Ljósmynd/Atli Vigfússon
Í rólegheitum Kvígan Flóra á Laxamýri í Suður-Þingeyjarsýslu fór út í móa til að bera sínum fyrsta kálfi. Burðurinn
gekk vel og með honum er Flóra orðin mjólkandi kýr. Flóra er grá á litinn og kálfurinn sem hún bar er sægrár.
Í börum Þegar um litla fætur er að ræða getur verið langt heim í fjós og
þá er betra að hafa „barnavagn“ sér við hlið til þess að létta ferðalagið.
Haust-
burður í
haganum
Flóra bar sínum fyrsta kálfi úti í móa við Laxamýri
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson, ritstjorn@mbl.is Viðskipti Agnes Bragadóttir, vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is Íþróttir
Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Guðrún Hálfdánardóttir, Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Flókin kolvetni
68,6 g kolvetni í 100 g
Sjá vöðvum líkamans
og heilafrumum
fyrir orku.
ORKA SEM ENDIST
Weetabix er frábær leið til að
byrja daginn. Veldu næringar-
ríkan morgunverð sem heldur
þér gangandi fram að hádegi. •
•
PIPA
R\TBW
A
•
SÍA
•
120578
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Launavísitala fjármálageirans var
7,7% hærri í lok 2. ársfjórðungs en á
sama tíma í fyrra, að því er fram kem-
ur í nýjum tölum Hagstofunnar. Til
samanburðar hækkaði launavísitalan
í samgöngum um 6,4% á sama tíma,
um 6% í mannvirkjagerð, um 5,9% hjá
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki og
um 5,4% í iðnaði.
Sé þróunin milli 1. og 2. ársfjórð-
ungs skoðuð sést að vísitalan hækkaði
mest í samgöngum eða um 2,4% en
um 2% í fjármálageiranum. Laun hjá
þjónustu-, sölu- og afgreiðslufólki
hækkuðu um 1,7% á þessum tíma, um
1,4% í mannvirkjagerð og um 1,2% í
iðnaði.
Samgöngur hafa hækkað mest
Sé þróunin frá 1. ársfjórðungi 2009
skoðuð kemur í ljós að launavísitalan
hefur hækkað mest í samgöngum eða
um 38,6%, um 38,5% í fjármálageir-
anum, um 30,1% hjá þjónustu-, sölu-
og afgreiðslufólki, um 29,9% í iðnaði
og um 20,2% í mannvirkjagerð.
Spurður út í þessa þróun segir Þor-
steinn Víglundsson, framkvæmda-
stjóri Samtaka atvinnulífsins, að
launavísitalan hafi hækkað að jafnaði
um 34,7% á almennum markaði frá 1.
ársfjórðungi 2008 til 2. ársfjórðungs í
ár en 35,8% í fjármálageiranum. Það
geri að meðaltali um 6% hækkun á ári
sem sé langt umfram aukningu í verð-
mætasköpun á tímabilinu.
„Yfir það heila má segja að laun
hafi verið að hækka alltof mikið og
verðbólga að sama skapi verið of há.
Það hefur mikið verið rætt um launa-
skrið á fjármálamarkaði. Þegar horft
er lengra aftur, til ársbyrjunar 2008,
sést að launaþróunin á fjármálamark-
aði er mjög svipuð launaþróun á al-
mennum markaði, hækkunin er u.þ.b.
35% á báðum þessum mörkuðum.
Ef skoðuð eru styttri tímabil er
fjármálageirinn að hækka meira en
almenni markaðurinn og það virðist
sem fjármálageirinn hafi setið eftir
2008 og 2009 en síðan fengið leiðrétt-
ingar. Það er áberandi að mann-
virkjageirinn hefur setið eftir frá
2008, sem endurspeglar erfiða stöðu
greinarinnar.“
Launavísitala fjármála-
geirans hækkar mest
Var 7,7% hærri á öðrum ársfjórðungi en á sama tíma 2012
Morgunblaðið/Golli
Grunnurinn frá 2005
» Grunnur vísitölunnar er
meðaltal ársins 2005 og mið-
ast hún þá við 100.
