Morgunblaðið - 07.09.2013, Page 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 7. SEPTEMBER 2013
Fyrir kosningar sagði borg-arstjóri í umræðuþætti þann
frumlega brandara að hann hefði
aldrei flutt flugvöll og vildi þess
vegna ekki ræða útfærslur um
hvernig það yrði gert. Þarna var
hann vitaskuld að ræða um
Reykjavíkurflugvöll en þó að óvíst
sé hvort reynslan eða þekkingin hafi
aukist hefur ákafinn um að leggja
niður flugvöllinn ekki minnkað.
Borgarstjóri bættiþví nýlega við
um þetta mál að mín-
úturnar frá flugvelli
inn í sjúkrahús væru
ekki endilega mjög
mikilvægar og gerði
þannig lítið úr rök-
semdum þeirra sem
vilja halda flugvellinum í nálægð við
Landspítalann.
Borgarstjóri gæti sér að skað-lausu hlustað á lækna sem hafa
reynslu af þessu eða til að mynda
Hörð Guðmundsson hjá Erni, en það
flugfélag flýgur með flesta sem fara
í sjúkraflugi til annarra landa:
ÍMorgunblaðinuvar haft eftir
Herði að þegar flogið
væri til Gautaborgar
væri vélin látin lenda
á Save-flugvellinum
sem væri þar í mið-
borginni. Og Hörður
hélt áfram: „Þegar
við fljúgum til Kaupmannahafnar
með sjúklinga erum við beðnir að
lenda í Roskilde, sem er næst sjúkra-
húsinu, svo minnstar tafir verði og
ef við förum til Stokkhólms lendum
við í Bromma, sem er í miðbæ Stokk-
hólms. Þetta er krafa sjúkrahúsanna
sem taka á móti sjúklingunum. Ná-
lægðin við sjúkrahús skiptir miklu
meira máli en margir vilja vera
láta.“
Ætli þekking af þessu tagi hafieinhver áhrif á borgarstjóra?
Jón Gnarr
Kristinsson
Sjúkraflug, flug-
vellir og sjúkrahús
STAKSTEINAR
Hörður
Guðmundsson
Veður víða um heim 6.9., kl. 18.00
Reykjavík 9 alskýjað
Bolungarvík 13 skýjað
Akureyri 14 léttskýjað
Nuuk 7 skúrir
Þórshöfn 9 heiðskírt
Ósló 18 skýjað
Kaupmannahöfn 20 heiðskírt
Stokkhólmur 18 heiðskírt
Helsinki 17 heiðskírt
Lúxemborg 26 heiðskírt
Brussel 22 heiðskírt
Dublin 12 skýjað
Glasgow 12 léttskýjað
London 17 léttskýjað
París 20 alskýjað
Amsterdam 18 léttskýjað
Hamborg 27 heiðskírt
Berlín 23 heiðskírt
Vín 24 léttskýjað
Moskva 11 skúrir
Algarve 23 léttskýjað
Madríd 28 léttskýjað
Barcelona 27 léttskýjað
Mallorca 27 léttskýjað
Róm 28 léttskýjað
Aþena 26 léttskýjað
Winnipeg 23 skýjað
Montreal 17 léttskýjað
New York 20 heiðskírt
Chicago 23 léttskýjað
Orlando 32 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
7. september Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 6:29 20:23
ÍSAFJÖRÐUR 6:29 20:33
SIGLUFJÖRÐUR 6:12 20:17
DJÚPIVOGUR 5:57 19:54
Viðar Guðjónsson
vidar@mbl.is
Sorp í Vestmannaejum er nú flutt á
fast land til endurvinnslu og sorp á
Kirkjubæjarklaustri er flutt til urð-
unar eftir að sorpbrennslustöðvum
var lokað á þessum stöðum í lok árs
2012. Var þeim lokað þar sem þær
töldust ekki uppfylla settar kröfur í
reglugerðum Evrópusambandsins.
Í kjölfarið bauð Vestmannaeyja-
bær út endurvinnslu sorpsins. End-
urvinnslufyrirtækið Kubbur á Ísa-
firði var með lægsta tilboðið í
útboðinu og greiðir Vestmanna-
eyjabær um 60 milljónir króna á ári
til fyrirtækisins. Allt sorp er unnið
innanlands en horfið var frá hug-
myndum um að flytja sorpið til út-
landa. ,,Járn og raftæki fara í Hring-
rás. Blandaða endurvinnsluefnið, sem
kemur beint úr heimilissorpinu, fer í
Gámaþjónustuna. Flokkaði pappinnn
fer bæði í Gámaþjónustuna og til
Sorpstöðvarinnar Kölku,“ segir Sig-
urður Óskarsson, framkvæmdastjóri
Kubbs. Hann segir að um 40 tonn af
sorpi séu flutt með Herjólfi frá Eyj-
um vikulega. Lífræni úrgangurinn
verður eftir í Eyjum.
