Morgunblaðið - 07.09.2013, Side 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
Lítill kippur virðist enn vera kominn
í fjárfestingar í atvinnulífinu. Á
fyrstu sex mánuðum ársins dróst
fjárfesting saman um 13% að raun-
gildi borið saman við fyrstu sex mán-
uði seinasta árs, skv. tölum Hagstof-
unnar sem birtar
voru í gær.
Þróunin hefur
þó ekki verið al-
veg svona slæm
eins og þessar
tölur gefa til
kynna því sam-
dráttinn miðað
við fyrri helming
síðasta árs má að
miklu leyti rekja
til mikils inn-
flutnings á skipum og flugvélum sem
þá átti sér stað. Ef horft er framhjá
fjárfestingu í skipum og flugvélum,
jókst fjárfesting hér á landi um 4,1%
á fyrstu sex mánuðum ársins.
„Fjárfesting atvinnuvega dróst
saman um 18,6% (jókst um 4,8% án
skipa og flugvéla). Íbúðafjárfesting
jókst um 1% og fjárfesting hins op-
inbera jókst um 5,1% á sama tíma-
bili,“ segir í skýringum Hag-
stofunnar.
En ef miðað er eingöngu við sama
ársfjórðung í fyrra og í ár dróst fjár-
festing í heild saman um 5,5% að
raungildi og fjárfesting atvinnuvega
dróst saman um 10,1%.
Sérfræðingar Hagstofunnar birtu
einnig í gær yfirlit yfir hagvöxt á
seinasta ári og þar kemur fram að ef
frá er talin áðurnefnd fjárfesting í
skipum og flugvélum í fyrra þá dróst
fjárfesting á síðasta ári saman um
4,1% og munar þar mestu um minni
fjárfestingu í stóriðju- og orku-
verum.
Í sögulegu lágmarki í fjögur ár
Fjárfestingar hér hafa verið langt
undir því sem gengur og gerist í
samanburðarlöndum frá því að
kreppan skall á. Í fyrra var hlutfall
fjárfestinga af landsframleiðslu
14,5% hér á landi og hefur að sögn
Hagstofunnar þetta hlutfall verið í
sögulegu lágmarki síðustu fjögur
árin. Sambærilegt hlutfall fyrir
OECD-ríkin í heild hefur verið mun
stöðugra, um eða rétt undir 20%
undanfarinn aldarfjórðung. „Að
raungildi var heildarfjárfesting á
síðasta ári svipuð og árið 1997,“
segir í úttekt Hagstofunnar.
Þorsteinn Víglundsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs-
ins, segir sama áhyggjuefnið hversu
veik fjárfestingin er „og skelfilegt að
horfa upp á samdrátt í fjárfestingu á
þessu ári. Við náum aldrei viðvar-
andi hagvexti á Íslandi þegar fjár-
festingin er svona veik. Það er algert
lykilatriði að örva hana,“ segir hann.
Þorsteinn segist óttast að fjárfest-
ing verði áfram lítil á síðari hluta
ársins úr því sem komið er. ,,Tilfinn-
ingin hefur því miður verið sú það
sem af er ári að hagvaxtarforsend-
urnar séu fremur að veikjast en hitt
og ekkert sem bendir til mikilla
breytinga þar á,“ segir hann.
Jákvæðar fréttir hafa þó borist úr
einstökum atvinnugreinum. Ferða-
þjónustan hefur verið ljós í myrkr-
inu, að sögn hans.
,,Þar erum við að sjá þó nokkur
áform um fjárfestingar en aðrar at-
vinnugreinar virðast ennþá vera
talsvert veikar. Vonandi sjáum við
þó eitthvað birta yfir í sjávarútveg-
inum. Bæði virðist verðþróun vera
hagstæðari en menn höfðu óttast og
kvótinn hefur verið aukinn. Ef
stjórnvöld ná að aflétta óvissunni
sem hefur hangið yfir greininni
vegna fyrirkomulags við stjórnun
fiskveiða, þá ætla ég að við sæjum
nokkra innspýtingu í fjárfestingu
enda nokkur uppsöfnuð þörf til
staðar.“
2,2% hagvöxtur á
fyrri helmingi ársins
Tölur Hagstofunnar sýna að hag-
vöxtur mælist 2,2% á fyrri helmingi
ársins. Þetta eru jákvæðar fréttir að
mati Þorsteins þar sem vöxturinn er
nokkru sterkari en menn þorðu að
vona.
Í Morgunkorni Greiningar Ís-
landsbanka í gær er tekið í sama
streng en þó bent á að myndin sé
blendin því vöxturinn sé drifinn
áfram af aukningu í þjónustuútflutn-
ingi, sem megi að miklu leyti þakka
geysihröðum vexti í ferðaþjónustu.
Að henni slepptri sé staðan kannski
ekki jafn góð og þessar hagvaxtar-
tölur gefa til kynna.
