Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 07.09.2013, Qupperneq 4
SVIÐSLJÓS Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Heimavinnsla gæti lagst af hér á landi ef eftirliti með henni verður ekki breytt. Er það mat stjórnar samtakanna Beint frá býli sem er félag heimavinnsluaðila sem stunda sölu afurða beint frá býli bóndans. Samtökin gagnrýna framkomu Matvælastofnunar (MAST) gagn- vart heimavinnsluaðilum í mjólk- urúrvinnslu. En stofnunin hefur tekið við eftirliti með helstu heimavinnsluaðilum sem framleiða úr mjólk af Heilbrigðiseftirlitinu. Gagnrýnin snýr að því að MAST styðst við sömu skoðunarhandbók fyrir matvæli úr dýraríkinu og stofnunin notar við skoðun á stóru afurðastöðvunum eins og Mjólkur- samsölunni. Í þeirri bók sé ekki gert ráð fyrir að smáframleiðend- ur fái neinar tilslakanir frá ákvæð- um þeim sem í henni er að finna, gildir það sama hvort sem fram- leitt er úr einu tonni á ári eða á klukkutíma. Í bókun frá nýlegum fundi sam- takanna Beint frá býli kemur fram að MAST hafi gert atlögu að a.m.k. tveimur framleiðendum þar sem verulegar athugasemdir voru gerð- ar jafnvel þótt báðir hafi verið með gild starfsleyfi án athugasemda. „Verði eftirlit með allri heima- vinnslu grundvölluð á þessari skoð- unarhandbók, má búast við að heimavinnsla leggist af,“ segir í bókuninni. Sveigjanleiki í eftirlitinu Sigurður Hansson forstöðumað- ur matvælaöryggis- og neytenda- málasviðs Matvælastofnunar, segir að ný löggjöf varðandi búfjárafurð- ir hafi tekið gildi 1. nóvember 2011. MAST hafi gert framsalssamninga við Heilbrigðiseftirlitið en þeim samningum hafi verið sagt upp í fyrrahaust vegna endurskoðunar og hafi ekki verið framlengdir svo MAST fer nú með eftirlitið. En það á ekki að skipta máli hver fer með það, að sögn Sigurðar, því löggjöfin er sú sama. „Öll fyrirtæki, hvort sem þau eru stór eða smá, eiga að uppfylla ákvæði í sömu löggjöf. Það á ekki að skipta máli hver eftirlitsaðilinn er því löggjöfin sem unnið er eftir er sú sama.“ Þrátt fyrir að sama skoðunar- handbók sé notuð á öll fyrirtæki á eftirlitið að vera sveigjanlegt að sögn Sigurðar. „Í löggjöfinni er ákvæði um það að taka eigi tillit til og taka mið af aðstæðum, eins og stærð fyrirtækja, hversu ítarlegt innra eftirlit fyrirtækja þarf að vera, um hvort unnið er með við- kvæm hráefni og fleira sem getur haft áhrif á öryggi matvælanna. Gert er ráð fyrir að fyrirtæki sem vinna viðkvæm matvæli og mikið magn þurfi meira eftirlit en fyrir- tæki sem vinna úr litlu magni. Þá fá fyrirtæki sem standa sig vel minna eftirlit en fyrirtæki sem standa sig slaklega.“ Sigurður segir þessa reglugerð ekki eiga að koma heimavinnslunni verr því gert sé ráð fyrir ákveðnum sveigjanleika þegar um er að ræða lítið magn. „En verkefni sem við er- um sífellt að glíma við er hvernig við getum nýtt þennan sveigjanleika og tekið tillit til magnsins í áhættu- flokkunarkerfinu,“ segir Sigurður. „Það er tiltölulega stutt síðan þessi löggjöf tók gildi og ýmislegt sem á eftir að túlka betur og átta sig á hvernig er best að framkvæma.“ Vilja fund með ráðherra Stjórn Beint frá býli hefur óskað eftir fundi með forsætisráðherra, fulltrúa stjórnar Samtaka atvinnu- lífsins og formanni Bændasamtaka Íslands til að ræða framtíð heima- vinnslu á Íslandi, með hliðsjón af íþyngjandi regluverki sem og að kalla eftir ákveðnari skilgreiningu á hvað er smáframleiðandi og hvort heimavinnsla sé smáframleiðsla eða eitthvað annað. Þá hefur stjórnin falið lögmanni félagsins að mótmæla vinnulagi Matvælastofnunar og undirbúa samantekt og greinargerð málinu til stuðnings. Morgunblaðið/ÞÖK Ósveigjanlegir Samtökin Beint frá býli gagnrýna framkomu Matvælastofnunar gagnvart heimavinnsluaðilum í mjólkurúrvinnslu. Segja engar tilslakanir  Hafa áhyggjur af því að heimavinnsla í mjólkuriðnaði leggist af vegna hertrar eftirlitslöggjafar  Atlaga að Beint frá býli  Eftirlitið á að vera sveigjanlegt 4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013 Stjórnvöld eru hvött til þess að bregðast við fjórum ábendingum frá árinu 2010 um fangelsismál, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá Ríkisendurskoðun. Árið 2010 birti Ríkisendurskoðun skýrslu þar sem settar voru fram níu ábendingar um úrbætur