» Hún byggir á könnun í iðn-
aði, byggingarstarfsemi og
mannvirkjagerð, verslun og
viðgerðarþjónustu, sam-
göngum og flutningum og fjár-
málaþjónustu og hjá lífeyris-
sjóðum og vátryggingum.
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
„Við hófum að setja upp vinnubúðir
við Eskifjörð í vikunni,“ segir Dofri
Eysteinsson, framkvæmdastjóri
Suðurverks, um undirbúning fram-
kvæmda við gerð Norðfjarðarganga.
Dofri segir stefnt að því að hefja
framkvæmdir Eskifjarðarmegin um
miðjan nóvember og er ætlunin að
opna göngin í september 2017. Þau
verða 7,9 kílómetra löng með veg-
skálum.
Að sögn Dofra munu 35-40 manns
vinna við verkefnið að jafnaði og
verður um helmingurinn tékkneskir
starfsmenn verktakafyrirtækisins
Metrostav. Koma Tékkarnir frá
Finnlandi þar sem þeir leggja nú
lokahönd á gangagerð.
Félögin tvö, Suðurverk og Metro-
stav, áttu lægsta tilboðið í gerð
ganganna en það hljóðar upp á 9,3
milljarða króna. Dofri segir að-
spurður að upphæðin sé verðtryggð
miðað við byggingarvísitölu sem
ætla megi að verði 4-5% á verk-
tímanum.
Reiknað er með að sprengdir
verði um 60 metrar á viku en göngin
verða styrkt með steypulagi og
komið fyrir vatnsklæðningu, líkt og
til dæmis í Hvalfjarðargöngum.
Notað í vegagerð
Efni sem til fellur úr göngunum
Eskifjarðarmegin verður notað í
vegagerð og landfyllingar við höfn-
ina. Norðfjarðarmegin verður efnið
hins vegar notað í gerð 3,5 km vegar
og það sem ekki nýtist sett til hliðar.
Dofri segir göngin munu verða
bylting í samgöngum landshlutans.
Gangagerð að
hefjast eystra
Vinnubúðir eru að rísa við Eskifjörð
Makrílvertíðin er langt komin og lítið eftir af kvótum flestra skipanna.
Aflareynsluskipin leggja því áherslu á síldina og taka það sem eftir er af
makrílnum sem meðafla á síldveiðum. Krókabátar mega veiða makríl til
20. september án hámarks skv. breytingum á reglugerð frá því í lok ágúst.
Í gær var verið að landa afla úr Lundey NS á Vopnafirði og að sögn Arn-
þórs Hjörleifssonar skipstjóra var skipið með um 600 tonn af síld og makríl
í veiðiferðinni. Hann segir í samtali á heimasíðu HB Granda að síðustu tvö
holin hafi verið tekin djúpt austur af Austfjörðum og þar hafi verið mok-
veiði, um 70% síld og um 30% hafi verið makríll.
Makrílvertíðin er langt komin
Íslenskir aðalverktakar leggja nú lokahönd á frágang við Hörpu. Liður í
þeirri vinnu er að fjarlægja hluta landfyllingar og er nú unnið að dýpk-
unarframkvæmdum austan Hörpu. Að sögn Sigurðar Ragnarssonar hjá
tæknisviði ÍAV mun verkið taka um tvo mánuði.
,,Þetta er lokahnykkur í að fjarlægja fyllingu sem vinnubúðirnar okkar
stóðu á. Þetta er efni sem við grófum upp úr grunninum við Hörpu og feng-
um að setja þarna til hliðar,“ segir Sigurður. Til verksins er notuð grafa á
pramma og er efninu mokað upp úr sjónum.
ÍAV skilaði af sér byggingu Hörpu árið 2011 en bygging hennar hófst
um sumar árið 2006. vidar@mbl.is
Morgunblaðið/Rósa Braga
Fyllingu mokað úr sjónum