„Skelfilegt að horfa upp á samdrátt“
13% minni fjárfesting á fyrri árshelmingi Ef skipa- og flugvélakaup eru undanskilin mælist 4,1%
vöxtur Framkvæmdastjóri SA segir viðvarandi hagvöxt aldrei nást með svo veikri fjárfestingu
Morgunblaðið/RAX
Byggingavinna Íbúðafjárfesting jókst um 1% á fyrri helmingi yfirstandandi árs frá sama tíma í fyrra.
Sérfræðingar Greining-
ardeildar Arion banka lesa já-
kvæð tíðindi út úr tölum sem
Hagstofan birti í gær og spyrja
hvort áhyggjur af bakslagi séu
ástæðulausar. Ljóst sé að
gangurinn í hagkerfinu sé um-
talsvert betri en væntingar
voru um hjá Seðlabankanum
og öðrum greiningaraðilum.
„Ótti margra við að hag-
kerfið myndi hægja enn frekar
á sér á árinu 2013 virðist sem
betur fer ekki ætla að raun-
gerast […],“ segir í umfjöll-
uninni. Hvað fjárfestingar
varðar telur Greiningardeild
Arion að þegar litið er framhjá
fjárfestingum í skipum og
flugvélum séu aðrar fjárfest-
ingar að vaxa um ríflega 4%,
sem sé gleðiefni.
4% vöxtur
gleðiefni
GREININGARDEILD ARION
Vilhjálmur A. Kjartansson
vilhjalmur@mbl.is
Áætlunarferðir Strætó á Norður- og
Norðausturlandi eru í uppnámi og
greiðsluþrot blasir við Eyþingi,
Sambandi sveitarfélaga í Eyjafirði,
og Þingeyjarsýslum. „Við þurfum að
greiða verktakanum sem sér um
keyrsluna á svæðinu 4 milljónir
króna á þriðjudaginn og þeir pen-
ingar eru ekki til. Það blasir því við
okkur greiðsluþrot,“ segir Geir
Kristinn Aðalsteinsson, formaður
Eyþings.
Fundað verður með innanríkis-
ráðherra um málið á miðvikudaginn
og þingmönnum kjördæmisins á
þriðjudag. „Ég vona að það finnist
lausn á þessu máli sem fyrst því það
liggur fyrir að ef verktakinn fær
ekki greiðsluna sína á þriðjudaginn
þá hættir hann allri keyrslu strax á
miðvikudag.“
Heimila ekki lántöku
Sveitarfélögin sem standa að Ey-
þingi hafa ekki gefið sambandinu
heimild til að sækja lán fyrir greiðsl-
unni. „Akureyrarbær og Norður-
þing hafa frestað afgreiðslu á heim-
ild til láns þangað til einhver svör
liggja fyrir frá innanríkisráðherra,“
segir Geir en að hans mati er komin
þreyta í það hjá sveitarstjórnum að
þurfa að taka við verkefnum frá rík-
inu sem sveitarfélögin þurfa síðan að
borga með. „Staðan er einfaldlega sú
að nú sitjum við á neyðarfundum og
reynum að finna lausn á málinu.“
Ingvar Erlingsson, forseti bæjar-
stjórnar Fjallabyggðar, segir að
aksturinn hafi gengið eftir vænt-
ingum. „Bæjarstjórn fékk inn á borð
til sín minnisblað frá Eyþingi um al-
menningssamgöngur þar sem fram
kemur að forsendur Eyþings að
samkomulagi um áætlunarferðir
Strætó á Norður- og Norðaust-
urlandi eru ekki lengur til staðar,“
segir Ingvar sem bendir einnig á að
framlög frá íslenska ríkinu til verk-
efnisins séu of lág til að réttlæta
áframhaldandi rekstur.
„Ég vona að við fáum aukið fjár-
magn frá ríkinu til að halda þjónust-
unni áfram úti. Annars er þetta í
höndum Eyþings sem er umsjónar-
aðili samningsins fyrir hönd sveitar-
félaganna á svæðinu,“ segir Ingvar.
Greiðsluþrot fyrir norðan
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Strætó Eyþing þarf að greiða verktökum sem sjá um keyrslu á svæðinu 4
milljónir á þriðjudag en peningurinn er ekki til, að sögn formanns félagsins.
Heimild fyrir
lántöku frestað
fram yfir gjalddaga
Fjárfestingar
Magnvísitala 2002-2012
Heimild: Hagstofa Íslands
140
120
100
80
60
40
20
0
200
2
200
3
200
4
200
5
200
6
200
7
200
8
200
9
201
0
201
1
201
2
124,38 stig
2006
38,26 stig
2010
Þorsteinn
Víglundsson
Óháð ráðgjöf
til fyrirtækja
Firma Consulting gerir fyrirtækjum
tilboð í eftirfarandi þjónustu:
• Kaup, sala og sameining.
• Verðmat fyrirtækja.
• Samningaviðræður, samningagerð
• Áætlanagerð.
• Fjárhagsleg endurskipulagning.
• Samningar við banka.
• Rekstrarráðgjöf.
Firma Consulting, Þingasel 10, 109 Reykjavík.
Símar: 820-8800 og 896-6665. Fax 557-7766
info@firmaconsulting.is, www.firmaconsulting.is