í fangelsismálum en enn á eftir að bregðast við fjórum þeirra. Þrjár þeirra beindust að innanríkisráðu- neytinu en ein að velferðarráðuneyt- inu. Innanríkisráðuneytið er hvatt til þess að breyta lögum þannig að for- stjóri Fangelsismálastofnunar fái umboð til þess að skipa forstöðu- menn fangelsa sem hingað til hefur verið á könnu ráðherra. Þannig færu vald og ábyrgð betur saman að mati Ríkisendurskoðunar. Þá er bent á að Fangelsismálastofnun fái fé til þess að standa straum af lögbundnum verkefnum sínum auk þess sem ráðuneytið eigi að leita leiða til þess að auka möguleika fanga til þess að afplána refsingu utan fangelsa. Loks var velferðarráðuneytið hvatt til þess að tryggja föngum nauðsynlega heilbrigðisþjónustu eins og geðheilbrigðisþjónustu. Þriggja ára ábendingar ítrekaðar  Hvatt til úrbóta í fangelsismálum Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins vöktu athygli á þeim að- stæðum sem Sýrlendingar búa nú við á Lækjartorgi í gær. Í tilkynn- ingu frá Rauða krossinum segir að í Sýrlandi ríki nú mesta neyð sem hjálparstofnanir hafi þurft að takast á við á undanförnum árum og óttast er um afleiðingar langvinnra átaka. Þá er almenningur hvattur til þess að leggja söfnun Rauða krossins lið. Mikil neyð í Sýrlandi Morgunblaðið/Styrmir Kári Mjög slæmt var í sjóinn og öldurnar sem skullu á Reynisfjöru voru hrika- legar. Nokkrir ferðamenn voru í fjör- unni að fylgjast með sjónarspilinu. Um 4-5 ára gömul stúlka, sem var þar með föður sínum og systur, hljóp frá pabba sínum og niður í flæðarmálið. Hún fór nánast eins neðarlega í fjör- una og hægt var þegar öldurnar hörf- uðu í augnablik og þar sem hún stóð var sandurinn blautur eftir öldurótið. Það var bara tímaspursmál hvenær næsta alda skylli á fjörunni og hremmdi stúlkuna. Þannig lýsir Páll Jónsson, lögreglu- maður og leiðsögumaður hjá Experi- ence Iceland, aðstæðum í Reynisfjöru þegar hann var þar staddur í lok ágúst. Öldurnar skella ekki reglulega á ströndu, eins og margir halda, og þegar stúlkan stóð í flæðarmálinu var líkt og hik kæmi á sjóinn. „Ég hljóp til hennar og náði að rífa hana upp áður en hafið gleypti hana,“ segir Páll. Hefði hann ekki gripið til sinna ráða hefði ekki þurft að spyrja að leikslokum; stúlkan hefði farist því enginn hefði getað komið henni til bjargar. Í kjölfar banaslyss fyrir nokkrum árum var sett upp skilti í útjaðri bíla- stæðisins við fjöruna sem varar ferða- menn við hættunni af briminu og þennan dag hefði hættan átt að blasa við öllum. Samt áttaði faðir stúlkunn- ar sig ekki á alvarleika málsins. Páll segist velta fyrir sér hvort ekki sé rétt að bæta við skiltum eða merk- ingum til að vara við briminu. Eini bjarghringurinn á svæðinu hangi á skiltinu við bílastæðið og þangað sé töluverður spölur úr fjörunni. Það sé þó ekki alltaf nóg að setja upp skilti og hann bendir á að þar sem hægt sé að aka niður í fjöruna sé líka skilti sem banni akstur um hana. Engu að síður sé ekið um fjöruna á stórum jeppum en til að komast þangað verði að taka sveig fram hjá bannskiltinu til að keyra ekki á það. runarp@mbl.is Í lífshættu í Reynisfjöru  Leiðsögumaður bjargaði lítilli stúlku sem hljóp niður í flæðarmál  Greip stúlkuna áður en hafið gleypti hana Morgunblaðið/RAX Brim Flagð undir fögru skinni. Guðmundur Jón Guðmundsson, bóndi á Holtseli og formaður félags heimavinnsluaðila Beint frá býli, gagnrýnir vinnubrögð Matvælastofnunar og segir þau aðför að litlum fyrirtækjum í landinu. „Vinnubrögð þeirra koma sér sérstaklega illa fyrir lítil fyrirtæki í ýmsum matvælaiðnaði og ekki víst að þau beri þann kostnað sem kröfurnar geta haft í för með sér. Verði þetta raunveruleikinn sem bændur þurfa að búa við þá sé ég ekki fram á annað en að menn annaðhvort hætti eða fari með starfsemi neðanjarðar. Fæstir láta bjóða sér svona yfirgang. Þá er ég viss um að neytendur yrðu ekki hrifnir af því að geta ekki keypt matvæli beint frá býli en slík starfsemi hefur hlotið mikinn með- byr undanfarið.“ mariamargret@mbl.is Aðför að litlum fyrirtækjum FORMAÐUR SAMTAKANNA BEINT FRÁ BÝLI Guðmundur Jón Guðmundsson                                 9. september í sundlaug Hrafnistu við Laugarás og í Heilsuborg, Faxafeni 14

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.