„Það er mjög gott fyrir okkur þar
sem lítið er um góðan jarðveg fyrir
gróður í Vestmannaeyjum,“ segir
Ólafur Snorrason, formaður um-
hverfis og samgönguráðs Vest-
mannaeyja.
Varmadæla til orkunýtingar
Sorpbrennslunni á Kirkjubæjar-
klaustri var lokað síðla árs 2012.
Varminn sem myndaðist við brennsl-
una var notaður til raforkuöflunar.
Eftir lokunina þurfti jafnframt að
loka sundlauginni á staðnum um
nokkra hríð þar sem hún var kynt
með rafmagni. ,,Hún var lokuð fram í
ágúst á þessu ári. Það þarf gífurlegt
rafmagn til að kynda hana,“ segir
Eygló Kristjánsdóttir, sveitarstjóri
Skaftárhrepps. Hægt var að opna
sundlaugina að nýju eftir að fjárfest
var í varmadælu.
,,Við nýtum rafmagnið mun betur
með tilkomu hennar. Við höfum
keypt um 2,5 milljónir kílóvattstunda
á ári. Við vonumst til þess að fara nið-
ur í 1,5 milljónir kílóvattstunda með
tilkomu dælunnar,“ segir Eygló.
Sorp á Klaustri fer nú til urðunar á
Skógasandi. „Við tökum allt endur-
vinnanlegt og lífrænt frá. Það sem
eftir stendur fer til urðunar á Skóga-
sandi. En við erum með það í vinnslu
að urða allt hér á Stjórnarsandi,“ seg-
ir Eygló.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Kalka Sorpeyðingarstöð Suðurnesja sér nú um að endurvinna sorp frá Vest-
mannaeyjum. Vikulega eru 40 tonn af sorpi flutt þaðan með Herjólfi.
Urða sorpið í stað
þess að brenna
Herjólfur flytur um 40 tonn á viku
Í rannsóknarskýrslu sem birt var á
vef Cambridge-háskóla á miðviku-
dag kemur fram að möguleg
tengsl séu milli hreinlætis og Alz-
heimer. Rannsóknin skoðar tengsl
aukins hreinlætis og öflugs
heilbrigðiskerfis við Alzheimer-
sjúkdóminn. Samanburðurinn er
gerður á ríkum löndum með öflug
heilbrigðiskerfi og strangar kröfur
um hreinlæti m.a. á sjúkrahúsum
og heilsugæslum og fátækari lönd-
um þar sem staðlar eru eitthvað
vægari og hreinlæti er ekki að
jafnaði eins almennt og á Vest-
urlöndum.
Inntak rannsóknarinnar er fólg-
ið í því að með auknu hreinlæti sé
ofnæmiskerfi líkamans ekki jafnvel
undirbúið fyrir sýkingar og veik-
indi. Tekið er tillit til fæðing-
artíðni og aldurs í rannsókninni.
Ísland er sérstaklega tekið fram
í rannsókninni en fram kemur að í
löndum eins og á Íslandi og Sviss
þar sem smitsjúkdómar séu tölu-
vert færri en t.d. í Kína og Ghana
sé hlutfallslega 12 prósent fleiri
með Alzheimer.
Hægt er að nálgast rannsóknina
á vef Cambridge-háskóla http://
www.cam.ac.uk/research
Hreinlæti ríkra þjóða eykur á Alzheimer
Bókaðu núna á baendaferdir.is
Sími 570 2790
bokun@baendaferdir.is
Síðumúla 2, 108 Reykjavík
Fararstjórar: Steingrímur Birgisson og Guðmundur K. Einarsson
Saalbach-Hinterglemm
Saalbach - Hinterglemm hefur
stundum verið nefnd skíðaparadís
Alpanna. Púðursnjór, fjölbreyttar
brekkur og kristaltært loft gerir
skíðaferðina að ógleymanlegu fríi.
Verð: 229.600 kr. á mann í tvíbýli.
Akstur til og frá flugvelli,
morgun- og kvöldverður,
ásamt íslenskri fararstjórn
er alltaf innifalið hjá okkur!
18. - 25. janúar 2014
Austurríki